Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR4. JANÚAR 2008 Helgarblað DV 'k Guðrún Möller og eiginmað- ur hennar Ólafur Arnason tóku ný- lega við rekstri Snyrtiakademíunnar í Hjallabrekku í Kópavogi. Kolbrún Pálína Helgadóttir leit inn hjá Guð- rúnu og fékk að sjá hvernig þessari glæsilegu konu gengur að stýra þess- um stóra og áhugaverða skóla. Guðrúnu þekkja margir en hún er ein þeirra sem hafa borið titilinn ungfrú Island. Einnig hefur Guðrún flogið með Qölda landsmanna á milli landa en hún hefur starfað sem flug- freyja til margra ára. Eiginn atvinnurekstur Það hafði blundað í þeim hjón- um að skoða möguleikana á því að fara í eiginn atvinnurekstur og var þeim meðal annars bent á þetta til- tekna fýrirtæki. Eftir að hafa skoðað allar þær upplýsingar sem þau gátu ákváðu þau að láta slag standa og keyptu reksturinn í septembermán- uði á síðasta ári. Þetta er þó ekki alveg frumraun þeirra í rekstri því íyrir nokkrum árum ráku þau hjónin verslun. Guð- rún segir þá reynslu hafa kennt sér mikið. „Það er heilmikill skóli að reka eigið fyrirtæki og ég reyni að nýta fýrri reynslu til góða og einnig það sem má varast," segir Guðrún. Þar sem Guðrún hefur ekki starfað á sambærilegum vettfangi áður lék blaðamanni forvitni á að vita hvort þetta hafi verið eins og hún átti von á eða hvort fagið hefði komið henni á óvart. „Iá, þetta hefur komið mér á óvart að því leyti að þetta er meira umfang og stærra í sniðum en ég hélt. Það hafa komið gestir til mín í Snyrtiakademíuna sem hafa ekki starfað í snyrti-og förðunargeiranum og eftir að ég hef farið með þá í skoð- unarferð um fyrirtækið þá yfirleitt fæ ég „ekki vissi ég að þetta væri svona mikið"" Nýlega kvaddi Guðrún sitt gamla starf sem hefur átt hug hennar allan lengi vel, en ung að aldri hóf Guð- rún að starfa sem flugfreyja. Þrátt fyrir nokkur hlé sem hún hefur tek- ið til barneigna og búsetu erlendis á Guðrún nú 15 ára starfsferil að baki í háloftunum. Ætíi það sé ekki erf- itt að kveðja þennan spennandi og skemmtilega vettvang? „Ætli maður geti nokkurn tímann kvatt háloftin? Það er nefnilega þannig með þetta starf að það er eins og maður sé með bakteríu sem ekki vill fara. Ég hef reyndar mikinn áhuga á flugi og flug- vélum og yfirleitt ef ég heyri í flugvél lít ég upp til að athuga hvort ég þekki kannski einhvern sem er þar á vappi. Ég ber mikla virðingu fýrir flugvél- um, þetta eru ótrúleg tæki, og því fólki sem vinnur í og við þær. En nú er það Snyrtiakademían sem ræður ferðinni en ég þarf öðru hverju að ferðast til útíanda vegna vinnunnar, þannig mun ég áfram fá útrás fyrir áhuga minn á flugvélum." Alluraldur f Snyrtiakademíunni eru nem- endur á öllum aldri enda er mikið í boði. „Það er hægt að fara í 14 vikna tísku- og ljósmyndaförðunarnám, læra allt um naglaásetningar í Na- glaskóla Professionails, nám í snyrti- fræði í Snyrtiskólanum og núna í janúar hefst kennsla í Fótaaðgerða- skólanum en þetta er í fyrsta sinn sem fótaaðgerðaffæði er kennd á ís- landi. Að auki erum við með ýmiss konar námskeið tengd þessum skól- um. Það er alltaf að aukast að hóp- ar kvenna taki sig saman og óski eftir sérsniðnum námskeiðum hjá okkur í förðun og um umhirðu húðarinn- ar svo eitthvað sé nefnt." Það verður æ algengara að konur á öllum aldri mennti sig eða styrki þá menntun sem þær þegar hafa að sögn Guð- rúnar. „Hingað koma konur á öll- um aldri og úr öllum stigum þjóð- félagsins. Sumar eru að breyta um starfsvettvang, aðrar að afla sér meiri þekkingar á sínu sviði og margar hverjar að láta gamlan draum ræt- ast. Við höfum einnig fengið til okk- ar herramenn í skólana sem er hið besta mál. Hingað eru allir velkomn- ir," segir Guðrún. Þar sem margt ólíkt er í boði í skólanum er vissulega mis- jafnt eftir því í hvaða nám þú vilt skrá þig hvaða undanfara þú þarfnast til að komast inn í skólann. „Ef þú hef- ur áhuga á að skrá þig í nám í Snyrti- Guðrún Möller venti kvæði sínu í kross þegar hún hætti störfum sem flugfreyja og tók við rekstri Snyrtiakademíu. skólanum eða Fótaaðgerðaskólan- um þarftu að vera búin með ákveðna undanfara og eru allar upplýsing- ar um slíkt veittar í Snyrtiakademí- unni. Ef þú hefur áhuga á að koma í Naglaskólann eða Förðunarskól- ann myndi ég segja að áhugi, vilji og metnaður væri góður grunnur. Ann- ars bjóðum við alla áhugasama vel- komna til okkar í Hjallabrekkuna til að skoða aðstæður og spyrjast fyrir um það nám sem viðkomandi hefur áhuga á," segir Guðrún. Mörg tækifæri Þegar nýir einstaklingar taka við