Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 23
DV Umræða FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 23 _______ Minusinn fá forsvarsmenn N1 fyrir að halda því framað þeir sjáifir tapi mestu á okurverði bensins en ekki ökumenn og viðskiptavinir fyrirtækisins. SPURNINGIN BÍTUR EKKERTÁ ÞIG? „Ég hef ekki komist að því enn þá. Ég vona eiginlega að ég komist alls ekkert að því," segir Páll Sverrisson, bílstjóri en hann lenti í hræðilegu bílsslysi árið 1992. Þá lá hann í dái í fjóra og hálfan sólahring og var haldið á lífi með pumpu.Talið varað hann væri lamaður eða í það minnsta verulega skaðaður. Sjálfur gerði hann sér lítið fyrir og reis á fætur heill. DVFYRIR 25 ÁRUM Trjákvoðu- verkstmðja á Húsavik að veruleika? MYNDIN Blómadagur Blómasalar kætast þessa dagana en einhverjir mestu söludagar eru um þessar mundir. Valentínusardagurinn var í gær og konudagurinn síðar í mánuðinum. Það er því óskandi að karlmenn kæti eiginkonur sínar með rauðum rósum þann 24. og því kvenfólki sem á heitkonu er það einnig uppálagt. Samsæriskenningar kvikna aldrei nema þegar... Milað sem við erum þreytt á um- stanginu í kringum hina þaulsemu borgarfulltrúa sem ekkert fær hagg- að - og allra síst skoðanir okkar „borg- arbúa" sem höfum þó varla nokkuð til saka unnið, nema þolinmæðina og þögnina þegar vaðið er yfir okk- ur. En sú sök er, þegar grannt er skoð- að, þyngri en við þorum kannski að horfastíauguvið. En við erum sem sé þreytt á um- stanginu í kringum setuliðið vegna þess að allur hávaðinn breytir engu; það skiptir engu máli hvemig menn hnakkrífa sig og hvemig menn öskra sig hlandblauta og heimta svokall- að réttlæti. Leikurinn verður einsog borgarfulltrúar vorir hafa hugsað sér hann. Skákin er unnin, þeir hafa lagt hana fyrir löngu enda andstæðingur- inn bara taflheimskur „borgarbúinn". Mátið er þeirra en samt furða þeir sig á samsæriskenningunum; vitandi þó að þær kvikna afdrei nema þegar upplýs- ingum er haldið leyndum og krefjandi spumingum er látið ósvarað. Sannleikurinn er sá að það er al- veg nákvæmlega sama hvað kallað er á torgum, hversu mjög menn heimta þann sannleika sem þeir eiga rétt á í svokölluðu lýðræðisþjóðfélagi og hversu margir mótmæla í vel und- irbúnum kastljósunum. Vilji okkar skiptir engu máli - því hinir réttkjömu sitja sem fastast á lýðveldisbananan- um og það er í rauninni vart hægt að ímynda sér að þeir hreyfist úr stað, jafh ragirogþeireru. öll fjölmiðlaumræðan er auðvitað vitagagnslaus, allar spumingamar, all- „Blótaði hann svona mikið að tennurnar duttu útúr honum? spurði strákurinn og fannstþetta greinilega óþægilegt allt saman." VIGDiS GRÍMSDÓTTIR rithöfundur skrifar: ar skoðanimar, allur hamagangurinn; allt er talað fýrir tómum eyrum þessara manna sem sakleysis síns vegna hafa lent í að ljúga, lent í að mismæla sig, lent í að svara ekki í símann, lent í öll- um mistökum og svívirðingum heims- ins - rétt einsog kellingin sem lenti í svo voðalegu hjónabandi að henni var það hulin ráðgáta hvemig slíkt og því- líkt gat gerst. Hún var fómarlamb bar- smíðahunds einsog umræddir borg- arfulltrúar em fómarlömb aðstæðna sem enginn lifandi maður stjómaði og allra síst þeir