Són - 01.01.2014, Page 130
128 kristján jóHann jónsson
Rétt er að hafa það í huga að nýsöguhyggjunni fylgja vinnu brögð sem eru
ger ólík bókmennta sögu. Bókmennta saga er línulaga í tíma (díakrónísk),
tíminn mótar fram setningu hennar. Eitt sprettur af öðru nánast eins
og um sé að ræða kynslóðir eða ættfræði. Nýsögu hyggjan er aftur á
móti samtíma leg (synkrónísk). Atburðir og saga mismunandi tíma geta
dregist saman í brennidepli eins bókmenntaverks: „Hugtakið ,saga‘ vísar
æ oftar til þeirra marg víslegu efnislegu og hugmynda fræðilegu aðstæðna
sem láta til sín taka á gefnu augna bliki“ (Gray 2009:32).4
Sögulegri nálgun að bókmennta rann sóknum á síðustu árum form-
gerðar stefnu, eða „póst strúktúralískum“ tíma, hefur verið lýst þannig
með krossbragði að hún sé „gagnvirkur áhugi á sögulegum sann indum
texta og texta sögulegra sanninda“ (Montrose 1989:20).5 Fylgis menn ný-
sögu hyggju hafa stað hæft að bókmennta saga verði aldrei með góðum
árangri slitin úr tengslum við aðra sögu lega strauma. Hins vegar blasir
við að alltaf verður einkar vanda samt að ákvarða hve stórar ályktanir má
draga af dæmum og heimildum. Sú hætta vofir stöðugt yfir að sagan
verði mis skilin eða oft úlkuð (Brook 1991:xv). Hvert tímabil þarf sinn
sögu skilning þó að sann leikurinn láti jafnan á sér standa.
Endurmat á menningu og sögu
Árið 2005 taldi Kenneth R. Johnston að nýsögu hyggja væri ráðandi í
rann sóknum á breskri rómantík (2005:165‒175). Hann leggur í grein
sinni mikið upp úr því að nýsögu hyggjan tengi samfélag og umhverfi
við bók mennta textann og hafni því að hann sé skiljanlegur sem sjálf-
stæð, merkingar bær eining, án þeirrar menningar sem hann er sprottinn
úr eða stefnt gegn. Sagan skipar mönnum í tiltekna stöðu gagn vart
umhverfi sínu og allt sem þeir segja markast af því.
Þeir sem íhuga bók menntir samkvæmt kenningum ný sögu hyggj-
unnar hljóta hins vegar að taka öllum sagn fræðilegum ,sannleika‘ með
fyrir vara. Samleikur bókmennta texta, tímabils og menningar er alltaf
skap andi og taki grein andinn þátt í þeim leik geta augu hans opn ast
fyrir nýju sam hengi og þar með nýjum ,sannleika‘ (Johnston 2005:171).
4 „More and more, the term “history” has come to refer to the sum of material and
ideological circumstances pertaining at a given moment“ (Gray 2009:32).
5 „The post-structuralist orientation to history now emerging in literary studies may be
character ized chiastically, as a reciprocal concern with the historicity of texts and the
textuality of history“ (Montrose 1989:20).