Fréttablaðið - 11.03.2016, Síða 32

Fréttablaðið - 11.03.2016, Síða 32
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jóhann Waage| johannwaage@365.is | s. 512-5439 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is ólafur gefur sig út fyrir að vera sá lögmaður sem gerir allt hvað hann getur fyrir viðskiptavini til að ná eins hagfelldum niðurstöðum og hægt er. mynd/StefÁn „Ég rek stofuna einn og fólk geng- ur að því vísu að ég sjálfur vinni í þeirra máli og fylgi þeim eftir alla leið. Ég legg mikið upp úr persónulegri þjónustu og fag- mennsku og gef mig út fyrir að vera sá lögmaður sem gerir allt hvað hann getur fyrir viðskipta- vini til að ná eins hagfelldum nið- urstöðum og hægt er hverju sinni ,“ segir Ólafur Karl Eyjólfsson, héraðsdómslögmaður og eigandi ÓK lögmanna. ÓK lögmenn er eina lögmanns- stofan í Grafarvogi en stofan er staðsett í gömlu áburðarverk- smiðjuhúsunum í Gufunesi. Ólaf- ur Karl setti stofuna á fót árið 2012 og er Íslenska gámafélag- ið hans stærsti viðskiptavin- ur. Hann fæst þó við ólík mál af öllum stærðum. „Íslenska gámafélagið er stór- fyrirtæki á íslenskan mælikvarða og ég vann hjá því sem lögfræð- ingur í mörg ár áður en ég setti á fót mína eigin stofu. Ég hef meðal annars unnið að útboðsmálum og opinberum innkaupum fyrir Gámafélagið en það eru mikil- væg mál bæði fyrir fyrirtæki og fyrir almenning þar sem útboðs- mál stýra notkun á opinberu fé og stuðla að hagræðingu í rekstri hins opinbera.“ Samningar við bankana „Ég hef fengist við fjölbreytt mál fyrir einstaklinga svo sem gerð erfðaskrár, kaupmála, fasteigna- gallamál og fleira. Fyrirferðar- mestu málin hjá mér eru þó ekki þau sýnilegustu en það eru samn- ingamál við banka fyrir einstak- linga. Það má ná samningum við banka á ýmsan hátt þegar fólk er að endurskipuleggja sín fjármál. Ég hef náð ágætum árangri í slík- um málum. Oft eru miklir hags- munir í húfi og fasteignir fólks gjarnan undir í slíkum samning- um. Bankarnir eru orðnir mun samningsfúsari en þeir voru áður.“ Vöktun á ISO-stöðlum „Ég hef verið að bjóða upp á nýja þjónustu sem felur í sér vöktun á ISO-stöðlum. Hún felur í sér að gerð er lagaleg úttekt, einu sinni til tvisvar á ári á ISO-stöðlum hjá fyrirtækjum sem eru ISO-vott- uð. Þetta getur verið mjög prakt- ískt fyrir þá sem hafa slíka vott- un, en mikilvægt er að staðlarnir séu í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Eftir vinnu mína hjá Íslenska gámafélaginu er ég kom- inn með ákveðna sérþekkingu í þessum málum og mun bjóða upp á þessa þjónustu til annarra fyrir- tækja á næstu misserum.“ Spennandi mál í Hæstarétti „Fram undan er spennandi mál í Hæstarétti sem ég flutti sjálfur í héraði, sem varðar virðisauka- skatt. Niðurstaða þess máls kann að hafa gríðarlega mikil áhrif á at- vinnulífið á Íslandi en málið varð- ar heimild til innsköttunar,“ segir Ólafur. „Málið snýst um að þegar verið er að stunda viðskipti og borga reikninga sem bera virð- isaukaskatt þarf sá sem ætlar að borga og innskatta vaskinn sjálf- ur að kanna hvort útgefandi reikn- ingsins sé með opið virðisauka- númer eða ekki. Fara þarf inn á síðu ríkisskattstjóra og inn á virð- isaukaskrá, fletta upp kennitölu og sjá hvort virðisaukanúmerið er opið. Ef það er ekki opið hefur greiðandinn ekki heimild til að inn- skatta. Með þessu fyrirkomulagi, fái það að standa, er eftirlitsskyld- an kominn til fyritækja og skatta- yfirvöld að gera í raun kröfu á að atvinnulífið sinni skatteftirliti. Málið verður flutt í næstu viku og vonandi snýr Hæstiréttur niður- stöðu héraðsdóms við.