Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆSTÍ VIKUNNI ómsrumusia Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is BANKARNIR HÆTTA ÚTLÁNUM BANKARNIR ERU HÆTTIR AÐ LÁNA a Bankarnir draga verulega úr útlán- um og atvinnu- leysi blasir við á haustmánuðum ef ekki verða umskipti í ís- lensku viðskiptalífi, sagði í DV á mánudag. Bresk- ir fjármálaráðgjafar vara sparifjáreigendur við ís- lenskum bönkum og líkja þeim við Northern Rock, breskan banka sem rík- isvaldið varð að koma til aðstoðar vegna ijárhags- vanda á síðasta ári. Ásgeir lónsson hjá Kaupþingi segir stöðuna slæma og telur almenning ekki hafa gert sér grein fyrir hversu alvarleg hún er. HPI Savage X 4,6 fjarstýrður torfœru trukkur. Öflugasta útgáfan til þessa. MÓÐURINNIBRUGÐIÐ „Ég á ekld til orð yfir þessi vinnu- brögð," sagði Anna Guðbjörg Kristins- dóttir í DV á mið- vikudag. Hún er móðir fjögurra ára drengs sem ekið var á við Vestur- götu í Keflavík í nóvemberlok. Far- banni yfir Pólverj- anum sem grun- aður hefur verið um ódæðið var aflétt af Héraðsdómi Reykjaness á þriðju- dag. „Ég þurfti ekki á þessu að halda ofan á allar áhyggjurnar. Þetta eru ekki þær fréttir sem ég vildi fá," segir Anna Guðbjörg sem vill fá á hreint hver beri ábyrgð á dauða sonar hennar. „Eg þurftl ekkl á þcssu að halda ofan á alUr áhygKjurnar. Þctu eru ekkl hær fréttlr sem ég vlldl fá,“ seglr Anna Guöbjðrg Krlstlnsdóttlr e«lr að maöur. Inn »em er grunaður um að haU valdlö dauða Oögurra ára sonar hennar var leystur undan tarbannl. Fiaðlr hcnnar ali Urengslns, skllurokkl hvcrs vegna tnonn blðu ekkl enirsýnum sem eru I rannsókn erlendls. TVÖTALIN LÍKLEGUST BarStta haTm meíal sjsifcWltonna um hver verOt borgaratjóraetot hetrra; FLEST VEÐJA A HONNU BIRNU EÐA_ KJARTAN SSSEáS ssssares 2 Barátta er hafin inn- an Sjálf- stæðis- flokksins um hver verði borgarstjóra- efni flokksins þeg- — | ar og efVilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæð- ismanna í Reykja- vík, gefur út að hann sækist ekki eftir starfinu. Samkvæmt heimildum DV veðja flestir á að slagurinn um borgar- stjórastólinn verði milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Kjartans Magnússonar. HITTMALIÐ Katrínu Þorsteinsdóttur var hótað að lokað yrði fyrir rafmagnið ef hún borgaði ekki skuld sína við Orkuveituna. Hún skildi hvorki upp né niður í þessu enda búin að greiða alla reikninga. Mistök í banka urðu hins vegar til þess að starfsmenn Orkuveitunnar voru komnir í gang með að loka fyrir rafmagnið hjá henni vegna 300 króna dráttarvaxta sem höfðu ekki verið inn- heimtir. ,Það er afar óþægilegt að koma heim til sín og allt í einu er búið að loka og þú veist ekkert hvers ve 81 Katrín Þorsteinsdottir Fær engar tilkynningar um skuldir. Veit ekki við hverju hún á að búast. Katrínu Þorsteinsdóttur brá nokkuð þegar hún fékk símtal frá Orkuveit- unni fyrr í vikunni. Þá var henni til- kynnt að ef hún gerði ekki upp skuld- ir sínar yrði lokað fyrir rafmagnið hjá henni með tilheyrandi óþægindum og aukakostnaði. Það sem kom henni þó mest á óvart var sú staðhæfing að hún skuldaði Orkuveitunni því hún vissi sem var að hún hefði greitt alla sína reikninga. „Það hringdi í mig í gær maður frá Orkuveitunni og sagði mér að það ætti að fara að loka fyrir rafmagnið hjá mér vegna þess að ég skuldaði 300 krónur," segir Katrín Þorsteins- dóttir. Þegar hún spurði hvernig þessi skuld væri til komin voru einu upp- lýsingarnar þær að þetta væru eftir- stöðvar af gömlum reikningi. Henni var boðinn frestur fram til föstu- dags til að gera þetta upp ella myndu starfsmenn Orkuveitunnar loka fyrir rafmagnið hjá henni. Mistök bankans Þegar Katrín leitaði frekari skýr- inga hjá Orkuveitunni kom í ljós að um dráttarvexti var að ræða. Þeg- ar hún greiddi með greiðsluseðli í bankanum rukkaði bankinn ekki all- an kostnaðinn, það er reikninginn og dráttarvextina. Henni var svo sagt að ganga frá þessu sjálf og senda Orku- veitunni tilkynningu um greiðsluna. „Það er eðlilegt að upphæð- ir ásamt dráttarvöxtum komi fram í bankanum þegar maður borg- ar reikninginn. Þess vegna taldi ég mig hafa greitt allt. Þetta eru mis- tök bankans og svo á ég að ganga frá þessu sjálf," segir Katrín og furðar sig á vinnubrögðum Orkuveitunnar. Lenti í svipuðu fyrir ári Fyrir ári kom Katrín heim til sín og uppgötvaði að fbúðin hennar var án rafmagns. Hún taldi það geta ver- ið rafmagnsleysi eða að slegið hefði út öryggi. „Þegar ég fór niður til að athuga hvort ég fyndi eitthvað þar sá ég að það var búið að innsigla rafmagnstöfluna. Ég hringdi í þá og enginn kannaðist við að hafa lokað fýrir rafmagnið. Mér var tjáð að það væri eflaust ruglingur hjá mér. Það var ekki fyrr en ég hringdi í bilanir að ég fann þann sem hafði lokað." í ljós kom að Katrín hafði gleymt að greiða einn reikning. Reikning- inn greiddi hún og opnað var aft- ur fyrir rafmagnið. „Það er bara svo óþægilegt að fá enga viðvörun og ekki vera látinn vita að maður skuldi. Ég greiddi alla reikninga fyrir og eft- ir þennan eina ógreidda. Ég mundi skúja það ef maður væri með nokkra reikninga ógreidda. Þetta var voða mikið mál. Efþetta erumistökbankans áþað ekki að vera ég sem á að fylgjast með þessu því þetta eru þeirra mistök. Orkuveitan bauðst heldur ekki til þess að hafa samband við bankann og leysa þetta. Biðjast ekki afsökunar. Þetta skapar manni bara óþægindi," segir Katrín. Skoða málið „Ef þetta eru dráttarvextir á hún að borga þá," segir Eiríkur Hjálmars- son, upplýsingafulltrúi hjá Orkuveit- unni, aðpurður hvað gert sé í stöðu sem þessari. Hann segir að Orkuveit- an fylgi þó alltaf mjög skýru vinnu- lagi þegar kemur að skuldum og lokunum. Fólk er yfirleitt látið vita ef vanskil eru orðin tveggja mánaða gömul og gripið er til lokana sé skuld þriggja mánaða. „Það er nú líka oft skoðað um hvaða upphæðir er að ræða. I þessu tilviki má ekki búast við að við lok- um en auðvitað verðum við að láta vita um skuldir," segir Eiríkur en hef- ur ekki skýringu á af hverju Katrínu hafa ekki borist tilkynningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.