Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Page 24
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR 24 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 Helgarblað DV Jeep CHRYSLER \X/ BÍL^ÖFUR BIFREIÐAVERKSTÆÐI SODGE Smiöjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Minnistöflur Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 FOSFOSER MEMORY Valið faeðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi BlgBloct HPI Savage X 4,6 fjarstýrður torfœru trukkur. Öflugasta útgáfan til þessa. Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is r KATRÍN SlGURÐARDÓTTl FfT PILATES ROPE YOGA í BAÐHÚSINU BRAUTARHOLTI 20 MORGUN. HÁDEGIS OG KVÖLD- TÍMAR. LEIÐBEINANDl ER KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR ROPEYOGA OG Hathayogakennarj. UPPLYSINGAROG SKRÁNING í SÍMA 821-1399 www.kata.is v___________________ - HINIILIÐIN Margfaldur íslands- meistari í siglingum BALTASAR KORMÁKUR FRUMSÝNDI NÝJASTA LEIKRIT SITT, IVANOFF, í ÞJÓÐLEIKHÚSINU FYRIR SKEMMSTU OG VINNUR NÚ HÖRÐUM HÖNDUM AÐ ÞVÍ AÐ KLÁRA AÐ VINNA BÍÓMYNDINA BRÚÐGUMANN SEM FRUMSÝND VERÐUR UM MIÐJAN JANÚAR. Nafa og aldur? „Baltasar Kormákur, fjörutíu og eins árs." Atvinna? „Leikari, leikstjóri og kvik- myndaframleiðandi." Hjúskaparstaða? „Giftur Lilju Pálmadóttur." Fjöldi barna? „Fimm stykki" Hefur þú komist í kast við lögin? „Já, margoft, sérstaklega í lok m'unda áratugarins. Þá var ég góðvinur lögreglunnar en gerði aldrei neitt alvar- legt af mér, ég var bara með drykkjulæti." Hver er uppáhaldsflíkin þín ogafhverju? „Ætli það séu ekki bara Timb- erland-skórnir mínir sem er hægt að nota við öll tækifæri. Þeir eru meira að segja góðir við jakkaföt." Hefur þú farið í megrun? „Já, ég grennti mig síðasta vor um tíu Idló á einum mánuði. Það var fyrir hlutverk í bíómynd en svo var henni reyndar frestað." Trúir þú á framhaldslíf? „Já, já, ég er staddur í einu núna." Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég er reyndar með mjög breiðan tónlistarsmekk o j hef aldrei skammast mín fyrir það. Ég datt aldrei nógu mikið inn í diskóið til að geta skammast mín fyrir að hafa hlustað á lögin sem voru vinsælust þá en ætli það sé samt ekki lagið Sometimes You Got to Fight to Be a Man með Kenny Rogers sem er frekar vandræðalegt í endurliti." Til hvers hlakkar þú núna? „Til morgundagsins." Afrekvikunnar? „Ég las það nú einhvers staðar í vikunni að ég hefði dansað uppi á borðum með heilbrigðisráðherra. Við dönsuðum ekki einu sinni við hvor annan en það er afrek að geta dansað uppi á borðum með heilbrigðisráðherra sérstaklega þegar maður gerði það ekki. Það myndi því bæði vera lygasaga og afrekvikunnar." Styður þú ríkisstjómina? „Já, heilshugar." Hvað er mikilvægast í lífinu? „Að hætta aldrei að leita að hamingjunni. Að gefast ekki upp á að leita að henni þó oft sé erfitt að finna hana." Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ég hef nú hitt svo marga fræga og alltaf orðið fyrir vonbrigðum með þá. Mig langaði reyndar að hitta Ingmar Bergman þegar hann átti stutt eftír en fékk ekld tækifæri tíl þess áður en hann lést." Ertu með tattú? „Það fer eftir því hvemig litíð er á málið en ég er með tattú á sálinni." Eru fatafellur að þínu mati listamenn? „Fatafellur geta verið listamenn en strippdans er ekJd listviðburður." Ert þú með einhverja leynda hæfileika? „Já, ég er ábyggilega meiri íþróttamaður en flestír vita. Ég var meðal annars margfaldur fslandsmeistari í siglingum." Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Af sjálfu sér." Hverjum líkist þú mest? „Öllum börnunum mínum." Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Núna er það Flatey þar sem ég tók upp mynd í sumar. Það er ofboðslega fallegur staður." Hvað er fram undan? „Að fr umsýna bíómyndina Brúðgumann, sem var einmitt tekin í Flatey." MVNDASi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.