sjálfir. Þessu eigum við að trúa og sjálfsagt er vísast að við kjósum þá aftur í næstu kosningum einsog umrædd kelling sem kaus aftur barsmíðahundinn sinn af því að hann bað hana afsökunar og lofaði að beija hana aldrei aftur. Nema að hið undarlegasta gerðist og við kæmum liðinu rækilega á óvart með óvæntu útspili í næstu kosning- um, gerðum samkomulag við okkur sjálf og litum ekki á atburði undan- genginna vikna sem storm í vatnsglasi. I rauninni væri lausnin fólgin í breyttri hegðun okkar sjálfra. Við ákvæðum að við kysum þessa menn aldrei framar, heldur gæfúm þeim langt nef og vísuð- um þeim út á Löngusker til að hemja á sér sitjandann þar í góðum vindi. Ef við gerum þetta ekki þá er það alls ekki okkar að kveina. Þá er það okkar að vera sá barði þræll áfem við höfum verið allt of lengi. Okkar er nefnilega hin raunveru- lega ábyrgð. Hún er bæði sök okkar og skömm. Það vorum við sem kusum þessa menn og treystum þeim. Það vorum við sem gáfum þeim umboðið. Það erum við sem verðum að taka það af þeim. Einar Þór Sigurðsson furðar sig á Seðlabankastjóra „ÞETTA ER íslenskur blaðamanna- fundur og hér er töluð íslenska." Einhvernvegin svona voru skila- boðin sem erlendur blaðamaður fékk frá Davíð Oddssyni Seðla- bankastjóra í gær þegar hann varpaði fram spurningu á ensku. Honum lá á hjarta að vita hvort Seðlabankinn ætlaði að hækka stýrivexti ef krónan héldi áfram að lækka. Vesalings maðurinn þurfti að hvísla spurningu sinni að íslenskum blaðamanni sem spurði spurningarinnar fyrir hann. Þegar svarið var komið hvíslaði íslenski blaðamaðurinn svarinu á ensku til baka. ÞVÍLÍKT 0G annað eins hugs- aði ég. Davíð hefur alltafþótt nokkuð góður með sig en þarna tók steininn úr. fsland er hægt og bítandi að verða alþjóðlegt samfélag. Hér býr fólk frá öllum heimshornum og er nú svo kom- ið að fjöldi útlendinga hér hefur aldrei verið jafn mikill og einmitt nú. Þess vegna er það einkenni- legt að Seðlabankastjóri hafi ekki getað svarað spurningu blaða- mannsins á ensku. Mér finnst það álíka sjálfsagt og að svara spurningu á íslensku. ANNARS ER ÞAÐ ánægjulegt að er- lendir blaðamenn sýni íslensku efnahagslífi áhuga. Það ber merki þess að við séum að gera eitthvað rétt. Að við höfum áhrif þrátt fýr- ir að vera aðeins lítill hlekkur í stórri keðju alþjóða samfélagsins. Fréttir af efnahagsástandinu á ís- landi vekja jafnan mikla athygli. Sumir eru að vinna en flest- ir eru að tapa. Ég veit til dæmis um mann sem átti 250 milljónir króna í hlutabréfum þegar allt var á uppleið. Svo lá leiðin niður á við og hann er núna í 90 milljón króna mínus. Hafði tekið lán fyrir hlutabréfakaupum og stendur eftir með tvær hendur tómar. MAÐIIR VONARsvo sannarlega að efnahagsástandið á íslandi haldist jafn gott og það hefur verið. Ég treysti Davíð til að taka réttar ákvarðanir þó hann hafi brugðist rangt við á fundinum í gær. Ef það gengur ekki eftir þá flytur maður kannski til Noregs eða Danmerkur. Fari það svo að maður haldi áfram að starfa sem blaðamaður þá ætla ég að vona að Seðlabankastjórarnir þar tali ensku. Eða geti að minnsta kosti svarað þeim á ensku. hvað er að frétta?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.