Són - 01.01.2014, Page 154
152 Þórunn sigurðardóttir
bónda í Vigur á Ísafjarðardjúpi, og skrifurum hans. Ritgerðirnar tvær
sem hér um ræðir eru báðar með hendi Magnúsar sjálfs.6 Þær eru á blöð-
um 30v−38v í handritinu. Í handritinu eru uppskrifuð kvæði bæði eftir
forn skáld og samtímaskáld skrifarans, en einnig er nokkuð um lausa-
máls kafla í því eins og ritgerðirnar eru dæmi um.7
Hér eru ritgerðirnar gefnar út með nútímastafsetningu og greinar-
merkja setningu. Gamlar orðmyndir eru þó látnar halda sér eins og
kostur er til að halda nokkru af 17. aldar yfirbragði textans. Þetta á til
dæmis við um fornafnið hvör og atviksorðin öngvaneginn og einninn, svo
dæmi séu tekin. Viðskeytinu ligur, þar sem nú er venja að hafa legur,
er haldið þar sem það kemur fyrir. Persónu fornafnið ég er jafnan skrifað
eg í handritinu og því er haldið í þessari útgáfu, svo að nokkuð sé nefnt.
※
Nú kemur um skáldskapinn að tala
Nú þó að drápur og flokkar, bæði gamalla og yngri skálda og fræðimanna,
hafi undir misjöfnum dómi og virðingu sumra hvörra oftsinnis legið, þá
er það þó víst að slíkar merkilegar fræðimenjar eru þó enginn hégómi
eður ráðleysa af hvörjum karli og kerlingu ortar og kveðnar, heldur
kurteis leg kvæði og dýrlegar diktanir, eftir réttum ljóðalögum og vissum
skáld skapar takmörkum, af forförnum fræðum og sköruglegum skáldum
saman settar, marga hluti þeirrar aldar minnisstæða inni bindandi. Þessir
skáldmenn, skýrir og sköruglegir, saman tóku og uppreiknuðu með þess
háttar ljóðum og vísum hraustra hermanna, sterkra stríðs manna og
afreks kappa frábærar frægðir, og voru í þeim metorðum og virð ingum
sem nú eru kansellerar eður ráðgjafar, rentumeistarar eður féhirðarar,
og aðrir dýrir drengir, forsóttir fríherrar eður horskir höfðingjar, því að
þess meir sem einn var lofgjarnari og ævinlegrar minningar ástundunar-
samari, þá batt hann í sinn vinskap því fleiri þess konar ypparlegri, og
með sér úti og inni, í rósemi og hernaðarferðalögum flutti svo að þeirra
frægðir og framkvæmdir kynni þess betur, hentug legar og ljóslegar af
þeim að skýrast og útmálast. Stundum féll þessum skáldum til nokkur
6 Um Magnús í Vigur og handritaiðju hans má t.d. lesa í grein eftir Jóhann Gunnar Ólafs-
son í Skírni árið 1956.
7 Nánar má lesa um handritið í Jón Helgason 1955:208–209 og Þórunn Sigurðardóttir
2013:208–209.