rekstri fylgja þeim oft nýjar áhersl- ur og ferskar hugmyndir. Er eitthvað sérstakt sem Guðrún og Ólafur ætía að einbeita sér að á næstunni? „Fram undan er opnun Fótaaðgerðaskól- ans sem er mjög spennandi. Einn- ig erum við að skoða möguleikana á fjölbreyttari námskeiðum og renna styrkari stoðum undir reksturinn. Heildverslunin Hjölur er ein ein- ing Snyrtiakademíunnar og þar sjá- um við mörg tækifæri til vaxtar. Það er tiltölulega stutt síðan við komum inn í reksturinn svo við erum ennþá að kynna okkur starfsemina til hlít- ar. Við erum með spennandi fram- tíðarsýn fyrir Snyrtiakademíuna sem við hlökkum til að takast á við." Þau hjónin eru auðheyrilega samheldin og ætía sér að hlúa vel að þessu nýja verkefni sínu. Þau vinna þó ekki sam- an á hverjum degi þrátt fyrir að vera saman í þessu. „Við eigum fyrirtæk- ið saman en við vinnum ekki saman. Maðurinn minn er stjórnarformaður fyrirtækisins en hann er í fullri vinnu annars staðar. Ég neita því hins veg- ar ekki að við ræðum nokkuð oft um vinnuna á kvöldin þegar ró er komin á heima. Sú samvinna gengur bara ágætlega hjá okkur því við erum frek- ar ólfk og því náum við oft að ræða hlutina ffá ólíkum sjónarhornum." Stór fjölskylda Það er auðheyrt að það er meira en nóg að gera hjá Guðrúnu og Ólafi með nýja fyrirtækið en blaðamað- ur veit að þau hjónin eiga stóra fjöl- skyldu og leikur því forvitni á að vita hvernig gengur að sameina rekstur- inn og heimilishald. „Börnin okkar fjögur eru á aldrinum sex til tuttugu ára og eru þau dugleg að passa hvert annað og hjálpast að þegar við erum ekki heima. En allt hefst þetta með samvinnu og skipulagningu og við leggjum áherslu á að eyða tíma með börnunum. Yfirleitt reynum við að skiptast á að koma „snemma" heim. Einnig erum við heppin að því leyti að mamma mín kemur sterk inn," segir Guðrún. Þegar þau hjónin eru ekki í vinnunni hafa þau samt sem áður í nógu að snúast, Guðrún seg- ist aðallega verja tíma í þvottahús- inu eða vera á fullu á ryksugunni. „Þegar, fjölskyldan samanstendur af sex manneskjum, einum hundi og tveimur kisum þarf að bretta upp ermarnar." Einnig á fjölskyld- an mikið af skemmtilegum áhuga- málum sem hún gefur sér tíma til að sinna. „Við fjölskyldan erum á kafi í hestamennsku og höfum afskap- lega gaman af. Það er óhætt að segja að hestamennskan sé lífsstíll og frábært fjölskyldusport. Stelpurn- ar okkar eru duglegar að keppa og hafa náð frábærum árangri aukþess sem við förum í hestaferðir á sumr- in. Einnig erum við hjónin í göngu- hópi, „Gengið", og förum í fjögurra til fimm daga fjallgöngu á hverju ári. Mér finnst alveg dásamlegt að vera úti í náttúrunni í öllum veðrum og vindum í góðra vina hópi. Ferðalög til útlanda heilla alltaf og langar mig til að ferðast til framandi staða þeg- ar ég verð stór," segir þessi ævintýra- kona. Auglýsi eftir þjálfara Arið 1982 var Guðrún valin feg- ursta stúlka landsins og hefur hún starfað töluvert við fyrirstætustörf síðan þá. Hún er þekkt fyrir rauða hárið sitt, glæsileika og mikla út- geislun. Nútímakonur í dag þiggja alltaf góð ráð til að halda sér í formi, lumar þessi glæsilega kona á nokkr- um slíkum? „Við skulum orða það þannig að ég lýsi hér með eftir ein- hverjum sem treystir sér í að koma mér í fantaform! Ég hef lítinn sem ENGAN tíma, afsökun númer eitt, en ég hef átt það til að byrja í hinu og þessu en ekki náð að koma ein- hverri líkamsrækt inn í planið und- anfarin ár. En það er eitt af því sem ég vil og verð að bæta úr á nýju ári. Annars held ég að nútímakonan verði að finna og gefa sér tíma fyr- ir sjálfa sig. Nota svo þann dýrmæta tíma til að gera það sem fær hana til að líða vel því að ég er sannfærð um að þegar konu líður vel og er hamingjusöm þarf afskaplega lít- ið í viðbót til að hressa upp á útlit- ið, útgeislun hefur mjög mikið með útlit að gera að mínu mati. Að lok- um langar mig að deila með ykkur einu góðu ráði, þannig er að ég frétti einu sinni af góðri aðferð til að losa sig við eitthvað sem angrar mann. Maður skrifar það niður á blað, rífur svo blaðið og hendir því! Ég á það til að vera svolítið langrækin svo þetta hentar mér ágætíega þegar listinn er orðinn langur. Svo jafnast ekkert á við það að ná sér í eina bók úr ser- íu Rauðu ástarsagnanna af og til og gleyma sér í ævintýralegum lýsing- arorðum og senum. „Sólin skein á gylltu bringuhárin", „karlmennskan skein úr augum hans" og svo fram- vegis," segir þessi duglega kona sem er stútfull af útgeislun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.