Són - 01.01.2014, Page 111
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 109
úlfhundur var þar og arabahundur,
elghundur, blóðhundur, Labradorhundur,
minkahundur með moldugt trýnið
og mannhundur kom til að spá í grínið.
[Án blaðsíðutals]
Böðvar stuðlar að hefðbundnum sið, rímið er runurím og hrynjandin
óreglu leg, ekki ósvipuð og í þulu Þórarins hér að framan, og hann
bregð ur fyrir sig skemmtilegum útúrdúrum sem hæfa efninu.
Barnaljóðabók Davíðs Þórs Jónssonar Vísur fyrir vonda krakka kom
einn ig út árið 2004. Myndirnar gerði Lilja Gunnarsdóttir. Þær eru
prakkara legar og hæfa húmor og háði ljóðanna mjög vel. Í bókinni eru
nokkur ljóð sem mega kallast þululjóð með sömu rökum og ljóð Þórar-
ins og Böðvars. Eitt þeirra er Hreinninn Maður:
Hreinninn Maður var hress og glaður,
hálendið var hans samastaður,
þar undi hann kátur með Erni og Hrafni.
Ef einhver stríddi honum á nafni
svaraði hann alltaf, ekki seinn:
„En það bull og þvaður.
Geti maður heitið Hreinn
getur hreinn eins heitið Maður.“
[Án blaðsíðutals]
Davíð Þór heldur sig við hefðbundna stuðlasetningu eins og Þórarinn og
Böðvar. Rímið er hér bæði runurím og víxlrím og hrynjandin er óreglu-
leg, tvíliðir og þríliðir í bland.
Árið 2004 kom auk þess út bókin Fröken Kúla könguló og fleiri
kvæði eftir Lárus Jón Guðmundsson, mynd skreytt af Aðal heiði Ólöfu
Skarphéðins dóttur. Þar eru tvær ágætar þulur, önnur þeirra nefnist
HaustÞula og þar segir meðal annars:
Amma sýður slátur,
segir fornar gátur:
„Hvað er það sem hoppar,
á heljarbrúnni skoppar,
með mannbein í maga?“
Mikil er sú saga.