Gripla - 01.01.2001, Page 197
II
RÆÐA BO ALMQVISTS
1
Brennuöldin er falleg bók — að ytra frágangi mjög ólík þeim ljótu doktors-
ritum sem ég og samtímamenn mínir þurftum að láta frá okkur fara. Þetta er
einnig sérstakt rit út frá mörgum sjónarmiðum. Meðal annars er þetta, ef mér
skilst rétt, í fyrsta skipti sem lagt er fram rit til doktorsvamar samkvæmt nýrri
reglugerð sem heimspekideild hefur sett um doktorsnám.
Eins og nú gengur og gerist í þjóðfræðum er sérstakt, að doktorsefnið ein-
blínir ekki á nútímann. Hún hefur haft þor til þess að skrifa um fomt efni og
skilið að það hafi þýðingu fyrir nútímann. Ritið er því í anda þeirrar rann-
sóknarhefðar sem var efst á baugi hjá mörgum ágætum brautryðjendum í
þjóðfræðum í Norðurlöndum fram að miðri 20. öld og er, sem betur fer, ekki
enn undir lok liðin. Heldur skulum við vona að hún eigi eftir að eflast og þró-
ast á þessari öld.
Mikla dirfsku hefur lfka þurft til þess að taka í fang eins stórt efni og hér
hefur verið gert, nú á dögum þegar efni í doktorsritum em farin að vera æ
minni og ómerkilegri. Slíka dirfsku hefur enginn sýnt síðan sá mikli þjóðfræð-
ingur Ólafur Davíðsson, sem fórst voveiflega fyrir nærri því hundrað ámm.
Þegar svona stórt verk er tekið fyrir frá jafn mörgum sjónarhomum og hér er
gert er ekki von að allt verði jafngott. Enda eru fæstir dómbærir um allt sem
kemur málinu við. Fyrir mitt leyti ætla ég helst að athuga það sem kemur
þjóðfræði við. En fyrst fáein orð um önnur efni.
Ég hef ekki sérstaklega lagt mig eftir að leita að prentvillum, ónákvæmni
í tilvitnunum og þess kyns. Það sem ég hef veitt eftirtekt af því tagi er sjaldn-
ast þess konar að gæti haft vemlegan misskilning í för með sér. Þar sem ég er
Svíi hneykslast ég þó á ‘0’-inu sem notað er á blaðsíðu 396 í titli á doktorsriti
mínu, Norrön niddiktning. Slík ‘0’ eru ekki til í sænsku — ekki einu sinni í
orðinu norrön! Einnig hefur dönskukunnátta doktorsefnis villt um fyrir henni
á bls. 400 í sambandi við rit Einars Ólafs Sveinssonar frá 1965, sem sagt er
standa í „Tidskrift för nordisk Folkemindesforskning“. Rétt er Tidskrift för
nordisk folkminnesforskning eins og rit Einars Ólafs frá 1946 er skráð rétti-
lega, fjómm línum ofar. Villa sem ef til vill má rekja til of hraðs lestrar fremur
en vankunnáttu í sænsku máli er á bls. 66 og efst á bls. 67, þar sem sagt er: „til