Són - 01.01.2014, Page 185
yngsta skáldakynslóðin, sex árum frá fjármálaHruni 183
heimilum þar sem hátt bundinn skáld skapur er dagleg iðja, þá er það ein-
ungis skóla kerfið sem getur kennt nýjum kyn slóðum þá brag fræði sem
Íslendingar fæddir fyrir seinni heims styrjöld lærðu af foreldrum sínum.
En því miður er það ekki forgangsatriði í íslenskukennslu.
Þau skáld sem eru núna að stíga fram með sín fyrstu ljóð eru börn
kyn slóðar sem ólst upp eftir að hefðbundinn kveðskapur tapaði þeirri
mið lægu stöðu sem hann eitt sinn hafði. Ástæður þess eru flóknar, og
svipuð þróun átti sér stað hér á landi og um allan heim á tuttugustu öld.
Það er því kannski vert að skoða breytinguna sem átti sér stað um miðja
síðustu öld. Það sem íslenskum form byltingar sinnum tókst að gera var
að endur skilgreina það hvað ljóð sé. Samasem merki var sett á milli ljóð-
listar og lýríkur, stuttra kvæða með sterkum myndum, oftast en ekki
alltaf tilfinninga þrungin, persónu leg upplifun bundin í orð. Þetta var
róttæk breyting frá því sem áður var.
Það er því ekki nóg að segja að form byltingin hafi snúist um að losa
ljóð úr viðjum formsins, heldur var ljóð listinni sniðinn nýr stakkur,
jafn þröngur hinum fyrri þó annar sé. Ýmislegt sem áður var talið full-
gildur kveðskapur passaði ekki lengur að þeim kröfum sem settar voru.
Kvæða bréf, til dæmis, voru alls ekki ljóð list, og varla gaman vísur heldur,
hvað þá rímur. Form gerðar krafan færðist burt frá því hvernig tungu-
málið var skipulagt út frá þeim hljóðum sem ljóðið innihélt, yfir í það
hvaða upplýsingar voru í því.
Þó svo að ég hafi ekki orðið var við það að ung ljóð skáld séu farin
að yrkja um efni sem eru mjög ólík fyrri kyn slóðum, þá er sú hugmynd
orðin algeng að ljóð list sé tungu mál sem sé skipu lagt útfrá öðrum
reglum en prósi eða talað mál. Það er á sinn hátt aftur hvarf til gamalla
gilda, þó að í allt öðruvísi formi sé.