Fréttablaðið - 11.03.2016, Síða 34

Fréttablaðið - 11.03.2016, Síða 34
1 John Cleese. Grínistinn úr-hin-um óborganlega Monty Pyt-hon hópi er með gráðu í lög- fræði frá Cambridge. Hann hefur þó aldrei starfað sem lögfræðingur. 2 Gerard Butler. Leikar- inn góðkunni starfaði sem lærlingur á lögfræði- stofu í Edin- borg í nokkur ár en var rekinn. Hann segir menntunina þó hafa hjálpað sér í þau ófáu skipti þegar hann hefur sjálfur komist í kast við lögin. 3 Jerry Sprin-ger. Spjallþátta- stjórnand- inn víðfrægi útskrifaðist með lögfræ- ðigráðu frá North- western árið 1968. Hann starfaði við kosningabaráttu Roberts Ken- nedy og fór síðar að vinna hjá lög- fræðistofu í Cincinnati. 4 Rebel Wilson. Gamanleik-konan bráðfyndna útskrifað-ist með BA-gráðu í lögfræði frá háskólanum í New South Wales áður en hún lagði leiklistina fyrir sig. Hún hefur sagt að námið hafi hjálpað sér í upphafi leiklistarfer- ilsins enda hafi hún sjálf séð um ýmsa samningagerð. 5 Michelle Obama. Forsetafrú-in vinsæla er lögfræðingur líkt og maður hennar Barack Obama. Hún stunaði nám bæði við Princeton og Harvard. 6 Amal Clo-oney. Lögfræðing- urinn fagri sem fang- aði hug hjar- taknúsarans George Clooney. Hún sérhæfir sig í alþjóðalög- um og mannréttindum, en meðal skjólstæðinga hennar er Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, og fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, Júlía Tímósjenkó. 7 Fidel Castro. Ein- ræðisherra Kúbu fékk lögfræði- réttindi árið 19 5 0 ef t i r nám við háskól- ann í Havana. Hann átti um tíma sína eigin lögfræði- stofu, Azpiazo, Castro & Resende. 8 Gandhi. Mannréttinda-baráttu maðurinn lærði lög-fræði í London, fékk réttindi árið 1891 og sneri þá aftur til Ind- lands þar sem hann starfaði sem lögfræðingur í Bombay. Hann komst þó fljótlega að því að starf- ið átti ekki við hann. 9 Nelson Mandela. Frelsishetj-an Mandela átti, ásamt Oliver Tambo, fyrstu lögfræðiskrif- stofuna í Suður-Afríku sem skipuð var svörtum lögfræðingum. Skrif- stofunni í Jóhannesarborg hefur nú verið breytt í safn. 10 Andrea Bocelli. Söngv-arinn stundaði lögfræði-nám við háskólann í Písa á Ítalíu. Til að fjármagna námið söng hann á ítölskum píanóbör- um. Hann útskrifaðist um miðjan níunda áratuginn og starfaði sem lögfræðingur í ár áður en hann ákvað að helga líf sitt tónlistinni. Inkasso Löginnheimta er líkt og nafnið gefur til kynna innheimtu- félag sem sinnir lögfræðilegri inn- heimtu fyrir viðskiptavini sína. Félagið hefur verið í örum vexti síðastliðin tvö ár en á síðasta ári tvöfaldaðist fjöldi starfsmanna fé- lagins ásamt því að mikil aukning varð í hópi nýrra viðskiptavina að sögn Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, forstöðumanns hjá Inkasso Löginn- heimtu. „Í dag starfa hjá Inkasso Löginnheimtu sex lögfræðingar ásamt innheimtufulltrúum sem búa yfir áralangri reynslu í innheimtu vanskilakrafna og bjóða upp á víð- tæka þjónustu sem því tengist. Við- skiptavinir okkar eru því í góðum höndum.