Són - 01.01.2014, Page 188
Ritfregnir
Árið 2014 komu út nokkrar bækur um óðfræðileg efni sem ástæða er til að kynna
fyrir lesendum Sónar.
Hallgrímskver – Ljóð og laust mál
Hallgrímskver – Ljóð og laust mál er úrval verka sr. Hallgríms Péturs sonar (1614–
1674). Bókin er byggð á fræðilegri útgáfu sem unnið hefur verið að undan farna
áratugi á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þeirri útgáfu er
reyndar ekki lokið en út eru komin fjögur bindi og unnið er að því fimmta. Nafn
bókar innar, Hallgríms kver, vísar til þess að útgáfur á kvæðum og sálmum Hall-
gríms öðrum en Passíusálmunum, sem prentaðar voru mörgum sinnum frá því
um miðja átjándu öld, voru kallaðar Hallgrímskver.
Nýja bókin er þó að mörgu leyti ólík hinum upprunalegu Hallgríms kverum
því að hér er reynt er að gefa sýnishorn af öllu því helsta sem eftir Hallgrím
liggur, bæði andlegum kvæðum og veraldlegum, og ýmsu því sem ekki þótti við
hæfi að prenta áður fyrr, t.d. tóbaksvísum og öðrum lausavísum. Einnig eru hér
brot úr þrennum rímum sem Hallgrímur orti, Samúelssálmum og Passíusálmum,
svo og nokkrir kaflar í lausu máli úr íhugunarritum Hallgríms, bréf hans til
Þormóðar Torfasonar og brot úr skýringum sem hann samdi við vísur úr Ólafs
sögu Tryggvasonar.
Á eftir hverjum texta er stutt umfjöllun þar sem bæði er leitast við að skýra
um hvers konar texta er að ræða og hvar og hvernig hann sé varðveittur, t.d. hvort
hann sé til í mörgum handritum eða aðeins einu, hvort hann hafi oft áður verið
prentaður, hvort hann hafi verið sunginn og þá við hvaða lag. Einnig er getið um
lög sem nýlega hafa verið samin við texta Hallgríms. Margrét Eggertsdóttir sá
um útgáfuna og hefur samið inngang bókarinnar og áðurnefnda umfjöllun um
textana. Forlagið gefur bókina út.
Icelandic Baroque – Poetic Art and Erudition
in the Works of Hallgrímur Pétursson
Icelandic Baroque – Poetic Art and Erudition in the Works of Hallgrímur Pétursson
er upphaflega doktorsritgerð Margrétar Eggertsdóttur sem hefur á íslensku
titilinn Barokkmeistarinn – List og lærdómur í verkum Hallgríms Péturssonar en
birt ist hér endurskoðuð og endurbætt í enskri þýðingu Andrews Wawn sem er
pró fessor emeritus í Anglo-Icelandic studies við Háskólann í Leeds í Bretlandi.
Í bókinni er reynt að leggja nýtt mat á kveðskap Hallgríms. Annars vegar eru
íslenskar bókmenntir á sautjándu öld, þar á meðal kveðskapur Hallgríms, skoðaðar
í stærra samhengi með því að bera þær saman við erlendar bókmenntir á sama
tíma, einkum á Norðurlöndunum og í Þýskalandi vegna menningarlegra tengsla
Íslands við þessi lönd. Hins vegar er fjallað um stöðu skáldsins í samfélaginu, bæði