Són - 01.01.2014, Page 191

Són - 01.01.2014, Page 191
 189 Bragfræðilega er hinn forni stuðlaði háttur Englendinga líkur fornyrðislagi en ensku kvæðin hafa engin erindaskil. Það er Skúmhöttur sem gefur bókina út og hún fæst í Bóksölu stúdenta og í Bókabúð Máls og menningar. Náttúra ljóðsins – Umhverfi íslenskra skálda Náttúra og umhverfi hafa verið eitt helsta yrkisefni íslenskra skálda frá því á 19. öld. Í bókinni Náttúra ljóðsins – Umhverfi íslenskra skálda sýnir Sveinn Yngvi Egils son hvernig rómantísk skáld móta myndina af íslenskri náttúru og leggja áherslu á ólíkar hliðar hennar, allt frá ægifegurð eldfjalla og hafíss til al grænn- ar sveita sælu. Mynd Íslands verður mikilvæg í sjálf stæðis baráttunni og teng ist menningar pólitík, en náttúrusýnin þróast og verður sálfræðilegri á 20. öld í ljóð um íslenskra nútímaskálda sem lýsa innra landslagi og hugarheimum. Rauði þráður inn í bókinni er rómantíkin og arfleifð hennar frá Jónasi Hallgrímssyni til nú lif andi skálda sem yrkja þannig um náttúru og umhverfi að það má lesa í ljósi skáld skapar og fagurfræði 19. aldar. Bókin hefst á kafla um náttúrusýn Jónasar eins og hún birtist í kvæðinu Fjallið Skjald breiður, þar sem skáldlegt innsæi og vísindahyggja eiga samleik. Í öðrum kafla eru náttúru lýsingar og málnotkun í fleiri kvæðum Jónasar tekin til skoðunar. Í þriðja kafla eru þessir þættir tengdir upphafningu lands, þjóðar og tungu í þjóð- ernis stefnu 19. aldar með samanburði á ljóðum Jónasar og samtíma manns hans, slóvenska skáldsins Frances Prešeren. Fjórði kafli er helgaður hinu háleita (e. sublime), fagurfræðilegu hugtaki sem getur lýst afstöðu margra íslenskra skálda til náttúrunnar og er sjónum einkum beint að skáldskap Matthíasar Jochums sonar. Í kjöl farið kemur kafli um hjarðljóða hefðina (e. pastoral) eins og hún birtist í ís- lenskum skáldskap og þá sérstaklega í ljóðum Steingríms Thorsteinssonar. Harmræn náttúrusýn skáldkonunnar Huldu er viðfangsefni sjötta kafla, en þó að þar kveði við nýjan tón í íslenskum skáldskap yrkir hún að nokkru leyti í anda rómantíkur innar. Sjöundi kafli fjallar almennt um arfleifð rómantíkur- innar í íslenskum náttúru ljóðum og er þá einkum tekið mið af hug myndum Friedrichs Schiller um einföld skáld og meðvituð. Í áttunda kafla er lagt út af hug mynd um þýska heim spekingsins Martins Heidegger um umhverfismál og hlut verk skáld skapar, en þær varða ýmis grundvallar atriði í vistrýninni sem aðferð í hug vísindum. Í kaflanum er þess freistað að koma á samræðu milli Heideggers og íslenskra skálda, einkum Hannesar Péturssonar. Þar á eftir er fjallað um hug- myndir enska skáldsins Johns Keats um það viðhorf til heimsins sem kenna má við neikvæða færni (e. negative capability) og hliðstæð einkenni greind í skáld skap Snorra Hjartarsonar. Í lokakafla bókarinnar er sjónum beint að sögu göngunnar í bók menntum og ljóð Gyrðis Elíassonar síðan könnuð með það í huga. Náttúra ljóðsins er fyrsta heildstæða rannsóknin sem gerð er á náttúrusýn og umhverfis vitund í íslenskri ljóðagerð og hér er beitt fræði kenningum sem varpa ljósi á viðfangs efnið og tengjast vistrýni (e. ecocriticism). Bókin kemur út á vegum Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands og Háskólaútgáfunnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.