Fréttablaðið - 11.03.2016, Síða 30

Fréttablaðið - 11.03.2016, Síða 30
Þessi réttur leikur við bragðlaukana. Nautakjöt með chili-berNaise og fröNskum kartöflum chili-bernaise sósa 5 eggjarauður 250 g smjör, skorið í teninga 1 msk. bernaise essence 2-3 tsk. fáfnisgras, smátt saxað Salt og nýmalaður pipar Bernaise-essence: 1 dl hvítvínsedik 8 svört piparkorn 2 tsk. fáfnisgras 3 skallottulaukar, smátt saxaðir ½ rautt chili, smátt skorið Útbúið bernaise-essence; setjið hvítvínsedik, skallottulauk, fáfnis- gras, chili og svört piparkorn í pott og sjóðið saman þar til 1 msk. af vökva er eftir. Sigtið vökv- ann, leggið til hliðar og geymið. Þeytið eggjarauður yfir vatnsbaði og bætið smjörinu smám saman við, þetta er smá handavinna en er vel þess virði. Ef skálin er of heit takið þið hana úr vatnsbað- inu og kælið, en haldið alltaf áfram að hræra. Það er mjög mikilvægt að skálin sé ekki of heit því annars eldast eggjarauðurnar. Bragðbæt- ið með bernaise-essence, salti og pipar.Gott er að saxa niður ferskt fáfnis gras og chili og sáldra yfir sósuna rétt í lokin. franskar kartöflur Bökunarkartöflur Ólífuolía Salt Skerið bökunarkartöflurnar í jafn þykka strimla og leggið í ískalt vatn í nokkrar mínútur. Þerrið kartöflurnar mjög vel og leggið í eldfast mót eða á pappírsklædda ofnplötu. Bakið við 180°C í 30-35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru gullinbrúnar. Snúið kartöflunum einu sinni til tvisvar á meðan þær eru í ofninum. Nautakjöt Ólífuolía 2 entrecôte-steikur (um 1 steik eða 200-250 g á mann) Salt og nýmalaður pipar Rósmaríngrein 1 hvítlaukur Hitið ólífuolíu á pönnu, steikið kjöt- ið við háan hita í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Kryddið til með salti og pipar. Gott er að setja rósmarín- grein og hvítlauksrif út á pönnuna rétt í lokin ásamt smjörklípu. Leyf- ið kjötinu að hvíla í 5 mínútur áður en þið berið það fram. risotto með ferskum aspas og stökku beikoni 1 msk. ólífuolía + klípa af smjöri 1 laukur 1 sellerístilkur 2 hvítlauksrif 4 dl arborio-hrísgrjón 250 g smátt skorinn aspas 8 sveppir, smátt skornir 8 dl kjúklingasoð 2 dl hvítvín Salt og pipar sælkeraveisla að hætti evu Eva Laufey Hermannsdóttir bauð upp á sannkallaða sælkeraveislu í Matargleði Evu í gær. 60-80 g parmesanostur 2 msk. smjör Ofan á: 100 g beikon 100 g aspas 100 g sveppir Hitið ólífuolíu í potti og steikið lauk, sellerí og hvítlauk í 2-3 mínút- ur. Bætið smátt söxuðum aspas og smátt söxuðum sveppum út í pott- inn og steikið, bætið því næst arbo- rio-grjónum út í og hrær- ið stöðugt. Hellið hvítvíninu saman við og leyfið því að sjóða niður, bætið næst kjúk- lingasoð- inu smám saman við og hrær- ið mjög vel á milli. Bætið parm- esanostinum og smjörinu saman við í lokin og kryddið til með salti og pipar. Steikið beikon, aspas og sveppi á pönnu þar til hráefnin eru vel stökk. Setjið risotto á disk og skreytið með stökku beikoni, aspas og sveppum. Rífið gjarnan niður meiri parmesan og stráið yfir réttinn í lokin. volg brownie með kaffiís Brownies-uppskrift: 150 g smjör 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur 2 stór egg 100 g hveiti 1 tsk. vanillusykur 2 msk. kakó 70 g hnetur/möndlur 70 súkkulaðibitar/dropar Hitið ofninn í 170°C (blástur).Bræð- ið smjör við vægan hita, saxið súkkul- aðið og bætið því við smjörið og leyf- ið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkku- laðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verð- ur létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakói saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Hell- ið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og setjið saxaðar möndlur/hnetur og súkkulaði- bita saman við með sleikju.Hell- ið deiginu í pappírs- klætt form (20x20). Bakið við 170°C í 30 mínútur. Berið strax fram og njótið. kaffiís 5 eggjarauður 10 msk. sykur 400 ml rjómi 3 msk. kaffiduft (ég notaði cappuccino duft) 150 g súkkulaði, smátt saxað 1 tsk. vanilludropar Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Hrærið léttþeyttum rjóma saman við með sleikju. Bætið kaffi- dufti, söxuðu súkkulaði og vanillu- dropum við og blandið vel saman. Hellið ísblöndunni í skál og inn í frysti í nokkrar klukkustundir. Berið fram með kökunni. Þessi blanda svíkur engan. www.moroccanoil.is Matargleði Eva Laufey Hermannsdóttir Það standast fáir heimagerða bernaise sósu. 1 1 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r8 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 1 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 B C -3 1 B C 1 8 B C -3 0 8 0 1 8 B C -2 F 4 4 1 8 B C -2 E 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.