Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008
Helgarblað DV
„í ÞESSU EINA
MÁLI BRÁST
VILHJÁLMUR
OKKUR"
Djörn Ingi Hrafnsson
ídýtur að sjá eftir sam-
starfinu við okkur, því
nú er hann áhrifalaus í ósamstæðum
meirihluta. Grundvallarspurningin
er sú af hverju hann sleit meirihlutan-
um. Hann var ekld eingöngu að slíta
út af þessu hálfa ári sem okkur greindi
á um hvenær ætti að selja Reykjavik
Energy Invest. Það liggur meira undir.
Það gerðu margir mistök í þessu máli
en sú skýring að þetta hafi snúist um
örfáa mánuði heldur ekki vatni," seg-
ir Þorbjörg Helga Vigfusdóttir, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um
stærsta fréttamál seinasta árs þegar
meirihluti Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks sprakk.
Það var áhugi á skólamálum sem
varð til þess að Þorbjörg Helga sneri
sér að pólitík. Hún lærði námssál-
fræði og komst fljótlega að því að hún
næði aðeins áhrifum með þátttöku í
stjórnmálum. „Ég var með eldri son
minn í bandarískum leikskóla og síð-
an ffönskum. Þannig kynntist ég ólík-
um kerfum og áhugi vaknaði á því að
vinna að þeim málum heima á íslandi.
Ég lærði um skólakerfi og var með
mjög mótaðar og ákveðnar skoðanir
á því hverju þyrfti að breyta heima á
íslandi. Ég komst fljótlega að því að ég
fengi engu framgengt nema að vera
þátttakandi í pólitík og ég tók slag-
inn. Ég hafði ekki verið flokksbundin
en las stefnuskrár allra flokkanna og
komst fljótiega að því að Sjálfstæðis-
flokkurinn var með þá stefnu sem féll
best að mínum hugmyndum. Ég trúi
á einstaklingsframtakið og gekk því
til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Ég fór í
pólitík vegna hugmynda til að sjá þær
hugmyndir rætast."
Á lista Sjálfstæðisflokks
Árið 2002 þáði Þorbjörg Helga 16.
sætið á lista Sjálfstæðisflokksins og
varð virkurþátttakandi íborgarstjórn-
arflokknum.
„Björn Bjamason var þá leiðtogi
okkar. Hann vildi ffá upphafi stækka
þann hóp sem kom að borgarstjórn-
armálunum með því að kalla vara-
menn til reglulegra funda. Ég naut
þess að starfa í þessum hópi og tók
þátt í þessu af lífi og sál. Þannig var ég
vel undirbúin þegar kom að prófkjöri
fýrir kosningarnar árið 2006. Ég náði
sjötta sætinu í prófkjöri og var ánægð
með þá niðurstöðu."
Meirihlutinn var myndaður á
mettíma vorið 2006 þegar Björn
Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson náðu saman. Frjálslyndi
flokkurinn hafði talið sig eiga aðild að
meirihlutanum vissa en skyndilega
var orðinn til annar meirihluti.
„Þetta gerðist allt mjög snöggt.
Okkur var einfaldlega tilkynnt að
það væri nýr meirihluti í burðarliðn-
um. Við vorum öll ánægð með að
vera komin í meirihluta en gerðum
athugasemdir við að Framsóknar-
flokkurinn fengi heldur mikið í sinn
hlut. En þessi hlutföll breyttust smám
saman í rétta átt enda komst Bjöm
Ingi ekki yfir það einn að sinna öÚum
þeim verkefnum sem tfl féllu."
Þorbjörg Helga segir að samstarf-
ið innan meirihlutans hafi fljótlega
gengið vel. Skoðanaskipti voru góð og
samstaða um flest mál.
„Björn Ingi lagði á það áherslu ffá
upphafi að við væmm öll vinir fyrst og
síðan samstarfsmenn. Fljótiega varð
meirihlutinn eins og vel smurð vél og
skoðanaskipti okkar í milli vom góð
og talað var út um málin," segir hún.
