Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 Sport DV w Sigurður Ingimundarson er landsliðsþjálfari karla í körfuknattleik. Samhliða því er hann þjálfari Keflavíkur sem situr í efsta sæti Ice- land Express-deildar karla. Hann þykir afar fær þjálfari og eru margir á því að Sigurður sé besti þjálfari landsins. Frá 15 ára aldri hef- ur hann stundað íþróttina og varð snemma landsliðsmaður auk þess sem hann tók þátt í sigurgöngu Keflavflcur sem hófst fyrir 19 árum og stendur enn. Enginn efast um hæfileika hans sem þjálfara. Hann vekur gjaman athygli fyrir líflega framkomu á velli og er sama hvað fólki flnnst um hann. Sigurður talar hér í við- tali við DV Sport um ferilinn, þjálfun og ástríð- una fyrir körfubolta. „Ég hafði verið að æfa fótbolta og hand- bolta frá unga aldri en kynntist körfubolta 15 ára og hef verið viðriðinn hann síðan. Ég byrj- aði í Keflavík en Valur bróðir var alltaf í Njarð- vík," segir Sigurður en Valur Ingimundarson bróðir hans er einn fremsti körfuknattleiks- maður landsins frá upphafi. „Mér fannst körfuboltinn alltaf skemmti- legur og þegar eitthvað liggur fyrir manni vel- ur maður þá íþrótt. Mér gekk ágætlega í körfu- bolta og var byrjaður að spila í meistaraflokki 16 ára. Slíkt var mikið pepp fyrir ungan dreng og ég fór fljótlega að æfa aukaiega. Maður varð eiginlega strax heltekinn af þessu." Sigurður lék fyrst í meistaraflokki árið 1982 en íþróttin var mjög ung í Keflavík og hann telur sig eiga þátt í uppbyggingu þess stórveldis sem síðar varð. „Fyrsti leikur minn var á móti Fram sem var með besta liðið á landinu. Ég komst fljót- lega í landsliðið og á að baki 27 landsleiki. Fyrsti titillinn var mjög eftirminnilegur, árið 1989, og í kjölfarið lögðum við grunninn að því stórveldi sem síðar varð í Keflavík. Þetta er nú orðin nær óslitin sigurganga í 19 ár og þó við höfum ekki unnið titil á hverju ári er Keflavík alltaf að vinna titla reglulega." Sigurður lék þrjú leiktímabil á leikferli sín- um þar sem hann skoraði meira en 20 stig að meðaltali á leiktíð. „Ég var ekkert æðislega mikið fyrir það að gefa boltann. En undir lok ferilsins meiddist ég og þá einbeitti ég mér meira að því að vera „dirty". Við skulum kalla það reynslu, ég nýtti mér reynsluna vel," segir Sigurður og hlær við. „Oft getur leikmaður sem Iskorar 30 stig hamlað liði. Ég hefspilað með leik- mönnum sem leika bara fyrir tölfræðina Tölfræði er ofmetin Hingað til lands koma reglulega leikmenn að utan og Sigurður segir þá marga hverja hugsa mikið um að reyna að vera með sem besta tölfræði. Skora sem mest í stað þess að spila fyrir liðið. „Mér fmnst stundum of mik- ið lagt upp úr tölfræði í körfubolta. Menn eiga til að gleyma því að þetta snýst um að vinna leiki, en ekki bara hver skorar einhver stig. Það að einstakir leikmenn nái að koma einhverju fram skiptir ekki öllu máli. Oft gleyma menn því að þeir eru í íþróttum til að vinna, ekki til að líta vel út sjálfir. Oft getur leikmaður, sem skorar 30 stig, hamlað liði. Ég hef spilað með leikmönnum sem leika fyrir tölfræðina eins og ég kalla það. Að sjálfsögðu er það ekki lykill- inn að sigri. Svokallaðir tölfræðileikmenn hafa að vísu aðallega verið erlendir strákar sem halda að það hjálpi ferli þeirra að hafa góða tölfræði. Yfirleitt hefur tekist að fá menn til að breyta hugsanagangi sínum en dæmi eru um annað. ÍErlendir leikmenn koma hingað á ólíkum for- sendum. Sumir koma hingað og hugsa bara um að halda ferlinum í gangi. Aðrir