Fréttablaðið - 11.03.2016, Síða 19

Fréttablaðið - 11.03.2016, Síða 19
Stutt og skemmtileg erindi um fjölbreytt efni: Loftslagsmýtur, bindingu kolefnis, geislavirkni, snjallvæðingu, orkuskipti, auðlindagarð, heilsueflingu með jarðhitavatni, fráveituþvott, blágrænar regnvatnslausnir, jarðvarmavinnslu, jónaskipti og ummyndarsteindir, heitt vatn, kalt vatn, orku og umhverfi. Fyrir þá sem komast ekki verður dagskránni streymt á or.is. Léttur morgunverður í boði kl. 8.10 – Allir velkomnir allan daginn Nánari upplýsingar og skráning á or.is Fylgstu með okkur á Twitter – #orsamband Í húsi Orkuveitunnar mánudaginn 14. mars 2016 kl. 8.30–16.00 Vísindadagur OR Fræðsludagur fyrir alla HVÍTA H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6– 08 29 visir.is Viðtalið má hlusta á í lengri útgáfu á Vísi, í hlaðvarpinu Föstudagsviðtalið. sem ég var ekki að gera það sem ég var beðin um að gera. En ef þú hefur sannfæringu fyrir því að eitthvert ákveðið atriði sé rétt þá er allt í lagi að vera ósammála. Þeir eru ekki óvinir mínir fyrir því. Ég verð bara þola það.“ Unnur brosir. Ekki gert það sem þér var sagt að gera? „Það er ætlast til af manni að maður fylgi ákveðinni línu í ýmsum málum. Ég gerði það ekki í síðustu Icesave-atkvæðagreiðslu. Við erum þarna á ákveðnum sameiginlegum forsendum sem er grunnstefna flokks- ins. Við ræðum málin inni í þing- flokknum. Þar gerir maður grein fyrir afstöðu sinni. Maður hleypur ekki í fjölmiðla og hraunar yfir ráðherra sinn. Það er bara almenn kurteisi að gera það ekki.“ Fannst þér gengið fram hjá þér þegar Bjarni leitaði út fyrir þingflokkinn og fékk Ólöfu Nordal til að vera innanrík- isráðherra? „Já. Ég get ekki neitað því. Á móti kemur að Ólöf er frábær ráð- herra og stendur sig vel. Við vinnum náið saman.“ Jafnrétti gengur í báðar áttir Unnur hefur lagt fram frumvarp um að lagt verði niður svokallað hús- mæðraorlof. „Jafnrétti er afskaplega mikilvægt. En það verður þá að ganga í báðar áttir. Það gengur ekki að konur eigi að fá aukin réttindi, við verðum líka að vera tilbúnar að gefa eftir þar sem við höfum notið forréttinda. Lögin um húsmæðraorlof eru eitt dæmi. Sögulega kom þetta til því að konur voru heimavinnandi og nutu ekki réttinda til að fara í orlof. Nú eru tímarnir breyttir, konur eru á vinnu- markaði og hafa sömu réttindi og karl- menn. Þá er tímaskekkja að það sé til fyrirkomulag eins og húsmæðraorlof Mér finnst það einfaldlega rangt.“ En meðan hallar enn á konur, er þá ekki allt í lagi að við njótum ein- hverra forréttinda? „Nei. Við verðum að ganga á undan með góðu fordæmi. Þetta eru ekki háar fjárhæðir. Þetta er prinsippmál. Ætlum við að hafa jafn- rétti? Þá verður það að ganga í báðar áttir. Það er bara þannig.“ Forsjármál séu annað dæmi þar sem konur hafi meiri réttindi en karlar. „Við verðum að sjá að það séu hagsmunir barna að bæði kynin komi að uppeldi barna. Við verðum að vera tilbúin að gefa eftir á þessu sviði. Það er erfitt, við vitum það.“ Hvað með kynjakvóta? Það er ömurlegt að þurfa að fara þessa leið, hallærislegt og leiðinlegt, en stundum nauðsynlegt.“ Klippingin stuðaði Unnur segir það hafa hamlað sér að vissu leyti vera kona í stjórnmálum og nefnir dæmi. „Maður ákveður að láta það ekki á sig fá og halda áfram. T.d. þegar ég klippti á mér hárið, þá fór ég og hélt ræðu í þinginu. Ég er sem sagt með svona rakað í hliðunum. Ég hélt frábæra ræðu og á eftir hringdi og hringdi síminn. Þá var verið að kvarta yfir klippingunni, en ekkert verið að ræða það sem ég hafði verið að segja. Fólki, eldri sjálfstæðismönnum, fannst þetta ekki konservatívt – að vera ekki eins og Margaret Thatcher í útliti,“ segir hún og bætir við: „Ég vil hafa frelsi til að vera eins og ég vil.“ Þú ert óhrædd við að prófa nýja hluti? „Það er svo leiðinlegt að vera alltaf í kassa. Ég var þannig í minni pólitík, meira að hugsa um minn frama og vera inni í kassanum. Það er leiðinlegt. Þú ferð að tala eins og aðrir vilja, og ert lík- legri til að fá að vera inn í aðalklíkunni, fá embætti, en þá ertu ekki þú sjálfur og þá líður þér ekkert vel. Ef maður segir það sem manni finnst og heldur sig við prinsippin þá eru manni allir vegir færir. Það besta er að fólk er stundum smá hrætt við mann.“ Unnur hlær. Hún segist ekki geta hugsað sér að vera í stjórnmálum alla ævi. „Á þessu ári er ég búin að vera atvinnustjórnmálamaður í tíu ár og mér finnst það svakalega langur tími. En ég mun bjóða mig fram fyrir næstu kosningar. Svo sjáum við til. Það er hvorki hollt fyrir þig né kjósendur að sitja alla ævi.“ Unnur Brá segir gríðarlega mikilvægt að flóttafólk þurfi ekki að bíða í áraraðir eftir að fá úrlausn sinna mála. FréttaBlaðið/Ernir f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 19f Ö S t U D A G U r 1 1 . m A r S 2 0 1 6 1 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 B C -3 1 B C 1 8 B C -3 0 8 0 1 8 B C -2 F 4 4 1 8 B C -2 E 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.