Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 Sport DV Knattspyrnumaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading á Englandi, kallar ekki allt ömmu sína. Heiðarlegur en harður í horn að taka og hefur styrkt sig sem knattspyrnumaður jafnt og þétt allan ferilinn. Brynjar hefur leikið sem atvinnumaður í rúm tíu ár auk þess sem hann hefur 57 landsleiki undir belti. Hér ræðir hann við DV um lífið hjá Reading, erfiðasta andstæðinginn og markmiðin sem atvinnumaður. Brynjar Björn Gunnarsson leikur sem atvinnumaður hjá enska úrvalsdeildarliðinu Reading. Brynjar hefur spilað í þremur efstu deildum Englands og hann er þakklátur fyrir það að hafa fengið tækifæri til að spila á meðal þeirra allra bestu. Upphaflega fór hann til Noregs og lék í Skandinavíu í þrjú ár áður en hann hélt í „Mekka" knattspyrnunnar. Brynjar nýtur hverrar mínútutu á vellinum og stefnir að því að klára ferilinn með sæmd. Brynjar verður 33 ára á árinu. DV ræðir hér við hann um lífið hjá Reading og upplifunina af því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Baráttumaður Brynjar Björn er þekktur fyr- ir að leika af mikill hörku og er alls ekki óvanur því að vera spjaldaður. í leik gegn West Ham á dögunum fékk hann rautt spjald fyrir svokall- aða tveggja fóta tæklingu. Fyrir vik- ið fékk hann þriggja leikja bann sem hann er afplánar nú um stundir. „Það var náttúrlega leiðinlegt þar sem ég missi af þremur leikjum. En þetta getur víst gerst og það verður að taka á því. Það er kannski heppni að það eru margir leikir í gangi núna og þetta bann tekur fljótt af. Ég get svo sem alveg skilið þennan brottrekstur þar sem mikil umfjöllum er um það í fjölmiðlum og innan stéttarinnar að útrýma slíkum tæklingum. Því er ekki að neita að fyrir svona fjórum til sex vikum hefði ég kannski komist upp með þetta en dómararnir eru að setja línu og reyna að vera samkvæmir sjálfum sér." Erfitt á öðru tímabili Reading spilaði vel á síðustu leik- tíð og endaði í áttunda sæti. Sá ár- angur var vonum framar hjá óreyndu liði sem var að koma upp í úrvals- deildina. Núverandi ár hefur hins vegar ekki verið eins mikill dans á rósum en liðið er sem stendur í 13. sæti. Englendingar kalla þetta „Sec- ond season syndrome" og eiga þar með við að lið sem standa sig vel á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeild- inni eiga gjarnan í vandræðum á því næsta. Brynjar er ekki frá því að slíkt hrjái liðið nú um stundir. „Þetta ger- ist bara, liðið hefur ekki breyst mik- ið en mörg önnur lið á borð við West Ham og Portsmouth eru búin að styrkja sig mikið. Steve Coppel hefur lagt mikið upp úr því að halda þeim leikmönnum sem eru fyrir hjá liðinu og telur að með því megi skapa stöðugleika. Við höfum ekki bætt við okkur miklu af mönnum. Fyrir vikið hefur verið auðveldara að ná upp stemningu hjá liðinu og ef ég ætti að giska á eitthvað þá held ég að við endum í svona 11.-13. sæti. Þar erum við búnir að vera hálft tímabilið. Markmiðið hjá okkur er náttúrlega að halda okkur uppi. Hvort sem það er í 16. sæti eða eitthvað annað, efvið náum að halda okkur uppi er það mjög gott. Helsti munurinn á liðinu okkar núna og í fýrra er helst sá að hinn liðin vita nú betur af okkar styrk. Auk þess er aðeins minna spennandi fyrir alla að spila í úrvalsdeildinni á öðru ári og kannski eru menn búnir að slaka á um 2-3 prósent en það getur skipt sköpum á milli þess að tapa og vinna." Leikur meira en í fyrra Brynjar hefur leikið mun meira á núverandi leiktímabili en hann gerði í fýrra. Tækifærunum fjölgaði eftir að miðjumaðurinn Steve Sidwell hélt á brott til Chelsea og Brynjar nýtur þess til fullnustu. „Ég er þegar búinn að spila töluvert fleiri leiki á þessu tímabili heldur en ég gerði allt tíma- bilið í fyrra og það gerir lífið hérna allt mun léttara. Ég er svona þokkalega sáttur við frammistöðuna en ef eitthvað er hefði ég viljað vera búinn að spila bet- ur. Það er hins vegar alltaf þannig að það er erfitt að spila betur en liðið er að gera í heild og mér, líkt og