Són - 01.01.2014, Page 160
158 Þórunn sigurðardóttir
málhvatasti, ekki ólíka og um Virgilíum16 er skrifað, að hann hafi verið
seinfær í tali, svo hann virtist sem annað ólært drussa menni. Þor móður
og einninn í Stikla staða bardaga, stríðandi með fyrrsögðum kóngi, vildi
ekki eftir hann fallinn lengur lifa heldur stríddi sem ákafast í megin-
hernum, þar til hann dauðlega særður veik frá orrustunni, og þá dauð-
vona víðfrægði hann með kveðlingum síns kóngs velgjörninga, hreysti
og hugprýði, hvörjir enn nú til eru. Að síðustu hafði sú stríðs hetja,
Haraldur kóngur Sigurðarson, í sinni hirð og herförum sér handgenginn
víð frægt þjóðskáld, Þjóðólf að nafni hvinverskan, af norðlensku héraði í
Íslandi, svonefndan. Hér að auk voru víðfrægir nokkrir aðrir í kónganna
höllum þeir eð skáld voru íslensk, svo sem í Danmörk, Svíaríki og Eng-
landi, sem og hjá öðrum höfðingjum, sem of langt er upp að reikna, sem
hjá þeim hafa há metorð og stórar gáfur úr býtum borið. Þessi skáld hafa
og einn inn höfðingja reiði með sínum skáldskap og kveðlingum stillt og
sefað og lífs og lima sér aftur aflað, svo sem um Egil Skalla gríms son og
Braga skáld sögur og historíur útvísa, og enn þó að þetta gamla rétta,
annað hvört danska eður norska tungumál, hafi að mestu leyti í þessum
löndum úti hjaðnað og frá vikið og hafa þess vegna soddan skálda vegur
og virð ing þar með for gengið og undir lok liðið, þvíað á ókennd um er
ástar þokki enginn, samt sem áður eru enn nú mörg skáld í Íslandi fim
og frá bær, hvörs tungu mál enn nú allra best þar við helst og varð veitist,
hvörjir ekki all einasta heiðnar menjar er hjá Eddu einkan legast heima
eiga, heldur og einninn heilagar historíur með ein földum og skiljan-
legum skáld skap í kveð linga, sálma og vísur snúa og um hverfa, og
kristin dóm inum vor á meðal nytsam lega meðbýta. Óskandi væri að þessa
Guðs gáfu vildu allir með þökkum taka og þakklátu geði að sér faðma,
en svo sem það að á sinni fósturjörðu er ekki þakk næmur nokkur spá-
mað ur, svo og varla skáld og fræðimaður.
Skáldskapar er kunnur kraftur,
kosti hans fer aldrei aftur,
mánann leiðir ljóðaraftur,
lagt á jörð þar ei var skaftur.17
16 Virgill eða Publius Vergilius Maro (70–19 f.Kr.) var höfuðskáld Rómverja.
17 Vísan er ort út af latneska orðtakinu sem getið var hér að framan: „Carmina vel cælo
possunt deducere lunam“ (sbr. Jón Helgason 1955:34).