Són - 01.01.2014, Qupperneq 165
tveir Þrestir 163
sem söfnuðu og önn uðust útgáfuna. Alþýðu sam band Íslands gaf Íslands
ljóð út árið 1948 en Þorsteinn Valdimars son, skáld og tónlistarmaður,
elsti sonur Guðfinnu, ritaði þar inngang sem hann nefnir Forspjall.3
Nú skal það játað að ég vissi að Guðfinna var að fást við þýðingar á
söngtextum fyrir Sigursvein í lok árs 1947; það kemur fram í bréfum frá
henni til Þorsteins og þar má einnig sjá að hún hefur fengið greitt fyrir
þýðingarnar (Bréf. Guð finna Þorsteins dóttir til Þorsteins Valdimars-
sonar 15. febrúar 1948). Þess má geta hér að Guð finna þýddi öll ljóðin
fimm á sama deginum, 13. nóvember 1947, og tvö önnur ljóð að auki
sem ekki voru birt í Íslands ljóðum (Bréf. Guðfinna Þorsteinsdóttir til
Þorsteins Valdimarssonar 9. og 14. nóvember 1947).
„Að steypa söngljóðagull stórþjóðanna í mót íslenzks máls“
Þorsteinn Valdimarsson segir í upphafi Forspjalls síns í Íslands ljóðum:
„Söng líf er skuggsjá þjóðlífs. Rati þjóðin í ánauð, hljóðnar harpan; brjóti
hún af sér ok, þá syngur hún sigurljóð; lifi hún frjáls í landi, þá hvelfi st
hvert þak af söng.“ (1948:3). Þorsteinn hefur áhyggjur af ástandi þjóðar
sinnar, finnst hún tómlát og kvíðin og að hún hirði ekki um fjör egg
sitt. Hann vill blása fólki baráttu í brjóst með söng eins og segir í loka-
orðunum: „Sönglíf er aflvaki þjóðlífs. Af strengjum hörpunnar stökkva
gneistar frelsisins. Fyrir mætti sigur söngv anna brestur okið. Ráði söng-
ur inn húsum, mun þjóðin ráða landi.“ (bls. 3). Baráttu söngvar eru að
sönnu nokkrir í heftinu, til dæmis Internasjónalinn og Sjá roðann í
austri. Þó ber þar meira á ættjarðar söngvum og vinsælum söng lögum,
sem algeng voru og eru jafnvel enn í sönglagaheftum, til dæmis Hvað
er svo glatt sem góðra vina fundur , Í Hlíðarendakoti og Húmar
að kvöldi. Þorsteinn vonast til að söng heftið verði til þess að efla söng
við undirleik „vanræktra stofuorgela“ og spyr meðal annars: „Hver veit,
nema … skáldin taki aftur til, þar sem frá var horfið um aldamót, að
steypa söngljóðagull stórþjóðanna í mót íslenzks máls, svo að þjóðin
megi njóta og ávaxta?“ (bls. 3). Það eru enda margar nýjar þýðingar í
heftinu, meðal annars eftir þau Jóhannes úr Kötlum og Erlu.
Erla þýddi yfir tvö hundruð ljóð, mest úr ensku og dönsku en
einnig úr norsku og sænsku. Aðeins örlítill hluti þeirra hefur birst á
prenti. Hún hafði mikið yndi af að glíma við þýðingarnar og nefndi þá
iðju sína gjarnan hamskipti og talaði um að ljóðin „skiptu hömum“.
3 Ég vil þakka Hrafni Hallgrímssyni, syni Hallgríms Jakobssonar, fyrir að færa mér Íslands
ljóð og afhenda stjórn Erlusjóðs eintak.