Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Page 55
- PV Helgarblaö FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 55 Það bíða eflaust margar stelpurnar eftir blómyndinni Sex and the City: The movie. Stór hluti af þessu æði er fólginn í fötunum sem stelpurnar (Sex and the City klæðast og hafa vinsælustu fata- hönnuðir heims keppst um að fá að lána hönnun sína í þættina sem hafa um árabil verið mörgum skvísunum tískufyrirmynd Þessar myndir eru teknar á tökustað myndarinnar og ættu að gefa smá nasasjón af því sem koma skal. á Nafn? §§ „Bóas Hallgrímsson frá Reyðarfirði, sonur Hallgríms í- Bóassonar frá sama bæjarfélagi." K Aldur? I "27ára" Starf? „Tónlistarmaður og verkefnastjóri I mannlegum samskiptum." Stíllinn þinn? „Ég deili stil með katrínu punktur is, ruff, rugged and raw. Annars fer það aðallega eftir því hvernig ég hef það hverju sinni.Viðgetum svosem sagtaðég hafi ekki enn fundið mértiltekinn stíl, enda væri það vottur um stöðnun og ég er skíthræddur við að staðna! Ég er eiginlega aldrei með derhúfu og á enga flíspeysu." Allir ættu að,..?„...forðast stöðnun, lesa Calvino, fara I heimsókn til Hauks og fá sér kaffibolla og semja lag um vin sinn." Hvað er ómissandi að eiga? „Það er ekkert sem mér dettur i hug sem skyldueign, kannski klósett með vatnskassa! Einu sinni bilaði vatnskassinn hjá mér og i rúman mánuð sturtuðum við á heimilinu niður með því að hella vatni úr fötu í klósettið. Það var hart í ári og við höfðum ekki efni á að láta gera við það. Svo er gott að eiga allavega einn góðan vin til þess að eiga góðar stundir með." Hvað keyptir þú þér síðast? „Ég er ferlega glataður þegar kemur að tískutengdum hlutum. Ég dýrka að fara í hrein nærföt og sokka og svo finnst mér gaman að eiga hressandi hljómsveitarboli. En ég er alveg gaurinn sem fékk lánaðar buxur hjá mömmu sinni vel fram yfirfermingu og skemmi þessa fáu tískuboli sem ég á í þvotti, þetta er skelfilegt!" Hvert fórst þú síðast i ferðalag og í hvaða tilgangi? „Ég fór sfðast til Belgíu, Hollands og Frakklands til þess að leika á hljómleikum með Reykjavík! Það var rosa gaman, spiluðum í kafbátabyrgi, hústökuheimili og á fleiri spennandi stöðum. Svo fór ég líka til Stokkseyrar með foreldrum mínum, börnum og fleirum fyrir skemmstu." Perlur hér heima, náttúruperlur? „Vöðlavík er fallegasti staður sem ég hef komið á." Hvenær hefur þú það best? „Ég hef það eiginlega best þegar ég er ekki að gera neitt með Ingu minni og krökkunum, bara að teikna og svona, lesa Nytjastefnuna og gera armbeygjur og þess háttar. En svo finnst mér líka frábært að setjast með vinum minum úr Reykjavík! og eiga spjall um daginn og veginn, bara um nytjastefnuna og armbeygjur!" Ertu með einhver áform fyrir næstu daga? „Ég ætla klárlega að pússa dansskóna og búa mig undir þrettándagleði Golden Circle-vinahópsins sem fram fer á laugardaginn á Organ. Þar munu koma fram allar hressustu sveitir landsins, þetta verður alveg magnaður andskoti með sþrengingum, gjörningum og allsberu fólki! Svo er ég gríðarlega spenntur fyrir sýningu Ingu Maríu, kærustunnar minnar, sem verður opnuð í 12 tónum á næstu dögum. Þetta eralveg frábært ágrip af því sem hún hefur verið að vinna að að undanförnu, sýningin heitir Skepnur og það ætti ekki kjaftur að verða svikinn af henni, ekki kjaftur. Þetta er rosalegt!" STJÖRNUFANSÁ CHANEL-SÝNINGU Á aðventunni komu ófáar stjörnurnar saman til þess að berja línu Karls Lagerfeld augum undirformerkjum Chanel Métiers d'Art. Margar mættu þær í Chanel-klæðnaði og skörtuðu þar af leiðandi sínu fínasta enda þarf Ktið annað til en fötin sjálf þegar Chanel er annars vegar. Sýning þessi er ár hvertfyrir utan hið hefðbundna tískudagatal og er ein af fjölmörgum séreinkennum Chanel. Natalie Imbruglia virðuleg Tónlistarkonan Natalie Imbruglia tók klassíkina á þetta þegar hún mætti í klassískum Chanel-jakka á Chanel Métiers d'Art á dögunum. Fyrirsætan Yasmin Le Bon Hún er glæsileg hún Yasmin í þessum tvíhneppta jakka frá Chanel. Hin glæsilega Claudia Schiffer |j Claudia hélt vart vatni yfir nýju p fatalínunni. Það hlýtur að teljast jg gæðastimpill. Lily Allen kát að vanda Fröken Allen varfönguleg í þessum bláa kjól frá Chanel I I A I I I A r* I™ I Fatalína Karls Lagerfeld undir formerkjum Chanel Métiers d'Art vakti mikla lukku á f f 1 I II ll I I II I II m I II I I I || dögunum. Lagerfeld er í miklu stuði og segja sérfræðingarfatalínuna vera svona I 1 I II P1 Li T* I I I l1^ I L1 I “1 1“ I II nútíma Marie Antoinette í góðu blandi við Amy Winehouse. Hverju sem því nú líður ^J III f \ I 1 La, / 1 Lai I 1 I Lm La hljóta allflestir að sjá svolítil goth-einkenni á þessu öllu saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.