Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 19
PV Helgarblað FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 19 Hanna Birna Skipar2. sæti á lista og er því næsti maður á eftir Vilhjálmi. Sagan er henni hins vegar ekki hliðholl því sjaldan hefur 2. maður á lista fengið leiðtogastóiinn. Markús Örn Antonsson Var fenginn til leiðtoga- hlutverks Sjálfstæðisflokksins árið 1991. Þá sat hann ekki á lista og goggunarröðin hafði ekkert að segja. „Það eru vissulega nokkrar ættir í Sjálf- stæðisflokknum sem hafa verið mjög öfl- ugar. Það eru bæði til sterkar ættir sem eiga sögu langt aftur í tím- ann og nýlegri dæmi." ar. Víða eru dæmi í nágrannlönd- unum um að fjölskyldur hafi látið mikið að sér kveða í stjórnmálum, til að mynda í Danmörku og Bret- landi. Þar finnast dæmi um feðga og bræður sem hafa verið þing- menn og ráðherrar. í Bandaríkj- unum er líka öflugar fjölskyldur, Gore-fjölskyldan og Kennedy-ætt- in. Sennilega er ekki hægt að taka öflugra dæmi en Kennedy-ana." Mikið fyigi Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 við sam- runa íhaldsflokksins og Frjáls- lynda flokksins. Með stofnun Sjálfstæðisflokksins þá og Komm- únistaflokksins 1930, lauk nýskip- an flokkakerfisins sem staðið hafði yfir frá stofnun Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins 1915. íhalds- flokkurinn var mun stærri flokk- ur en Frjálslyndi flokkurinn, enda varð Jón Þorláksson fyrsti formað- ur Sjálfstæðisflokksins en hann hafði áður verið formaður íhalds- flokksins. íhaldsmenn höfðu lang- flestir komið úr röðum Heima- stjórnarmanna sem var flokkur Hannesar Hafstein, en frjálslynd- ir, með Sigurð Eggertz í broddi fylkingar, komu úr klofningsarmi gamla Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyf- ing landsins sem notið hefur mests fylgis og komið að landsstjórninni í 22 af þeirri 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans og veitt 15 þeirra forystu. Flokkurinn hefur lengst af haft á bilinu 37-40 prósenta fýlgi frá stofnun og kjörnir fulltrúar hans hafa látið verulega að sér kveða. Bestu kosningu fékk flokkurinn 1933, eða 48 prósent á landsvísu, og lélegustu kosningu árið 1987, eða 27 prósent. Öflugir formenn Áratug eftir stofnun flokksins féllst hann á að taka þátt í ríkis- stjórn með Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum, þjóðstjórn- inni, undir forsæti Hermanns Jón- assonar í aprílmánuði árið 1939. Miklar deilur urðu innan flokksins um myndun stjórnarinnar og þátt- töku í henni. Upp úr þjóðstjórn- arsamstarfinu slitnaði 1942 og Ólafur Thors, formaður Sjálfstæð- isflokksins, myndaði fyrstu ríkis- stjórnina undir forsæti Sjálfstæð- isflokksins. Fyrsti formaður flokksins var Jón Þorláksson, verkfræðingur og síðar borgarstjóri í Reykjavík. Ól- afur Thors tók við embættinu árið 1934. Því næst varð Bjarni Bene- diktsson formaður árin 1961-1970, þá Jóhann Hafstein til ársins 1973, næstur kom síðan Géir Hallgríms- son til 1983, þá Þorsteinn Pálsson til ársins 1991, Davíð Oddsson til 2005 og Geir H. Haarde hefur gegnt formannsembættinu allt frá því Davíð hætti. Sagan er Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, forseta borgarstjórnar, ekki hliöholl. Hún sækist eftir oddvitasæti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna þegar kemur að því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hættir enda er hún næsti maður á lista. G0GGUNARRÖÐ RÆÐURENGU Saga Sjálfstæðisflokksins sýnir að oddviti flokksins í borgarstjórn er ekki valinn eftir goggunarröð. Sú leið hefur ekki átt upp á pallborðið hjá flokknum síðustu þrjá áratugi þar sem leiðtogarnir hafa ýmist ver- ið valdir neðar af lista borgarfulltrú- anna eða jafnvel utan listans. Borg- arstjórnarflokkurinn lítur því ekld á það sem sjálfsagðan hlut að annar maður á lista taki sjálfkrafa við held- ur að leiðtoginn sé valinn af flokkn- um. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur lýst því yfir að yfirstandandi kjörtímabil sé hans síðasta. Líkur eru jafnvel taldar á að hann klári ekki einu sinni kjörtímabilið og stígi til hliðar þegar öldur hafi lægt. f viðtali við DV fyrr í vikunni lýsti hann yfir að þegar að því kemur að hann hætti muni hann hafa mik- ið um það að segja hver taki við af honum. Aðspurður vildi hann ekki gefa upp að svo stöddu hver það er sem hann styður til verksins. Hann hefur þó bent á ________ þá stað- reynd að til greina komi að næsti maður á lista taki við, líkt og hann sjálfur gerði er hann tók við af Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra og fyrrverandi oddvita Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn, fýrir kosn- ingarnar 2006. Röðinerekkimálið Vilhjálmur var borgarstjóri frá 13. júní 2006 til 16. október 2007 er meirihlutasamstarf Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks sprakk vegna REI-málsins. Sjálfstæðis- flokkurinn komst eins og frægt er orðið aftur til valda í gegnum sam- starf við F-lista þar sem Ólafur F. Magnússon settist í borgarstjóra- stólinn. Samkvæmt samkomulagi er gert ráð fyrir því að Vilhjálmur taki við eftir rúmt ár og sitji út kjör- tímabilið. Hann hefur hins vegar sagst æda að taka sér góðan tíma í að ákveða hvort hann taki við emb- ættinu. Flestir viðmælendur DV telja það ólíklegt og búast við því að Vilhjálmur bíði eftir að um róist og stígi þá til hliðar. Áður en Vilhjálmur varð borgar- stjóri hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið í minnihluta í þrjú kjör- tímabil þegar R-listinn réði ríkjum. Ýmsum oddvitum var stillt upp í þeirri von að ná völdum á nýjan leik og sagan sýnir að göggunarröðin skipt- ir ekki neinu máli þegar að leiðtogavalinu er komið. Reyndin er sú að sá borg- arfulltrúi sem setið hefur í 2. sæti borgarstjómarlistans hefur iðu- lega ekki verið valinn sem oddviti. Til verksins hafa ffekar verið valdir aðrir fulltrúar neðar af listanum eða fulltrúar sem ekki vom á lista, líkt og gert var í tilvikum Markúsar Arnar Antonssonar, fyrrverandi borgar- stjóra, árið 1991 og Björns Bjarna- sonar árið 2002. Vilja kjósa Saga síðustu þriggja áratuga er því Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, forseta borgarstjórnar, ekki hlið- holl þar sem goggunarröðin hefur ekki sagt til um hver taki við odd- vitahlutverki Sjálfstæðisflokksins í borgarpólitíkinni, fyrir utan það þegar Vilhjálmi var stillt upp fýr- ir síðustu kosningar. Árið 1980 var Ólafur B. Thors, annar maður á lista, ekki skipaður oddviti held- ur Davíð Oddsson sem sat í 4. sæti listans. Hið sama gerðist árið 1991 þegar Markús Örn Antonsson, fyrr- verandi borgarstjóri, var sóttur út fyrir list- ann og still upp sem leiðtogaefni flokks- ins. Aft- 'MIIKim ur kom þaðfýr- ir árið í'* 1994, er Mark- ús Örn hætti, að goggunarröðin réði ekki för. Þá var 7. manni á lista fyrir kosningar stillt upp sem odd- vita, Árna Sigfússyni, hann hafði þá reyndar í millitíðinni hlotið 2. sæt- ið í prófkjöri fýrir kosningar sem þá voru í aðsigi. Árið 1998 er eng- in undantekning, þá var Ingu Jónu Þórðardóttur stillt upp en hún var þriðja á listanum. Þá var Vilhjálm- ur Þ. í 2. sæti en Inga Jóna færð fram fyrir. Hanna Birna skipar í dag 2. sæti borgarstjórnarlista Sjálfstæðis- flokksins og vilja sumir flokksmenn sjá hana taka við af Vilhjálmi sem oddviti flokksins. Hún er talin hafa sannað gildi sitt undanfarnar vikur og sumir viðmælenda DV telja ein- faldlega rökrétt að næsti maður á listanum taki við. Aðrir benda á sög- una og segja goggunarröðina engu máli skipta. Sumir flokksmenn vilja meira lýðræði en svo, þrátt fýrir að Hanna Birna hafi raðast í 2. sæt- ið í prófkjöri, og vilja að borgar- stjórnarflokkurinn hreinlega kjósi um næsta leiðtoga. Þannig kjósi 14 borgarfulltúar, bæði aðalmenn og varamenn, eftirmann Vilhjálms. Spennandi verður að fýlgjast með baráttunni um næsta leiðtoga Sjálf- stæðisflokksins og hvort goggun- arröðin verði látin ráða að þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.