“ Inkasso Löginnheimta er í nánu samstarfi við Inkasso en þann- ig bjóða fyrirtækin viðskiptavin- um sínum upp á heildarlausn í inn- heimtumálum sínum. „Starfsfólk In- kasso Löginnheimtu sinnir ýmiss konar málum fyrir einstaklinga, fyrirtæki, húsfélög, sveitarfélög og fjöldann allan af stofnunum víðs- vegar um landið auk þess að bjóða upp á innheimtu erlendra krafna.“ Góð þekking til staðar Þegar kröfur eru komnar í van- skil geta kröfuhafar leitað ákveð- inna lögbundinna leiða til þess að fá kröfur sínar efndar að sögn Sunnu. „Kröfurnar koma oftast til okkar í löginnheimtu að lokinni frum- eða milliinnheimtu. Við leggjum mikla áherslu á að upplýsa kröfuhafa okkar hvaða skref sé best að stíga varðandi sértækar innheimtuað- gerðir en mismunandi nálgun getur hentað hverju sinni.“ Með sértækum innheimtuaðgerð- um er átt við lögfræðileg úrræði á sviði réttarfarslaga sem beitt er við innheimtuna að sögn Sunnu. „Þau úrræði geta verið útgáfa stefnu sem er upphaf málareksturs fyrir dóm- stólum, birting greiðsluáskorunar með stoð í lögum um aðför og nauð- ungarsölu og síðan gjaldþrot.“ Að mörgu er að huga í þessum málum að sögn Sunnu en starfsfólk Inkasso Löginnheimtu hefur yfir- gripsmikla þekkingu á innheimtu- úrræðum. „Það er ekki síður mik- ilvægt að starfsfólk okkar hefur skilning á mikilvægi góðs viðskipta- sambands kröfuhafa og greiðanda sem getur oft haft áhrif á nálgun í innheimtu.“ Fjölbreytt mál Inkasso Löginnheimta sinnir bæði einföldum og flóknari innheimtu- málum. „Þó er ekki nauðsyn- legt að kröfur hafi farið í gegn- um áðurnefnt frum- eða milliinn- heimtuferli áður en þær koma inn á borð til okkar því að við mynd- um byrja á að senda út lögbundna innheimtuviðvörun áður en krafa yrði innheimt með atbeina dóm- stóla eða sýslumanns.“ Auðvelt er að nálgast inn- heimtufulltrúa eða lögfræðinga Inkasso Löginnheimtu til að fá ráðgjöf varðandi innheimtumál sem er viðskiptavinum að kostnað- arlausu. Hægt er að hringja í þjón- ustuver í s. 520-4040, senda tölvu- póst á loginnheimta@inkasso.is eða koma við á skrifstofu Inkasso Löginnheimtu að Hlíðasmára 4 í Kópavogi. Lögfræðimenntun kemur sér vel víða Lögfræðin virðist nýtast fólki í hinum ólíkustu viðfangsefnum lífsins. Þannig er ótölulegur fjöldi stjórnmálamanna með lögfræðimenntun en löglært fólk má finna í öllum kimum samfélagsins eins og sjá má í þessari upptalningu á frægum einstaklingum sem allir námu lögfræði. Starfsfólk Inkasso Löginnheimtu, f.v.: Ingunn Hilmarsdóttir, Sunna Elvira Þorkelsdóttir forstöðumaður Inkasso Löginnheimtu, Hafey Björg Pétursdóttir, Andrea Valdimarsdóttir, Örn Viggósson, Íris Gunnarsdóttir og Ingólfur Kristinn Magnússon, framkvæmdastjóri Inkasso Löginnheimtu. MYND/ERNIR Áralöng reynsla í innheimtulausnum Undanfarin tvö ár hefur Inkasso Löginnheimta vaxið hratt. Félagið sinnir lögfræðilegri innheimtu í nánu samstarfi við Inkasso og getur fyrir vikið boðið viðskiptavinum upp á heildarlausnir í innheimtumálum, hvort sem um er að ræða einföld eða flókin innheimtumál. LÖGfRæðIStofuR Kynningarblað 11. mars 20164 1 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 B C -2 2 E C 1 8 B C -2 1 B 0 1 8 B C -2 0 7 4 1 8 B C -1 F 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.