Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 17
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 17 Ludvig Guðmundsson yfirlæknir næringar- og offitusviðs við Reykjalund: Árangurinn undir sjúklingi kominn GRÉTAR MAR JÓNSSON Er sextíu kílóum léttari og laus við áunna sykursýki. viðurkennir að lífið án þessara sex- tíu kílóa sé mun þægilegra. „Þetta er allt annað líf. Þó þyngdin hafi ekki haft stór áhrif á mig sálarlega þá hamlaði þetta mér í allri hreyfingu. Ég lagðist aldrei í þunglyndi vegna þessa en ég vissi auðvitað að þetta var mjög óhollt í alla staði, sérstak- lega hvað varðar blóðþrýstinginn og lappirnar á mér," segir hann. Krumpuð ístra Nú í byrjun febrúar gekkst Grétar undir aðra aðgerð. „Ég gekkst und- ir svokallaða svuntuaðgerð. Istran á mér var náttúrulega mjög krumpuð eftir þetta þyngdartap. Mér bauðst, með litíum fyrirvara, að nýta mér laust pláss hjá skurðlækni sem fjar- lægði umfram spik og húð. Ég var skorinn allan hringinn og er núna nýbúinn að losna við slöngur og annað slíkt sem ég þurfti að bera á mér í kjölfari aðgerðarinnar. Alls voru þetta um fimm eða sex kíló sem voru fjarlægð núna," segir Grét- ar sem segist hafa bætt aðeins á sig síðasta sumar. „Eftir að hafa grennst töluvert síðasta vor bætti ég aðeins á mig um sumarið. 1 dag er ég nokk- urn veginn á pari; sextíu kílóum létt- ari en ég var þegar ég var þyngstur," segir Grétar sem er um 110 kíló. „Ég var orðinn 173 kíló þegar ég fór inn á Reykjalund í und- irbúning fyrirþessa aðgerð. Þar tóku við fimm vikur af ströng- um æfíngum og heil- brigðu mataræði" Stærsta mál fyrr og síðar Grétar Mar segir margt bíða sín þegar hann snýr til baka eftir tólf daga fjarveru frá vinnu. „Ég kemst á ról núna strax eftir helgi og ætla í kjölfarið að vera duglegur að hreyfa mig til þess að forðast það að þyngj- ast aftur." Grétar segir margt framundan í þinginu. „Það eru mörg og spenn- andi verkefni framundan. Hæst ber mannréttindaálit Sameinuðu þjóðanna. Það er stærsta málið í ís- lenskri pólitík fyrr og síðar og get- ur átt eftír að hafa gríðarleg áhrif á íslenskt þjóðfélag. Mér finnst fjöl- miðlar hafa brugðist almenningi í þessu máli, með því að fjalla svona lítið um hugsanlegar afleiðing- ar þess. Fyrir liggur að stjórnvöld þurfa að segja mannréttindanefnd- inni hvernig þau ætli að taka á þessu máli. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og ráðherrar tala eins og þau ætli að hunsa þetta álit. Það er grafalvarlegt mál ef heill stjórnmálaflokkur ætlar að viðhalda mannréttindabrotum gagnvart heilli þjóð. Það er algjört einsdæmi og hann mun bæði tapa fylgi og trúverðuglega ef fram fer sem horfir," segir Grétar að lokum. baldur@dv.is „Undirbúningur þeirra sem stefna á hjáveituaðgerðir er mjög yfirgripsmikil. í fýrsta lagi er æski- legt að fólk léttist vel fyrir aðgerð- ina því það dregur úr hættu á fylgi- kvillum og aukaverkunum," segir Ludvig Guðmundsson, yfirlæknir næringar- og offitusviðs við Reykja- lund. „Þá er nauðsynlegt að komast í þokkalegt þjálfunarástand áður en farið í svona aðgerð. Eftir aðgerðina tekur við nokkurra mánaða tímabU með lítilli næringu og takmarkaðri getu til hreyfingar. Heilbrigt matar- æði er stór hluti undirbúningsins en við veitum sjúklingum mikla og ítar- lega ráðgjöf hvað mataræði varðar." „Við sjáum einnig tíl þess að fólk sem fer í aðgerðina sé í andlegu jafn- vægi og að sjálfsögðu ekki í áfeng- is- eða vímuefnaneyslu. Þá er reyk- bindindi krafa," segir Ludvig. Aðgerðin er margþætt. „í fyrsta lagi er magaplássið minnkað um- talsvert í hjáveituaðgerðum. Fyrst eftir aðgerðina rúmar maginn ekki nema 100 mUlUítra, sem er aðeins 5 til 7 prósent af magaplássi heil- brigðs einstaklings.