Són - 01.01.2014, Síða 134

Són - 01.01.2014, Síða 134
132 kristján jóHann jónsson Eins og hér hefur verið vikið að eru vís indin á þessum árum að færa til hug myndina um guð. Það virðist æ flókn ara hvað hann ætlast fyrir með mann kynið. Hið einfalda og fallega rök sam hengi kvæðis ins segir: Þó að ég andi á lítinn fugl og gefi honum líf og frelsi er ekki þar með sagt að guð andi á mig og þýði frer ann í sálinni, en geri hann það mun ég efalaust hugg ast. Á bakvið er spurn ingin um það hvort sá guð er til sem áður var trúað á. Hér er Jónas kominn á slóðir Kierke gaards og Abra- hams, ‒ en Jónas tók ekki það trúar lega stökk sem Kierke gaard mælti með. Abra ham tók þá fjarstæðu kenndu og siðlausu ákvörðun að drepa son sinn guði til dýrðar. Í því felst viður kenning á því að guð sé til. Hinn ungi drengur í kvæðinu finnur til ábyrgðar og treystir á gildi góð leik ans. Hann treystir því að guð meti góð verk hans og fórnar lund. Í kvæð inu var hann tilbúinn að fórna öllu sínu og bjarga smá fugli. Í elleftu og tólftu vísu segir beinlínis að hann hefði ekki fylgt dýrðar dæmi Abra hams þó að guð hefði heitið hundr uðum af Toppum og hrútum. Hann fórnaði að vísu ekki öllu fyrir grá tittl inginn en ljóðmælandinn kveðst hafa verið tilbúinn til þess. Í lok kvæðis dregur ljóðmæl andi skýra línu milli sín og grá tittlingsins; eins og fuglinn er hann „frosinn og má ei losast“. Guð hefur hins vegar ekki komið til þess að anda á hann og bjarga sínum minnsta bróður sem er fallinn og frosinn. Í þessu er jafn- framt tenging milli ljóð mælanda og guðs. Til hvers er að sýna fórn fýsi og miskunn semi ef guð lætur sér fátt um finnast? Þú leggur bara inn en getur ekki tekið út. Sú tilvistarstefna sem byrjaði með Kierkegard og ritum hans, ekki síst ritinu Uggur og ótti þar sem rætt er um söguna af Abraham, var sterkt inn legg í trúmála deilur í Kaupmanna höfn á þeim árum sem Jónas var þar við nám og fræði störf. Kjarni í viðhorfi Kierke gaards má segja að sé sá að maðurinn getur ekki fengið að vita hvað guð ætlast fyrir með hann og ekki heldur hvers guð ætlast til af honum. Einstaklingur inn er frjáls vera sem velur og verður að vera heill í vali sínu. Einungis þannig getur farið vel. Abraham tók þær ákvarðanir sem hann þurfti að taka og valdi eins og hann taldi rétt. Guð sá trú hans, sendi honum hrút og lét allt fara vel. Við erum ábyrg fyrir vali okkar og verðum að vera heil í því. Persónu leiki okkar verður til í ákvörð unum sem krefjast alls þess sem við eigum og getum. Þetta er dýrðar dæmi Abrahams og þetta stökk getur Jónas ekki tekið. Sé hins vegar ekki litið á Jónas sem veraldlegan dýrling heldur mannlegt skáld, lítur þetta öðru vísi út. Grátittlingurinn verður þá kvæði eftir róman tískt skáld sem horfist í augu við að sá guð sem það kynntist og trúði á í bernsku er að hverfa. Áleitinn grunur um sama vanda mun hafa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.