koma hins vegar fullir metnaðar og ætla sér lengra. Þeir æfa oft eins og skepnur og eru tilbúnir að fórna sér fýrir málstaðinn til að ná lengra. Þeir leik- menn eru ekkert alltaf með bestu tölfræðina, en þeir átta sig á því að ef lið þeirra er að vinna, komast þeir áfram. Orðspor leikmanna hefur mikið að segja. Ég er til að mynda mikið í sambandi við þjálf- ara úti um allan heim. Leikmenn fá fljótlega að finna fyrir því ef þeir hafa ekki staðið sig. Körfuboltaheimurinn er stór, en orðsporið fylgir mönnum. Nú fyrir skömmu fékk ég til að mynda símhringingu frá forstjóra Husqvarna í Svíþjóð og hann var að spyrja um leikmann sem spilaði með Grindavlk fyrir nokkrum árum. Eftir einhverjum leiðum fékk hann númerið mitt og spurði mig um manninn," segir Sigurður. Fáir stórir enda fámenn þjóð íslenskur körfubolti er í mikilli sókn og Sig- urður er ánægður með úrval leikmanna hér á landi. „Leilonenn eru farnir að æfa mikið aukalega. Meira er í kringum liðin og aðstaða er góð. Fyrir vikið hafa aldrei verið fleiri góð lið á íslandi. Liðin sem eru neðst í úrvalsdeildinni eru til að mynda mjög góð. Þegar ég var að byrja að spila árið 1982 var byrjað að æfa í ágúst ár hvert og æfingar voru þrisvar í viku. Fljótlega fórum við að vísu að æfa okkur á sumrin og síðar komu þjálfarar sem vildu að menn æfðu alla daga vikunnar. Núna í dag er ekkert spurt um það hvort menn æfi alla daga vikunnar, heldur er spurning- in hversu mikið menn æfa aukalega umfram hefðbundnar æfingar. „Við sjáum sífellt fleiri leikmenn með mikla hæfileika, sérstaklega tæknilega, en styrkurinn mætti vera meiri." Algengt er að þjálfarar kvarti yfir að hávaxna leikmenn vanti í íslenskan körfuknattleik en Sigurður segir lítið við því að gera. „Við erum fámenn þjóð. Því framleiðum við ekki marga stóra leikmenn. Til dæmis í landsliðinu erum við oft að spila við menn sem eru 130 kíló og 2,15 metrar, með hreyfingar eins og menn sem eru 1,80 metrar. Við erum hins vegar ekki með marga af þeirri hæð sem geta staðið í þannig leikmönnum. Við höfum spjarað okkur ágæt- lega með menn sem eru um tveir metrar en klárlega vantar okkur fleiri hávaxna menn. Það þýðir þó lítið að velta sér upp úr því." Vantar meiri umfjöllun „Körfubolti er gríðarlega vinsæll um all- an heim og mikið lagt í hann. Við spilum við margar þjóðir sem hafa merka körfubolta- sögu. Þó við séum að bæta okkur erum við ekkert framar í dag endilega en við vorum fyrir tíu árum. Úti um allan heim eru sterkar deildakeppnir þó við heynun ekki um þær hér á landi. Ef leikur með kínverska landsliðinu er sýndur í sjónvarpi horfa 500 milljónir manna á hann, svo vinsæl er íþróttin." Undir stjóm Sigurðar hefur landsliðið unnið góða sigra, meðal annars gegn sterku liði Georgíu síðastliðið haust í B-riðli Evr- ópukeppninnar. Sigurður er metnaðarfullur í starfi. Draumurinn er að komast upp í A-deild en íslenska landsliðið er sem stendur í B-deild Evrópukeppninnar. Dregið verður næstkom- andi laugardag í riðla og þá kemur í ljós hverj- ir næstu andstæðingar íslands verða. „Lang- tímamarkmiðið er að bæta alla umgjörð. En skammu'mamarkmið okkar em hins vegar þau að komast upp í A-deild. Það er kannski leiðinlegt nafh, en þar spila 20 bestu lið Evr- ópu. ísland er alls ekki langt frá því að komast þangað. Samhliða því em markmið um að verða sýnilegri. Mér finnst ekki nóg fjallað um körfu- bolta hér á landi. Allt of lítið ef staða liðsins er skoðuð. Mér finnst að menn mættu kynna sér