Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 20. APRlL 2007 Helgarblaö DV U msjó n : D ó r i D N A N etfan g : d o r i @ d v. i s Kíktuáþessa Halo3-XBOX360 Super Mario Galaxy - nintendowíi Orange Box - xbox 360 og PS3 Call of Duty 4: Modern Warfare - XBOX3600GPS3 Bioshock - PC OG XBOX 360 Á síðu vefverslunarinnar Amazon kemur fram að í vændum sé bók byggð á tölvuleiknum Gears of Wars, sem var valinn tölvuleikur ársins á sínum tíma. Bókin heitir Gears of War: The Pendulum Wars - The Battle of Aspho Fields og er skrifuð af Steve L. Kent, en Steve þessi hefur skrifað fjöldann allan af vísindaskáldsögum. Bókin er 352 blaðsíður að lengd og gerist áður en leikurinn sjálfur gerist, en með sömu aðalpersónu, Marcus Fenix. METÁRHJÁ BRETUM Tölvuleikjaiðnaðurinn í Bretlandi í ár velti um 1,52 milljörðum sterlings- punda sem eru um 3 milljarðar dollara. Sala á tölvuleikjum jókst um 25% ( Bretlandi á árinu, en um 78 milljónir eintaka af leikjum voru seld. Um 11 milljón tölvur voru seldar á árinu, sem er 33% aukning og eru tölvuleikir 79 prósent af öllum hugbúnaði sem seldur er í landinu. Ótrúlegt dæmi. <■% 0 NINJA GAIDEN ÁDS Ninja Gaiden 2, framhald Xbox- leiksins vinsæla, kemur út í lok árs, hins vegar kemur út leikurinn Ninja Gaiden Sword á hina litlu og nettu Nintendo DS í mars. Framleiðendur leiksins segja að þrátt fyrir að leikurinn sé smár í sniðum muni hann hafa alveg sömu upplifun og fyrri Ninja Gaiden-leikir. Þessar fréttir ættu að gleðja alla DS- eigendur en Ninja Gaiden Sigma eru æðislega vandaðir og skemmtilegir leikirmeðninjuna Hayabusaí fararbroddi. Það eru tæp sex ár síðan fyrirtækið Crystal Sky Pictures tryggði sér kvikmyndaréttinn að tölvuleiknum Tekken. Nú er myndin loks að verða að raunveruleika. Leikstjórinn Dwight Little kemur til með að leikstýra henni en hann hefur unnið með mönnum á borð við Steven Seagal TEKKEN-MYNDIN LOKSAÐVERULEIKA Það var árið 2002 sem kvik- myndafyrirtækið Crystal Sky Pictures eignaði sér réttinn á því að kvikmynda tölvu- leikinn Tekken. Tekken kom íyrst út árið 1994 og var einn af fyrstu slagsmálaleikjunum sem komu út í þrívídd. Ótrúlegt þykir að kvikmyndin hafi enn ekki verið gerð eftir leikjunum þar sem vinsældir þeirra eru ótrúlegar og sagan nokkuð stórbrotin. En í leikj- unum velja menn sér bardagamann sem tekur þátt í bardagamótinu The King of The Iron Fist, en sá sem sigrar á mótinu fær að keppa við goðsögnina Heihachi Mishima, forstjóra hins illa Tekken Corp, og fær þar að auki hell- ing af peningum. Aðalpersóna leiks- ins er Kazuya Mishima, líffræðilegur sonur Heihachis sem hann afneitaði Myndin í vændum Söguþráður Tekkens er stórbrotinn. þegar Kazuya var aðeins fimm ára. Hver persóna hefur þó sínar forsend- ur fyiir að taka þátt í mótinu, og em allar nokkuð spennandi. Leikstjórinn Dwight Little hefur verið ráðinn til þess að leikstýra myndinni en hann á að baki kvikmyndir á borð við Anac- ondas: The Hunt for the Blood Orchid, Free Willy 2: The Adventure Home, sem skartaði engum öðrum en Keikó í að- alhlutverki. Little er þó bardagalistum ekki alls óvanur, en hann leikstýrði kvik- myndinni Marked For Death með Ste- ven Seagal í aðalhlutverki fyrir mörgum árum. Á seinni árum hefur leikstjórinn þó unnið að ögn virtara efni, en þar má nefna 24, Prison Break og Bones. Að sögn Little mun kvikmyndin fjalla um byltingarmann sem rís gegn hinu illa Tekken Corp með því að taka þátt í bar- dagakeppninni. Hann segir ennfrem- ur að söguþráður leiksins sé svo marg- slunginn að leikur einn verði að gera kvikmyndina. Framleiðsla mun hefjast 4. febrúar í Shreveport, Louisiana, og mun kvikmyndin verða frumsýnd árið 2009. Enn hefúr ekkert verið gefið út um hvaða leikarar muni koma fram í mynd- irini en er það hald manna að óþekktir leikarar með mikla hæfileika í bardaga- listum muni láta ljós sitt skína að þessu sinni. dori(s>dv.is INDIANA J0NES, BÍTTUIÞIG í leiknum Uncharted fara leikmenn í hlutverk fjarsjóðsveiðarans Drake, sem eltist við hina týndu gullborg E1 Dorado með sjónvarpskonu í eftirdragi. Drake er afkomandi landkönnuðarins sir Francis Drake og hefur undir höndum dagbók hans sem gefur honum ýmsar vísbendingar. Fljótlega áttar Drake sig á því að hann er ekki sá eini sem sækist eftir fjarsjóðnum, en hálfri öld áður reyndu nasistar að ná honum og nú eru óprúttnir glæpamenn búnir að fá til liðs við sig helsta keppinaut Drakes til þess að ná gullinu á undan honum. Uncharted inniheldur bestu grafík sem komið hefur á PS3 til þessa. Sumir hlutar leiksins eru ótrúlegir, eins og til dæmis þegar Drake gengur fram á ryðgaðan kafbát nasista, fastan í háum fossi á hitabeltiseyju, ótrúlegt. Uncharted: f / $ Drake's Fortune iLigLJ Ævintýraleikur PS3 TÖLVULEIKIIK Leikurinn er bæði þriðju persónu skotleikur og svo platform-leikur, þar sem maður þarf að taka þátt í svo riskí stöffi, að Short Round úr Indiana Jones 2 myndi þurfa að segja no time for love, dr. Jones 18 sinnum bara til þess að meinteina. Drake er frábær leikur, skemmtilegir og erfiðir skotbardagar sem oft geta boðið upp á spennandi atburðarás. Til dæmis lenti ég í því að verða skotfæralaus á móti 4 gæjum og alveg að deyja. Hljóp, kýldi einn, greip afsagaða haglabyssu í loftinu og skaut hina þrjá. Hæglega hefði verið hægt að sneiða framhjá helstu göllum leiksins, en leikurinn getur verið nokkuð unforgiving, eins og það heitir í tölvuleikjaheiminum. Einnig er ógeðslega leiðinlegt að óvinir í leiknum þoli jafnmikið af skotum og raun ber vitni. Leikurinn hefði verið miklu skemmtilegri ef maður þyrfti ekki að dæla sex sjö kúlum í magann á kauðunum. Þá miðar maður kannski á hausinn í staðinn, en samt pirrandi. Eitt stykki DNA bíður spenntur eftir framhaldi. DóriDNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.