Gripla - 01.01.2001, Síða 188
186
GRIPLA
Páls í Selárdal — eða á hinn bóginn, er dæmt eða mál leitt til lykta eftir göml-
um norrænum lögum? Tilvitnanir dóma með rökstuðningi í Gamla testamentið
segja hér lítið því að lögbækumar gömlu, Grágás, Jámsíða og síðar Jónsbók
eru undir töluverðum áhrifum frá ritningunni eins og best sést þegar ritningar-
staðir Gamla testamentisins um fjölkynngi eru bomir saman við ákvæði Jóns-
bókar. Ég sé ekki að doktorsefni hafi leitt hugann að þessuin samanburði á
málfari dóma og Character bestiæ. Það má að vísu segja henni hafi verið vor-
kunn, þar sem útgáfa á Character bestiæ er því miður ófullnægjandi og ekki
hægt að leggja hana til grundvallar, en eins og kunnugt er kom ritið út 1976.
Við útgáfuna var notað hdr. JS 606 4to sem skrifað var í Amey á Breiðafirði
1771, en eldra hdr., Lbs 242 4to sem skrifað var í Svefneyjum 1753 var ekki
notað. Með því að bera saman prentuðu útgáfuna við þetta handrit og leiðrétta
mislestra hefði verið unnt að fá brúklegt vinnueintak af riti Páls. í þessu sam-
bandi sakna ég þess að doktorsefni hefur hvergi reynt að kanna hve mikla
útbreiðslu rit af þessu tagi náðu. Hve margir skyldu hafa lesið rit Páls í Selár-
dal þegar hann var upp á sitt besta? Eða rit Daða Jónssonar? Eru þetta rit sem
aðeins þekkjast í örfáum eða einu handriti eða em þau aðeins þekkt í handrit-
um frá þeim svæðum þar sem flestir voru dæmdir á bálið?
Doktorsefni hefur víða aflað sér fanga um galdramál erlendis og dregur
saman helstu niðurstöður þeirra í 2. kafla ritgerðar sinnar. Sá galli er aftur á
móti á þessari samantekt að um er að ræða alkunnar rannsóknir og í allmörg-
um tilvikum hefði verið nóg að vísa til þeirra. Sums staðar hafa slæðst með
skekkjur og ónákvæmni þar sem greinilegt er að doktorsefni hefur tekið upp
frásögn erlendra fræðimanna án þess að íhuga eða gæta nánar að staðreyndum
hvers máls. Á bls. 27-28 segir t.d.:
Undirrót þeirra atburða sem áttu sér stað má rekja til djöflakenninga
kaþólsku kirkjunnar sem ná allt aftur til upphafs tíundu aldar og birtast
meðal annars í Canon Episcopi, þekktri kirkjutilskipun frá þeim tíma
... Þar er meðal annars talað um hópa kvenna sem „ímyndi sér rang-
lega“ að þær ríði í stórum flokkum á ýmsum kvikindum um nætur, yfir
lönd og ekrur, í fylgd Díönu eða Herdísar (Herodias).
Ef litið er fyrst á það sem doktorsefni kallar Canon episcopi, öðru nafni
Capitulum episcopi, þá vaknar sú spuming, hvort rétt sé, eins og tekið er fram
neðanmáls, að Regino af Priim ábóti hafi fyrstur gert textann opinberan. Hér
hlýtur eitthvað að vera málum blandið, því að það sem nefnt hefur Capitula
episcoparum (ekki „episcopi") er safn fyrirmæla biskupa í hinu foma Franka-