Mönnunarvandi í skólakerfinu
Þorbjörg Helga beitti sér fýrst og
ffemst fýrir skólamálum og var skip-
uð formaður leikskólaráðs.
„Reykjavíkurborg stendur frammi
fyrir viðvarandi mönnunarvanda. Ég
lagði áherslu á að fjölga einkareknum
skólum þar sem sveigjanleiki er meiri
og mönnunarvandræði ekki eins mik-
il. Þá vildi ég ákvarða laun kennara út
frá hagsmunum Reykjavíkurborgar
því borgin getur til dæmis ekki keppt
um húsnæðiskostnað lengur við önn-
ur sveitarfélög. Ég vil líka skoða kjör
kennara með hæfni að leiðarljósi. Ég
tel að það komi kennurum til góða að
metin sé hæfrii þeirra tfl verka í stað
þess að fólk komist í efsta þrep launa-
stigans án þess að þar skipti máli ár-
angur. Skoðun mín er sú að úrelt sé
að hækka alltaf kennaralaunin jafnt
á línuna og því nauðsynlegt að fara
nýjar leiðir í þeim efnum. Það eru líka
úrræði í núverandi kjarasamningum.
Leikskólaráð tók einróma ákvörðun
um að taka upp svolkallaðar TV ein-
ingar fýrr en áætlað var en það mál
náði ekki ffam að ganga í borgar-
ráði, því miður. Mér er þetta minnis-
stætt því ég var að berjast í þessu þeg-
ar REI-málið kom upp. Daginn sem
stjómarfundurinn í Orkuveitunni var
og okkur var sagt að í raun stæðum
við ffammi fyrir orðnum hlut stóð ég
upp klökk og benti á að þær breyting-
ar sem ég hafði lagt til með launakerfi
kennara kostuðu 40 milljónir á ári en
þarna hefðum við átt að afgreiða án
umræðu mál sem var að verðmæti
ríflega 20 milljarðar króna. Þama var
ekki verið að fýlgja hugmyndafræði
og að mínu mati var forgangsröð-
in líka skökk. Mér finnst það dapur-
legt að fólk telur hugmyndaffæði ekki
vera eins mikilvæga í sveitarstjórn og
í landsmálum. Þvert á móti er enn
mikilvægara, þó það sé erfitt, að fylgja
hugmyndafræðinni í stað þess að láta
stöðugt undan þrýstingi frá foreldr-
um, húsbyggjendum, nágrönnum
eða verktökum. I þeim málaflokkum
sem koma tfl kasta sveitarstjórna er
mikilvægt að fulltrúar spyrni við fót-
um en láti ekki stöðugt undan með því
að fallast á sérhagsmuni. Það er mikill
þrýstingur á fulltrúum í borgarstjóm
og erfitt að standast hann. En ég er í
pólitík til þess að láta gott af mér leiða
almennt séð en ekki til þess að standa
í fyrirgreiðslupólitík sem á að vera lið-
in tt'ð. Ég þarf ekki að starfa í stjóm-
málum en geri það vegna þess að ég
hef brennandi þörf tfl að sjá hugsjónir
mínar rætast."
Kokkteill og REI
Samstarf innan meirihlutans hafði
gengið vel í hálft annað ár. Þótt nokk-
uð örlaði á því að oddvitamir væm
ráðandi vom samskiptin almennt
góð. Þorbjörg Helga hafði ekki ff emur
en aðrir hugmyndaflug í að sjá fýrir þá
atburðarás sem var í vændum haust-
ið 2007.
„Á borgarstjórnarfundi 2. október
var okkur í meirihlutanum sagt að
við ættum að mæta á áríðandi fund
í Stöðvarstjórahúsinu klukkan sex.
