Fréttablaðið - 11.03.2016, Síða 2

Fréttablaðið - 11.03.2016, Síða 2
Veður Hátíð í bæ hjá hönnuðum Suðvestan 13-20 m/s á morgun og él, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hægari, suðlægari og minnkandi úrkoma seinnipartinn og um kvöldið. Hiti um og undir frost- marki. Sjá Síðu 30 Samfélag Snædís Rán Hjartardóttir segist enn bíða eftir breytingum eftir að hún vann mál sitt gegn ríkinu sem hún höfðaði vegna þess að Sam­ skiptamiðstöð heyrn ar lausra og heyrnar skertra synjaði henni um end ur gjalds lausa túlkaþjón ustu. Þar að auki segir Snædís að félag fólks með samþætta sjón­ og heyrnar­ skerðingu, Fjóla, hafi verið sniðgeng­ ið af ráðuneytinu við drög að breyt­ ingum á reglugerð um miðstöðina. „Síðan dómurinn féll hef ég verið að bíða eftir breytingum en þær láta ekki sjá sig, að vísu eru til drög að breytingum á reglugerð um Sam­ skiptamiðstöð fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta en þau virðast ekki taka á grunnvandanum og voru auk þess ekki samin í samráði við hags­ munafélagið mitt,“ segir Snædís. Að sögn Snædísar fengu þau ekki að vita af málinu fyrr en frestur til að senda inn umsagnir var runninn út. Þá hafi upplýsingarnar komið frá Félagi heyrnarlausra en ekki ráðu­ neytinu sjálfu. „Við fengum samt á endanum að segja eitthvað um þetta. Af hverju gleymdist að láta Fjólu vita þrátt fyrir að um helsta hagsmunafélag fólks með samþætta sjón­og heyrnar­ skerðingu sé að ræða? Þessi fáfræði sýnir fram á þörfina fyrir auknum skilningi á sérstöðu og hagsmunum þessa fólks,“ segir Snædís Rán. Ásamt systur sinni, Áslaugu Ýri, kvikmyndagerðarkonunni Söndru Helgadóttur og Guðnýju Katrínu Ein­ arsdóttur, ráðgjafa hjá Fjólu, safnar Snædís fyrir gerð heimildarmyndar á Karolina Fund. Með myndinni ætla þær að fræða bæði stjórnvöld og almenning um stöðu fólks með þessa tegund fötlunar. Guðný Katrín segist upplifa í sínu starfi almenna vanþekkingu á mál­ efnum fólks með samþætta sjón­ og heyrnarskerðingu. „Það ríkir líka van­ þekking hjá ríkinu gagnvart því mikil­ væga starfi sem fer fram hjá Fjólu. Til dæmis lækkaði árlegur styrkur ríkis­ ins til félagsins úr 1.500.000 í fyrra, niður í 395.000 krónur í ár. Fyrir lítið félag er það mikill niðurskurður,“ segir Guðný Katrín Einarsdóttir.  kristjanabjorg@frettabladid.is Telur Fjólu sniðgengna af fáfróðum í ráðuneyti Snædís Rán Hjartardóttir er ósátt við vinnubrögð mennta- og menningarmála- ráðuneytis. Snædís segir ráðuneytið hafa sniðgengið Félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Hún bíði breytinga eftir dóm um túlkaþjónustu. Snædís Rán Hjartardóttir segist enn ekki hafa orðið vör við viðeigandi breytingar eftir sigur gegn ríkinu í dómsmáli um túlkaþjónustu. Mynd/Stöð 2 Af hverju gleymdist að láta Fjólu vita þrátt fyrir að um helsta hagsmunafélag fólks með samþætta sjón- og heyrnar- skerðingu sé að ræða? Þessi fáfræði sýnir fram á þörfina fyrir auknum skilningi á sérstöðu og hagsmunum þessa fólks. Snædís Rán Hjartardóttir Sakamál Maður, sem játað hefur að hafa stungið félaga sinn í bakið við Sæmundargötu aðfaranótt sunnudags, verður í gæsluvarðhaldi til 6. apríl. Hæstiréttur kvað upp dóm um þetta í gær og sneri þar við úrskurði Héraðs­ dóms Reykjavíkur. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að maðurinn, sem ráðist var á, hafi verið með stungusár neðarlega á baki. Stung­ an hafi valdið rispu á lunga og farið djúpt inn í lifrina. Maðurinn hafi verið í lífshættu þegar hann kom á slysadeild og honum sé enn haldið sofandi. Þar kemur einnig fram að menn­ irnir tveir hafi, ásamt fleira fólki, verið staddir heima hjá þeim, sem framdi árásina. Þeim hafi sinnast eftir að sá, sem fyrir árásinni varð, tók mynd af rassi kærustu hins kærða. – gb Í gæsluvarðhald eftir hnífsstungu Erlingur Gísla- son leikari er látinn, 82 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu 8. mars. Erlingur var leikari og leikstjóri hjá Þjóðleik- húsinu, í leikhópnum Grímu og Leikfélagi Reykjavíkur og fór með fjölda hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Erlingur var einn stofnenda Leikklúbbsins Grímu árið 1961. Hann var formaður Leikara- félags Þjóðleikhússins 1967-69 og Félags íslenskra leikstjóra 1975-77 og 1979-81. Fyrri eiginkona hans var Katrín Guðjónsdóttir. Synir þeirra eru Guðjón og Friðrik. Seinni eiginkona Erlings var Brynja Benediktsdóttir. Sonur þeirra er Benedikt. Erlingur Gíslason látinn ESB Seðlabanki Evrópusambands­ ins lækkaði í gær vexti sína niður í ekki neitt til þess að örva hagvöxt á evrusvæðinu. Stýrivextir verða núll prósent og innlánsvextir mínus 0,4 prósent. Auk þess ákvað bankinn að verja meira fé til skuldabréfakaupa. Bank­ inn hefur notað 60 milljarða evra á mánuði til þessa, en næsta árið hið minnsta verða það 80 milljarðar. Þá mun bankinn grípa til annarra aðgerða til að örva hagvöxtinn. Við­ brögð markaða í gær urðu þau að hlutabréf á evrusvæðinu lækkuðu í verði en evran hækkaði. Bankinn reiknar með því að verð­ bólga á evrusvæðinu verði aðeins 0,1 prósent á þessu ári, en hækki í 1,3 prósent á næsta ári. – gb Stýrivaxtalaust á evrusvæðinu HönnunarMars var settur í Hafnarhúsinu í gær. Hátíðin er haldin í áttunda sinn og eru um hundrað viðburðir á dagskrá víða um Reykjavík. Hátíðinni er ætlað að undirstrika að hönnun sé atvinnugrein sem gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum. FRéttablaðið/anton bRink 1 1 . m a r S 2 0 1 6 f Ö S T u D a g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 1 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 B C -1 9 0 C 1 8 B C -1 7 D 0 1 8 B C -1 6 9 4 1 8 B C -1 5 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.