stöðuna til að sjá hvað er að gerast. Til dæm- is er lítið fjallað um landsliðið, ekki nándar nærri jafnmikið og er gert um til dæmis fót- boltalandsliðið. Vissulega er knattspyrnan stór en ef einhver íþrótt er nálægt henni í stærð, þá er það körfuboltinn. Það er risaáhugi hjá iðkendum hér á landi. Ef maður skoðar öll þessi mót í yngri flokkun- um þar sem þúsund manns em saman komn- ir sér maður hvað grasrótin er öflug. Sjálfur er ég að spila í annarri deildinni með Bergási, þar er fullt af liðum. Margt er að gerast og meira en margur gerir sér grein fyrir. Einnig em félög sem hafa lítið verið að gera orðin stærri og öfl- ugri en nokkurn tímann." Sáttur við nýja fyrirkomulagið Sigurður þjálfar úrvalsdeildarlið Keflavíkur samhliða því að vera landsliðsþjálfari. Nýlega vom settar reglur sem segja til um að lands- liðið spili einungis yfir sumartímann. Sigurð- ur er ánægður með þá breytingu. „Starf lands- liðsþjálfarans breytíst mikið með þessum nýju sumarleikdögum. Maður þarf ekki að vera að hugsa mikið um að komamönnum í form, því þeir eru þegar í formi. Þú færð alla leikmenn úr deildunum í Evrópu, þar sem þeir em ekki að spila þar. Við tökum saman hóp á stutt- um tíma og getum búið til lið leikmanna sem koma úr ólíkum áttum. Þetta er ólíkt því sem var, leikmenn vom saman allt árið í landslið- inu, en breytíngin er skemmtileg finnst mér." Þó ég sé á fullu með lið Keflavíkur er ég allt árið að skoða leikmenn. Ég myndi gera það hvort sem ég væri þjálfari eða ekki. Ég hef að vísu ekki farið að skoða leikmenn sem spila erlend- is en með komu intemetsins get ég fylgst náið með öllu. Bæði með samtölum við þjálfara og með því að fylgjast almennt með. Hingað tíl hefur það eklö verðið vanda- mál að samræma þjálfun í félagsliði og lands- liði. Mér finnst persónulega kjánalegt að vera landsliðsþjálfari sem er bara að þjálfa á sumr- in. Þú þarft að taka þátt í leikjum eins og leik- menn til að halda þér á tánum. Svo eftir tíma- bilið kemur þó nokkuð góður tími þar sem gefst tími til þess að meta ástand landsliðsins. Eg sem þjálfari sé ef sumir leikmenn þurfa að fara að æfa fyrr en aðrir. Því fer hellings undir- búningur fram fyrir sumarið. Ég veit af því að margir leikmenn eru óánægðir með þetta nýja fyrirkomulag þar sem landsliðið leikur bara á sumrin. Sumir leik- menn fá aldei eða lítil frí í mörg ár. Þó menn séu ekki alltaf á stórmótum er alltaf einhver keppni í gangi. Á tímabili komu kannski þrjú ár í röð þar sem menn voru við æfingar nán- ast samfleytt. Persónulega finnst mér það ekk- ert vandamál. Þetta er spurning um að skipu- leggja tíma sinn og detta aldrei úr formi." Samkomulag við Jón Arnór Athygli vaktí að helsta stjarna landsliðsins, Jón Amór Stefánsson leikmaður Lottomati- ca Roma á Ítalíu, lék ekki með liðinu í síðari umferð B-deildar Evrópukeppninnar. Sigurð- ur segirþað eiga sér eðlilegar skýringar. „Hann var með í fyrri umferðinni en við ákváðum það í sameiningu að hann myndi ekki taka þátt í síðari umferðinni. Hann lenti í því fyrir ári að meiðast í leik með okkur og varð undir í sam- keppni hjá liði sínu á Spáni. Stórir samningar eru undir hjá honum og við í landsliðsnefnd- inni vorum sammála um að gefa honum ffí. Við vorum ekki á leiðinni upp úr riðlinum og því gáfum við honum leyfi til að berjast um sætí í liðinu. Sú ráðstöfun hefur klárlega borg- að sig og honum gengur mjög vel hjá Roma," segir Sigurður. „Liðið okkar hefur styrkst á sama tíma og Jón Arnór er