liðinu, hefur gengið illa að ná stöðugleika." Lífið í Reading Reading er voðalega vinalegur klúbbur. Áhorfendurnir eru kannski ekki jafnheitir eins og þeir voru í kringum Stoke og Nottingham Forrest því þar var meginþorri stuðningsmanna úr verkamanna- stéttinni. Félagið hefur aldrei verið í efstu deild og það eru ekki miklar væntingar gerðar til liðsins ef miðað er við mörg önnur félög. Það er hins vegar að breytast og við finnum alveg fyrir því að fólkið gerir nú meiri kröfu á það að við förum ofar í deildina í ljósi þess hversu vel við stóðum okkur í fyrra. Ég flnn svo sem ekki fýrir neinum óánægjuröddum en fólk er alltaf að miða við það sem við gerðum í fyrra. Þannig er það bara og við þurfum að lifa við það að fólk vill alltaf meira," segir Brynjar. Steve Coppell er framkvæmda- stjóri Reading og Brynjar segir að hann sé allajafna pollrólegur. „Hann er lítið að æsa sig þótt hann geti vel lagt áherslu á orð sín, en í kringum æfingasvæðið er hann frekar léttur á því." Brynjar hefur jafnan spilað með íslendingum í þeim liðum sem hann hefur verið hjá í Englandi. „Það er mjög þægilegt að hafa einhvern einn sem maður getur haft innan handar þegar maður er að spila. Við fvar erum mikið saman og erum alltaf saman í herbergi þegar við spilum útileiki. ívar er fínn herbergisfélagi. Ég slekk á sjónvarpinu upp úr níu og fvar er sofnaður korteri seinna. Maður verður að passa upp á hann," segir Brynjar í léttum tóni. Verður skrítið að vakna í vinnuna Brynjar hefur spilað í átta ár í ensku knattspyrnunni með Watford, Nottingham Forrest og Stoke. „Það hentar mér mjög vel að spila í ensku knattspyrnunni. Það er gerð krafa SKsfs iWHW— um að þú leggir þig hundrað prósent fram og ég geri það. Það tók mig að vísu hálft tímabil að komast inn í menninguna, bæði innan sem utan vallar. Lífið er ótrúlega þægilegt að mestu leyti og mér líkar lífið í Englandi mjög vel. Óneitanlega er ferillinn farinn að styttast í annan endann. Það verður ábyggilega skrítið að koma heim og fara að vakna í vinnuna klukkan sjö á morgnana. Eins og er bý ég í lokuðu samfélagi með mönnum sem maður gerir allt með. Þú eyðir öllum dögum með þessum strákum en það er mjög gott fyrir okkur hérna, við búum allir á sama svæðinu sem býr til góðan liðsanda. Ég er mest í samskiptum við fvar og Stephen Hunt en við höfum spilað nokkuð lengi saman. Ég veit ekki hvenær ég mun hætta, en allt tekur þetta enda og ég á eitt og hálft ár eftir af samningi mínum. Ég hyggst klára hann og eft- ir það mun ég meta stöðuna. Ég hef ekkert rætt við Coppel um framtíð mína, hann er lítið í því að ræða við menn. Hann vill bara að menn mæti á æfingar og leggi sig fram. Honum finnst sennilega þægilegast að ræða sem minnst við leikmenn og vill að við sjáum um okkur sjálfir," segir Brynjar. Gerrard og Ronaldo Brynjar hefur spilað í þremur efstu deildum Englands og hann segir að það hafl verið mikil áskorun að spila í úrvalsdeildinni á meðal þeirra bestu. „Það var mikil áskorun að spila í efstu deildinni. Ég var bú- inn að vera að spila í neðri deildun- um og það var voðalega auðvelt að segja að maður gæti spilað á með- al þeirra bestu fýrir fimm árum. Nú er ég hins vegar búinn að gera það og búinn að sanna það fýrir sjálf- um mér að ég átti fullt erindi í deild- ina sem er fullnægjandi á ákveðinn hátt. Að fá þetta tækifæri var alveg frábært. Minn fyrsti leikur var gegn Middlesbrough í fýrra og í rauninni allt tímabilið í fyrra var ævintýri lík- ast. Tilfinningin við það að kljást við þá allra bestu er mjög skemmtileg. Maður vill standa sig sem allra best á móti bestu leikmönnunum. Stóru leikirnir á móti Arsenal, Liverpool og Manchester United eru sérstakir og ef maður stendur sig í þeim leikjum fær maður mikið út úr því. Ef ég ætti að nefna einhverja leikmenn sem erfiðast er að eiga við eru það Steven Gerrard í Liverpool og Ronaldo í Manchester United. Gerrard hleypur út um allt og verst og sækir á víxl. Ef hann spilar vel spilar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.