Són - 01.01.2014, Page 183
Kári Tulinius
Yngsta skáldakynslóðin,
sex árum frá fjármálahruni
Þegar ég kom til Íslands í fyrsta skipti eftir að fjármálakerfið hrundi
sagði móður bróðir minn við mig: „Mér finnst ég hafa endurheimt Ís-
land.“ Hann átti við það íslenska samfélag sem hann, þá fjörutíu og
fimm ára gamall, hafði alist upp í. Ég var sam mála honum, mér fannst að
Íslendingarnir í kringum mig væru að sækja í þau gildi sem þeim hefðu
verið innrætt í æsku og þeim þættu eiga djúpar rætur í menningunni.
Síðan var rifist um það hvaða gildi það væru, en það er annað mál.
Ég bjó meira og minna allan fyrsta áratug þessarar aldar í Banda ríkj-
unum. Þegar ég kom í heim sóknir til landsins á árunum 2005–7 þá leið
mér eins og geim veru, algerlega úr takti við íslenskt samfélag. En það
Ísland sem tók við mér í desember 2008 var kunnug legt. Mér leið eins
og að Ísland hefði verið vinur í maníu og allt í einu var hann orðinn
sjálfum sér líkur.
Margir vilja líta svo á að bólan hafi verið rof í reglulegum fram gangi
íslenskrar menningar. Það er nokkuð til í því, og kannski munu sagn-
fræð ingar líta svo á, en fyrir nýjustu kyn slóðina sem er farin að láta taka
til sín í bók menntum, fólk fætt á seinni hluta níunda áratugar síðustu
aldar og í upphafi þess tíunda, þá voru bóluárin mótunar tímabil. Það er
því eðli legt að leita að einhverjum áhrifum frá þeim tíma, og kannski
enn frekar viðbragðinu sem fylgdi fjármálahruninu, þessari leit í gömul
gildi.
Ég sneri aftur til Íslands árið 2010 en bý nú í Finnlandi, og er aftur
kominn í þá stöðu að geta ekki vappað niður í Bóka búð Máls og menn-
ingar, Eymunds son eða Bóksölu stúdenta og fengið mér kaffi bolla meðan
ég skoða nýjustu ljóða bækurnar. Það er því ágætur tími fyrir mig núna
að líta aftur yfir þau fjögur ár sem liðu frá því að ég sneri aftur til Íslands
þar til ég flutti aftur út.