fjarverandi. Næsta haust verða menn í liðinu sem hafa fengið mikla reynslu með landsliðinu í fjarveru Jóns. Hann er ekki þannig maður að hann vilji vera allt í öllu. Því fleiri sem geta tekið ábyrgð því betra. Jón er liðsleikmaður líkt og aðrir í liðinu, enda náum við lengst á því að spila sem lið." Möguleiki á að komast í lokakeppni stórmóta „Ég veit að við eigum fleiri leikmenn sem gætu verið atvinnumenn. Þeir vilja hins vegar margir vera heima. Það er gott fyrir deildina hér sem er sterk. í rauninni var KR óheppið að lenda á móti svona erfiðu liði í Evrópukeppn- inni, þeir hefðu vel getað farið lengra," segir Sigurður en KR féll úr leik eftir leiki við tyrk- neskt lið. Ég vfl meina það að á næstunni fari fleiri ungir leikmenn utan. Leikmenn eru tæknilega betri, oft sé ég stráka í drengja- og unglingaflokki og þar eru flestir leikmenn með góða tækni. Ég vil að menn verði stoltir af landsliðinu, mætí á alla leiki og að við fyllum Höllina í hverjum landsleik. Ég held að við get- um vel komið okkur á þann stall að við séum lið sem á mögifleika á því að komast í loka- keppni Evrópumóta," segir Sigurður. „Það er mikill kostur í íslensk- um körfuknattleik að efer- lendir leikmenn standa sig ekki er hægt að láta þá fara." Erlendir leikmenn of margir Nokkur umræða hefur verið um erlenda leikmenn á íslandi. Lið eru með allt upp í fjóra erlenda leikmenn og Sigurði finnst það of mik- ið. „Núna er þetta orðið allt of mikið. Alls staðar sjáum við umræðu um þetta, í öllum íþróttum og öllum löndum. Persónulega finnst mér að við ættum að takmarka þetta við tvo leikmenn. Ég held að fleiri og jafnvel flestir séu sammála mér. Menn grunaði í raun ekki hvemig þetta myndi enda. Allir vilja vinna, sem er frábært, en ég held að þetta hafi ekki verið upphaflega hugmyndin. Körfubolti er tiltölulega viðkvæm grein því þú ert bara með fimm leikmenn inni á í einu og sum lið eru komin með fjóra er- lenda leikmenn, það er svolítíð mikið. Erlendu strákarnir em ekkert endilega bestu menn liðanna og íslenskir leikmenn taka samkeppninni almennt vel. Menn mega ekkert gleyma sér eingöngu vegna þess að menn em frá útlöndum. Satt best að segja em sumir hverjir hundlélegir." Kostur að geta sagt mönnum að fara Sigurður segir að honum finnist það vera mikill kostur í íslenskum körfuknattleik að ef erlendir leikmenn standa sig ekki sé hægt að láta þá fara. „Ef liðin þurfa ekki að semja við menn út leiktíðina skapar það meiri mögu- leika á að búa til góð lið. í öðmm íþróttum þarf oft að halda mönnum út árið vegna gerðra samninga. En við í körfuboltanum getum los- að okkur við menn ef þeir standa sig ekki og mér finnst það vera af hinu góða. Vissulega vildi ég ekki vera sá leikmaður sem hægt er að segja upp á hverri stundu. Það em marg- ar hefðir í hverri grein og þetta fylgir körfu- boltanum. Auðvitað er sérstakt að hægt sé að segja mönnum upp með skömmum fyrirvara en þeir vita af því þegar þeir koma hingað. Yf- irleitt reyna menn eins og þeir geta að skipta ekki um leikmenn og Islendingar em umburð- arlyndari en margar þjóðir. Venjulega hefur það slæm áhrif á lið ef skipt er um leikmenn." Þjálfun í blóðinu Sigurður var búinn að þjálfa kvennalið Keflavíkur í fimm ár áður en hann byrjaði að þjálfa karlaliðið í meistaraflokld um þrítugt. Hann fékk snemma áhuga á þjálfun. „Ég fann það snemma að hún lá fyrir mér. Ég hafði sterkar skoðanir og viðaði að mér þekkingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.