Són - 01.01.2014, Page 171
Arngrímur Vídalín
Að bera harm sinn í hljóði
Andvaka Soffíu Stefánsdóttur
Íslensk alþýðumenning hefur verið á undanhaldi síðustu hálfu öldina.
Sumt af því sem sem áður var iðja almennings er nú orðið að áhuga-
málum sér vitringa. Haldin eru, svo dæmi sé nefnt, sérstök hagyrðinga-
mót og fólk sem kveðst á dags daglega er næstum jafn sjald séð og geir-
fuglinn. Margt af því sem ort var fyrr á tíð er löngu gleymt og týnt enda
hirtu fæstir um að halda skáld skap sínum til haga. Og þó að sumt hafi
varð veist á vörum fólks og jafnvel ratað á prent, þá eru það einna helst
alþýðu konur sem gleymst hafa í bókmenntasögunni.
Að sið þjóðfræðinga vil ég nefna að ég er ungur Reykvíkingur, fæddur
1984, en á rætur að rekja til Vestfjarða, Norður lands og Suðaustur lands.
Áhugi minn á efni þessarar litlu greinar er persónu legur þar eð skáld-
konan sem ég fjalla um hér er langamma mín í föðurætt. Mér er því
málið ekki lítið skylt.
(Steinunn) Soffía Stefánsdóttir, langamma mín, var fædd á Litlu Ás-
geirsá í Víðidal í Vestur-Húnavatns sýslu þann 15. apríl 1895. Hún var gift
Friðriki Jónssyni, fæddum á Hömrum á Fremri byggð í Skaga firði 28. maí
1891. Hann lést á Kristnes hæli 5. janúar 1962. Friðrik var ekkill er hann
giftist Soffíu en fyrir átti hann Emilíu Sveins dóttur sem lést 1920. Þau
Soffía og Friðrik áttu fyrst bú að Krithóli á Neðribyggð í Skaga firði en
fluttu um skeið á Sauðárkrók og loks til Akureyrar árið 1938.
Soffía var mikill hagyrðingur og hún var þekkt fyrir að missa upp úr
sér kviðlinga af minnsta tilefni. Þá sögu hef ég eftir ömmu minni, Ástu
Emilíu Friðriksdóttur (f. 1926), að eitt sinn hafi henni ekki lítið sviðið
kveð skapur móðurinnar. Amma er fædd í janúar og fyrir vikið átti hún
að fermast með börnum sem voru ári eldri. Amma þráði ekkert meir en