Són - 01.01.2014, Síða 138
ljóð 136
„Gangandi fram og gangandi aftur á bak, það rís og fellur með hverju skrefi,“
svaraði ég.
Hún skráði eitthvað niður hjá sér og hringdi eitt símtal en fékk ekki sam band
og virtist vera orðin stressuð. Hún skimaði í kringum sig, stimplaði eyðu blaðið
og skráði það flóttalega hjá sér. „Þú þarft samt að taka inntökupróf áður en
um sóknin þín verður tekin gild,“ varaði hún við.
„Mín er ánægjan,“ svaraði ég.
Hún lét mig fá miða með upplýsingum um próf- og skráningargjald og ýtti
orðlaust á takka. Á veggnum birtist rautt N224.
※
Próftökustaðurinn reyndist vera hrörleg kennslustofa. Hún hafði verið yfir-
gefin í flýti, borðunum ýtt til hliðar og stólunum staflað subbulega ofan á. Á
veggjunum hafði þó einhver gert tilraun til að hressa aðeins upp á staðinn með
því að hengja upp myndir af gylltum skjöldum og mönnum að hasla sér völl.
Flúrljós blikkuðu órólega fyrir ofan mig og í loftinu hékk dauf hrein gerningar-
lykt. Enginn annar var mættur.
Skuggi féll á dyragættina og ég hallaði aðeins höfðinu til að athuga hver væri
kominn. Fyrir framan mig stóð logandi vera, sennilega með stærri demónum
sem ég hef kynnst á mínu lífskeiði. Á eldfasta peysubarminum var lítið nafn-
spjald sem tilkynnti að hér væri á ferð prófdómarinn minn. Hann virtist þó
ekki taka eftir mér. Ég rétti úr mér og heilsaði honum vingjarnlega. Hann
pírði glyrnurnar og ræskti sig.
„Prófið er í þremur liðum,“ mælti demóninn. „Fyrsti liður. Heiman ég fór,
heim an ég för gerða. Sá ég á veg vega, var þeim vegur undir og vegur yfir og
vegur á alla vega. Þú hefur korter til að svara.“
„Yfir hallir fiskanna gekkstu, prófdómari,“ svaraði ég um hæl, „en fyrir ofan
svifu fuglar í víðáttu himnaslóða.“
„Rétt.“ Demóninn dró upp pappírana sína og krotaði eitthvað með rauðum
penna. „Annar liður. Helblá fann ég jarðlaus fræ er jörðin gleypti. Söddu þau
svelgina en sáðmaður grét uppskeruna mjög. Þú hefur korter til að svara.“
„Eldur er sá, prófdómari,“ svaraði ég, „er blossar upp á milli manna. Gleðjast
þá glæðurnar en heimur sviðnar.“
„Rétt.“ Demóninn dró aftur upp pappírana sína og glotti. Það hlakkaði greini-
lega í honum. „Þriðji og síðasti liður. Fjöld –“