Són - 01.01.2014, Page 189
187
á Íslandi og erlendis, fjallað um bókmenntagreinar sem vinsælar voru á þessum
tíma og sérstaklega ýmsar bókmenntagreinar sem Hallgrímur lagði stund á, svo
sem ádeilukvæði, rímur, gamankvæði, tækifæriskvæði eins og brúðkaupskvæði,
heillaóskir og erfiljóð; hverfulleikakvæði, íhuganir í lausu máli o.fl. Vísað er til
kveðskapar annarra íslenskra og erlendra skálda til samanburðar eftir því sem við
á.
Meginforsendur bókarinnar eru kenningar um ákveðið tímabil í bókmennta-
og listasögu sem kalla megi barokk og meginrannsóknarspurningin er hvort þessar
kenningar séu nothæfar til aukins skilnings á íslenskum bókmenntum á sautjándu
öld. Barokkhugtakið er umdeilt en getur engu að síður varpað ljósi á helstu
einkenni í bókmennta- og hugmyndasögu sautjándu aldar. Raktar eru mismunandi
hugmyndir um barokk, bæði þeirra fræðimanna sem vilja nota hugtakið og þeirra
sem hafna því. Flestir eru sammála um að barokkbókmenntir séu bundnar
ákveðinni samfélagsgerð þar sem einveldi konungs og áhrif kirkjunnar skiptu
miklu máli. Er því sérstakur kafli í bókinni um íslenskt samfélag á sautjándu öld
og stöðu þess innan danska konungsríkisins. Fjallað er um hugtakið „barokktexti“
sem sumir fræðimenn kjósa að nota fremur en „barokktímabil“.
Höfundur kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að verk Hallgríms Péturssonar
séu mun skyldari erlendum samtímabókmenntum en hingað til hefur verið talið;
að hann megi kalla barokkskáld á sama hátt og ýmsa skáldbræður hans í Dan-
mörku og Þýskalandi og að hann eigi jafnframt ýmislegt sameiginlegt með „the
metaphysical poets“ í Englandi. Það þýðir þó ekki að horft sé framhjá þeim föstu
rótum sem verk Hallgríms eiga í íslenskri bókmenntasögu.
Það er Cornell University Library sem gefur bókina út og er hún 56. bindi í
ritröðinni Islandica. Bókin er einnig aðgengileg í rafrænu formi: cip.cornell.edu/
DPubS?service=UI&version=1.0&verb=Display&page=current&handle=cul.isl
Grímur Thomsen – Þjóðerni, skáldskapur, þversagnir og vald
Bókin Grímur Thomsen – Þjóðerni, skáldskapur, þversagnir og vald er eftir Kristján
Jóhann Jónsson. Bókin er 376 bls. að lengd og þar er ítarlega fjallað um róman-
tísku stefnuna í bókmenntum, söguna sem sögð hefur verið af Grími og jafnframt
mót söguna þar sem stefnt er saman sögnum og heimildum. Ljóðagerð Gríms
er könnuð með hliðsjón af viðhorfum hans og menntun og hin viða miklu
menningar pólitísku ritverk sem hann birti á dönsku. Aðferðafræðin byggir á
nýsögu hyggju og eftirlendu fræðum. Fræðilegar nýjungar ritgerðar innar felast í
breyttri sýn á íslenska rómantík, og þar með orðræðuna um íslenska sögu og
menn ingu.
Grímur var gagnrýndur fyrir að vera stirðkvæður og hafa hvorki þekkingu
né vald á íslenskunni eftir meira en tuttugu ára vist í Danmörku. Þessi um ræða
varð svo hjá kátleg að varla er hægt að líta á hana sem annað en yfir færslu. Hinn
raunveru legi ágreiningur liggur dýpra. Þeir sem vilja hlut Gríms sem mestan
hafa skrifað um víðtæka menntun hans og sigra á erlendum vettvangi, sterkan