Við fengum ekki að vita tilefnið. Þeg-
ar þangað kom vom veitingar og vín
á boðstólum. Vilhjálmur og Bjöm Ingi
tilkynntu okkur síðan að samræður
hefðu átt sér stað undanfarna 10 daga
varðandi sammna Geysis Green En-
ergy og Reykjavik Energy Invest. Þetta
kom mjög flatt upp á okkur öll. Við
vörpuðum ffam ótal spurningum og
það magnaðist upp reiði. Við gerð-
um okkur grein fýrir að þama var á
ferð rosalega stórt mál sem stríddi
gegn hugmyndafræði okkar. Þá vom í
málinu fjöldi atríða sem þurftu miklu
meiri yfirlegu af okkar hálfu en svo að
þau yrðu afgreidd þetta kvöld."
Samkoman í Stöðvarstjórahúsinu
reyndist ekki sá fagnaðarfundur sem
oddvitar flokkanna höfðu vonast tfl.
Þar voru mættir Vilhjálmur, Bjöm Ingi
og Óskar Bergsson varaborgarftflltrúi.
Sexmenningamir í Sjálfstæðisflokkn-
um vom mjög ósáttir.
„Upplýsingamar sem við fengum
vom af skornum skammti. Við gátum
ekld fengið verðmat á Geysi Green eða
hverjir áttu sum félögin sem þarna
komu við sögu. Ég hafði setið í stjóm
Orkuveitunnar kjörtímabilið á und-
an og þekkti vel tfl mála. Við Júlíus
Vífill Ingvarsson kröfðumst þess sér-
staklega að fá ítarleg töluleg gögn en
ekki var hægt að leggja þau ffam. Það
vakti þó athygli mína að Bjöm Ingi
virtist hafa aflar tölur um mflljarðana
á hraðbergi en Vilhjálmur ekki. Björn
Ingi var alltaf þremur skrefum á und-
an í þessu máli. Spurt var hvort eitt-
hvað skítugt væri á ferðinni en odd-
vitamir sögðu svo ekki vera. Síðar átti
eftir að koma á daginn að fjöldi ein-
staklinga átti að fá stóra kaupréttar-
samninga en við vorum ekki látin vita
af því. Fundurinn endaði í ósætti og
við kröfðumst þess að fá fund daginn
eftir þar sem öll gögn yrðu lögð fram."
„Við vildum fresta stjórnarfundi
Orkuveitunnar þar sem taka átti
ákvörðun um samrunann. Oddvit-
arnir sögðu slíkt ekki ganga upp og
vísuðu til þess að FL Group og bank-
amir væm í Kauphöllinni og upp-
Iýsingamar viðkvæmar og að Björn
Ingi væri á leið til Hong Kong. Okk-
ur var gerð grein fyrir því að við hefð-
um ekkert um þetta að segja þar sem
Orkuveitan lyti sjálfstæðri stjórn en
við væmm borgarfulltrúar. Kannski
var það barnaskapur af okkur að trúa
því. Margir telja reyndar að þessi asi
hafi snúist um fjárhagsvandræði FL
Group en á fundi félagsins í London
átti að leggja fram upplýsingar um
þetta fjárfestingarævintýri sem vænt-
anlega átti að yfirskyggja vandræði fé-
lagsins."
Mistök oddvita
Daginn eftir var boðað tU fundar
innan meirihlutans þar sem átti að
leggja fram gleggri upplýsingar um
sammnann.
„Við upplifðum það ekki þannig
að við væmm að fara gegn Vilhjálmi,
enda kom slíkt aldrei til greina. Við
litum á okkur sem einn hóp þótt ljóst
væri að þeir Bjöm Ingi höfðu ekki haft
okkur með í ráðum. Fyrir lá að það
vom ákveðin mistök oddvitans okkar
að við höfðum aldrei rætt málin inn-
an borgarstjómarfiokks Sjálfstæðis-
flokksins.
„Guðmundur Þóroddsson, for-