“ Persónuleg og fagleg þjónusta Ólafur Karl Eyjólfsson á og rekur lögmannsstofuna ÓK lögmenn. Hann segist leggja mikið upp úr því að veita persónulega þjónustu og vill að viðskiptavinir hans geti treyst því að hann sjálfur vinni mál þeirra frá upphafi til enda. Hann fæst við allar tegundir mála. ally mcbeal hafði áhrif á margar ungar konur þegar þær völdu sér háskólanám. Þóra Hallgrímsdóttir, lögfræð- ingur og kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík, útskrif- aðist sumarið 2000. „Á þeim tíma var hlutfall karla og kvenna svip- að,“ segir hún. „Hlutfall kvenna í laganámi hafði þá verið að aukast jafnt og þétt,“ segir Þóra. Þegar hún er spurð hvort sjónvarps- þættir á borð við Ally McBeal, The Practice og Boston Legal og kvikmyndin Legally Blonde sem sýndu glæsilega kvenlögfræðinga hafi haft áhrif á íslenskar konur, svarar hún: „Hlutfall kvenna eykst mikið á árunum 1990-2000 eins og gerðist með háskólanám almennt. Mér þætti ekki ólík- legt að þessir þættir hafi haft já- kvæð áhrif á konur varðandi lög- fræði. Ally McBeal sýndi auðvit- að konu sem lögfræðing, kannski svolítið taugaveiklaða, en óneit- anlega er þar einhver birtingar- mynd sem hefur áhrif. Mín kyn- slóð ólst frekar upp við karlæga mynd af lögfræðingum – Matlock og aðra gamla karla,“ segir Þóra. Þættirnir um Ally McBeal voru sýndir á árunum 1997-2002 og kvikmyndin Legally Blonde var frumsýnd 2001. „Ally McBeal hafði örugglega einhver áhrif,“ segir Þóra sem sjálf var fyrst á báðum áttum hvort hún ætti að velja íslensku eða lögfræði. „Mér fannst takt- ískara að fara í laganám, maður fengi að minnsta kosti tiltekin starfsréttindi út úr því námi. Ég hafði mjög gaman af náminu, að minnsta kosti þegar fór að líða á það. Námið veitir fjölbreytta möguleika í starfsvali.“ Þóra segir að um helming- ur nemenda í laganámi í HR séu konur. „Lögfræðingum hefur fjölgað mjög mikið á síðastlin- um 15 árum. Núna eru fleiri há- skólar sem bjóða upp á laganám og samfara því fjölgar nemend- um. Það er hægt að nýta þessa menntun á margan hátt. Þeim, sem hafa sótt réttindi til að flytja mál, hefur líka fjölgað mikið en jafnframt eru aðrir lögmenn sem sinna annars konar störfum. At- vinnuleysistölur hjá lögfræðing- um sáust ekki þegar ég var að út- skrifast en það hafa verið dæmi um þær á undanförnum árum. Það var gríðarlega mikill áhugi á þessu námi eftir hrunið en hefur aðeins dregið úr því. Háskóli Ís- lands hefur til dæmis tekið upp inntökupróf í deildina.“ Þegar Þóra er spurð hvort fjölgun kvenna í stéttinni hafi verið til góðs, er hún fljót að svara. „Já, alveg tvímælalaust. Það eru ekki nema 15 ár frá því ég útskrifaðist en þá var ég oft í samskiptum við konu sem var númer átta í röðinni til að út- skrifast. Það er heldur ekkert langt síðan Guðrún Erlends- dóttir varð fyrst kvenna til að verða hæstaréttardómari. Þær konur sem ná því að komast í gegnum glerþakið hvetja okkur hinar til dáða og ryðja brautina.“ elin@365.is  ally mcbeal hafði áhrif á lagadeildina Mikil fjölgun kvenna hefur orðið í lagadeildum háskólanna. Má nefna að í Háskóla Íslands voru 254 karlar skráðir í laganám í haust og 320 konur. Margir telja að sjónvarpsþættir þar sem kvenlögfræðingar eru í aðalhlutverkum hafi orðið mörgum konum hvatning til laganáms. Það er jákvætt, segir Þóra Hallgrímsdóttir. Dæmi um brautskráningu úr laganámi í Háskóla Íslands Árið 1990 28 karlar og 14 konur, samtals 42 Árið 1991 24 karlar og 17 konur, samtals 41 Árið 2013 37 karlar og 39 konur, samtals 76 Árið 2014 36 karlar og 39 konur, samtals 75 Árið 2015 34 karlar og 55 konur samtals 89 Þóra Hallgrímsdóttir lögfræðingur segir að það hafi tvímælalaust verið mjög til góðs að konum hafi fjölgað mikið í lögmannastétt. mynd/StefÁn lögfræðiStofUr Kynningarblað 11. mars 20162 1 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 B C -1 D F C 1 8 B C -1 C C 0 1 8 B C -1 B 8 4 1 8 B C -1 A 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.