í öðru lagi eru smáþarmarnir styttir til muna og því er maginn tengdur að nýju við mag- ann. Hin venjulega leið sem fæðan fer er stytt um nærri helming. f smá- þörmunum á sér hin eiginlega melt- ing stað, þar sem næringarefnin fara í blóðrásina. Stytting smáþarma get- ur leitt tíl þess að ákveðin næringar- eftii meltast ekki eins vel, sérstak- lega fitur, ákveðin vitamín, steinefni og jafnvel járn. Þeir sem fara í að- gerðina þurfa að vera á kalk og vita- mín uppbómm allt sitt líf. Þá dregur verulega úr ffamleiðslu svengdar- hormóna sem getur orðið til þess að fólk gleymir að nærast eftir aðgerð." „Fólk sem fer í hjáveituaðgerð þarf að vera á fljótandi fæði í þrjár vikur eftir aðgerðina. Næsm tvær vikurnar þar á eftir þarf sjúklingur- inn að vera á maukfæði. Meltingar- færin eru ákaflega viðkvæm og auð- veldlega getur Ula farið ef ekki er farið gætilega. Eftir aðgerðina fer fólk að borða 6 til 7 máltíðir á dag auk þess sem aUir þurfa að taka vitamín og kalk sérstaklega auk þess sem sum- ir þurfa að innbyrða járn aukalega. Árangurinn þegar frá líður er algjör- lega háður því hvemig fólki tekst að breyta hjá sér lifnaðarvenjum." HREYFING, HEILBRIGÐI, SKEMMTUN. .— Herþjálfun —. Egilshöll/Lækjarskóla Hfj. Ein árangursríkasta og skemmtilegasta þjálfun sem völ er á. Eini sérútbúni herþjálfunarvöllur landsins. r Lífsstílsnámskeið/ Askorunarnámskeið Egilshöll/Lækjarskóla HQ. Fjölbreytt og persónuleg þjálfun fyrir konur. Góð fræðsla og mikið aðhald. .— Karlapúl ------------ Egilshöil Fjölbreytt þjálfun fyrir karla áöllumaldri. Hörkupúl í góðum félagsskap. — Eitt L.Í.F. ------------ Egiishöll Skemmtilegt námskeið fyrir börn yfir kjörþyngd. — Tækjasalur--------- N Egilshöll Frábær tækjasalur og opnir tímar. Body Pump, Spinning, MRL o.fl. Einkaþjálfun í hæsta gæðaflokki. — Tarzan ------------- Egiishöll Námskeið fyrir 5-12 ára börn á sérútbúnum Tarzan velli. .— Fit- Pilates —. Egilshöll/Lækjarskóla HQ. Enginn hamaganguren virkilega vel tekið á gefur langa og fallega vöðva. — Rope Yoga — Egilshöll Heildrænt heilsuræktarkerfi sem sameinar líkama og sál. Dansskóli Birnu Björns Egilshöll/Lækjarskóla Hi). Freestyle, Jazzballet, Hip Hop og söngleikjadans fyrir börn og unglinga. Scientific fighting Egiishöii Ein besta alhliða sjálfsvörn sem völ er á. Nemandinn fær að upplifa alvöru aðstæður. x- Sundskóli 2 - 5 ára Lækjarhlfó. Mosfeltsbæ Sundkennsla fyrir 2-5 ára börn. Frábær undirbúningurfyrir skólasundið. _ Breakdans r \ Egilshöfi Natasha kennir breakdans frá götum New York borgar. The Basic Break moves. Pole Fitness ( Egilshöll . (fyrsta sinná íslandi. Alþjóðlegt líkamsræktarkerfi. Frábær líkamsrækt þar sem Mömmuþrek Egilshöll/Lækjarskóla Hfj Frábær leið fyrir nýbakaðar mæður að komast í sitt fyrra form í góðum félagsskap. — Afþreying Egilshöll Hópefli, barnaafmæli í Tarzansal, gæsanir, steggjanir og fyrirtækjaskemmtanir. Nudd & snyrtistofa-^ Egilshöll Nýtt Heilsuakademían í Egilshöil býður nú upp á nudd og snyrtistofu þar sem boðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.