Són - 01.01.2014, Side 173
að Bera Harm sinn í Hljóði 171
sér þá dul að hafa skilning á þeim aðstæðum, eða þeim tilfinningum sem
hafa hrærst í brjósti hennar á þeim tíma. Þetta kvæði flutti Soffía aldrei
fyrir nokkurri manneskju, þótt vitað væri að hún hefði ort það – eða svo
hélt amma, þar til henni var afhent það vélritað á skrifstofupappír.
Þetta er eina kvæðið eftir Soffíu langömmu mína sem varðveist hefur,
auk vísunnar hér að framan sem amma lagði á minnið þegar hún var
þrettán ára. Öðru er ekki til að dreifa.
Það er heldur ekki vitað hvernig Judith Jónbjörns dóttir lærði kvæðið.
Ég hef viljað ímynda mér að Soffía lang amma hafi trúað henni fyrir
kvæð inu og að Judith hafi numið það af vörum hennar rétt eins og í
þjóð sögu og vélritað það í laumi eftir að hún var farin. En fyrir þessu eru
engar sannanir og engri annarri manneskju – svo vitað sé – trúði Soffía
fyrir kvæðinu um látna dóttur sína.
En með hvaða hætti hún flutti Judith kvæðið skiptir sennilega engu
máli. Það sem skiptir máli er að Judith hélt upp á það. Ég held að Soffía
hafi viljað að kvæðið kæmist þannig til skila þótt hún væri of hæversk
til að koma því á framfæri sjálf. Kvæðið var einfaldlega of persónu legt,
og Soffía var of hógvær til að segja nokkrum manni frá því. Hvaða máli
skipta líka tilfinningar einnar konu?
Heilmiklu, fyrir mig.
Kvæðið heitir Andvaka. Það er harmþrungið kvæði með innri frásögn
og ramma. Það hefst á andvöku ljóðmælanda sem getur ekki sofið fyrir
harmi. Þá mælir látin dóttir til hennar eins og utan úr húminu og sefar
hana. Kvæðinu lýkur svo á ósk um að fá að deyja.
Langömmu varð að ósk sinni, ef marka má kvæðið; hún fékk að deyja
ung, hvort sem hennar beið dóttir fyrir handan eða ekki. Mér finnst
þetta skipta höfuð máli en ég kann reyndar ekki að skýra þá tilfinn ingu.
Ég þekki lang ömmu mína ekki nema í gegnum þetta eina kvæði, en þau
tengsl sem ég hef fundið við hana þannig eru djúp og sterk.
Amma varð sem fyrr segir hissa þegar hún fékk kvæðið í hendurnar,
vitandi að það hefði verið til en haldandi að það væri glatað. Eins og til
að halda uppi ættar hæverskunni sýndi hún það ekki nokkrum manni,
ekki frekar en móðir sín, þar til hún gaf mér það í sumar sem leið. Fram
að útgáfu stund þessa kvæðis er ég einn í minni ætt fyrir utan ömmu sem
veit að það er til.
Kvæðið er sláandi, og þó að þetta sé ekki nema kvæði einnar konu þá
endur speglar það líf og aðstæður margra kvenna sem glíma þurftu við
missi. Þetta kvæði er saga þeirra allra ekki síður en það er glíma Soffíu