Són - 01.01.2014, Síða 193
Af starfi Óðfræðifélagsins Boðnar
Óðfræðifélagið Boðn – Annáll ársins 2014
Aðalfundur Óðfræðifélagsins Boðnar var haldinn 11. mars 2014 í sal Esperanto-
sambandsins að Skólavörðustíg 6b. Fundarstjóri var Bjarki Karlsson og fundar-
ritari Katelin Parsons. Á undan aðalfundar störfum flutti Haukur Þorgeirs-
son mál fræðingur erindi um bragfræði Eddu kvæða. Bjarki Karlsson, for maður
Boðnar, sagði frá starfsemi félagsins á árinu 2013 og ræddi um útgáfu og dreifi ngu
tíma ritsins Sónar. Fundarstjóri lagði til breytingar á 7. gr. laga Óðfræði félagsins
Boðnar og var hún samþykkt einróma. Hún hljóðar nú svo:
Stjórn félagsins skal vera skipuð fimm aðalmönnum og tveimur vara-
mönnum. Á aðalfundi skal kjósa þrjá aðalmenn og varamennina tvo til
eins árs í senn. Auk þeirra þriggja eru ritstjóri Sónar og ritstjóri Braga
– óðfræðivefs, sjálfkjörnir í stjórn félagsins og hafa þar atkvæðisrétt.
Stjórnarmenn kjósa formann, ritara og gjaldkera úr sínum hópi. Ritari er
staðgengill formanns. Auk þess skal á aðalfundi kjósa tvo skoðunarmenn
reikninga til eins árs. Stjórn félagsins fer með málefni þess á milli aðalfunda.
Formaður boðar til stjórnarfunda. Firmaritun er í höndum formanns og
gjaldkera.
Árs reikningur var lagður fram og samþykktur athugasemdalaust. Í stjórn félagsins
voru kosin: Helgi Skúli Kjartansson, Katelin Parsons og Þórunn Sigurðardóttir.
Varamenn: Kristján Eiríksson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Auk þeirra eru rit-
stjórar Sónar, Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir og Haukur Þorgeirsson, sjálf kjörnir í
stjórn samkvæmt 7. gr. laga félagsins, sem og ritstjóri Braga, Bjarki Karlsson. Þá
voru Rósa Þorsteins dóttir og Kristján Árnason kosin skoðunar menn reikninga.
Á fyrsta fundi sínum skipti stjórnin þannig með sér verkum að Þórunn
Sigurðardóttir er formaður, Bjarki Karlsson gjaldkeri og Katelin Parsons ritari.
Aðrir eru meðstjórnendur. Stjórnin hélt þrjá form lega fundi á árinu en auk þess
fóru samskipti fram með tölvupósti.
Meginverkefni félagsins er að gefa út Són – tímarit um óðfræði, og er þetta
tólfta heftið sem út kemur. Stjórnin sótti um útgáfu styrk til mennta málaráð herra
og fékk 100.000 kr. upp í prent kostnað tímaritsins. Félagið er einnig bakhjarl
Braga – óðfræðivefs í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Þá stendur félagið fyrir málþingum og einstökum fyrirlestrum.
Föstudaginn 25. apríl flutti Birna Bjarnadóttir, dósent í íslenskum bók-
menntum við Manitoba-háskóla í Winnipeg, fyrirlestur á vegum félagsins í hús-
næði Esperanto sambandsins, en hún hefur rann sakað fagur fræði í íslenskum
nútíma bókmenntum um árabil. Yfir skrift framsögu Birnu var „ISOLARIO: fyrir-
lestur um ljóða gerð Guð bergs Bergs sonar“.