Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 Helgarblað DV Tónlistarakademía DV segir Hlustaðu á þessa! 03/07 - 09/07 - High Places Hillyh -The Mae Shi Sex Death Cassette - Rafter Made In the Dark - Hot Chip Detours - Sheryl Crow g1%. J. ■%■' ■y ^4 iLL ’ Airwavesí Brussel Tvennir lceland Airwaves-tónleikar eru liður (listahátfðinni lceland on the Edge, stærstu menningar- og kynningarhátið (slands á erlendri grundu árið 2008. Hátíðin fer fram í Brussel og hefst formlega 26. febrúar - en segja má að fyrri lceland Airwaves- tónleikarnir séu forskot á sæluna því þeir fara fram (kvöld, föstudaginn 15. febrúar. Þá stíga á svið Amiina, Jóhann Jóhannsson, Seabear og Ólafur Arnalds í menningarmiðstöðinni Bozar. Siðari lceland Airwaves-tónleikarnir fara fram 8. mars á tónleikastaönum Ancienne Belgique í Brussel þar sem fram koma: múm, Kira Kira, Skakkamanage og Parachutes. „Égersoul- drottningin" Aretha Franklin, sem hingað til hefur veriö þekkt sem drottning soul- tónlistarinnar, er fremur ósátt viö söngkonuna Beyonce eftir Grammy- verðlaunaafhendinguna siðastliðinn sunnudag. Þannig er mál með vexti að þegar Beyonce kynntiTinuTurner á svið meö sér kallaði hún hana goðsögn (meðal annars soul-tónlistarheiminum og sagði fólki svo að standa upp fyrir sjálfri drottningu tónlistarinnar. Franklin sendi út yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún sagðist ósátt við það hvernigTina hefði verið titluð og finnst hún greinilega sú eina sem verðskuldar drottningartitilinn. SyngurWaits lög 20. mai næstkomandi sendir leikkonan Scarlett Johansson frá sér plötuna Anywhere I Lay My Head. Plata þessi inniheldur tíu Tom Waits-lög í flutningi Scarlett en mikið af þekktum tónlistarmönnum kemur að plötunni. Upptökustjóri plötunnar er Dave Sitek, liðsmaðurTV on the Radio, en gestir plötunnar eru meðal annars Nick Zinner (Yeah Yeah Yeahs og sjálfur David Bowie. Waits ku hafa heyrt demó-upptökur af nokkrum lögum og líkað vel. Danska hljómsveitin Munich spilar á þrennum tónleikum á íslandi í næstu viku. Sveit- in hefur notið mikilla vinsælda í heimalandi sínu og hefur átt nokkra góða smelli í ís- lensku útvarpi en sveitin spilar eins konar blöndu af indípoppi og rokki. Danska hljómsveitin Munich heldur til landsins í næstu viku en sveitin kemur til með að spila á Organ, miðvikudaginn 20. febrúar, kvöldið eftir í Norðurkjall- aranum í MH og á Gauki á Stöng á föstudagskvöld- ið. Sveitin hefur átt nokkra slagara á útvarpsstöðvum landsins og kannast eflaust margir við lögin Young Ones og Eyes of Glass. „Ég, Mikael og Jens stofnuðum Munich árið 2002 og svo bættust söngkonan Karin og Jonas í hópinn árið 2004. Bandið var stofiiað sökum áhuga okkar á tónlist og þörfinni fyrir að tjá okkur í gegnum músík- ina," segir Simon Nielsen, bassaleikari hljómsveitar- innar. Aðspurður hvers vegna nafiiið Munich hafi orð- ið fyrir valinu hlær Simon og svarar : „Fyndið að þú skulir spyrja, við erum nefnilega alltaf að lenda í því að fólk er að spyrja út í nafnið okkar og það er því mið- ur engin góð saga á bak við það. Við völdum eiginlega bara þetta nafn því okkur fannst það hljóma vel." Munich spilar eins konar blöndu af indípoppi og rokki og hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur í heimalandi sínu og hefur danska tónlistartímaritið Gaffa meðal annars farið fögrum orðum um sveitina. Gaman að prófa hrútspungana „Þetta er í fyrsta skipti sem við komum til fs- lands og við hlökkum rosalega mikið til. Við mun- um spila á þrennum tónleikum og vonumst svo tíl að hafa einhvern tíma til að leggjast í heitu pottana ykkar. Ég persónulega hlakka mest til að kynnast betur allri frábæru tónlistínni sem kemur frá fs- landi," segir Simon og minnist sérstaklega á Sig- ur Rós og Björk. „Það eru náttúrulega bara stærstu nöfnin en svo er svo mikið af öðrum frábærum böndum sem við höfum verið að hlusta á í gegn- um myspace og vonumst til að ná að fara á ein- hverja tónleika með íslenskri hljómsveit í þessari fjögurra daga dvöl okkar á landinu." Talið berst að gömulum íslenskum hefðum og mat, hrútspungum, hákarli og að sjálfsögðu ís- lenska brennivíninu. „Ég hef heyrt að það sé mjög dýrt að kaupa venjulegan mat á fslandi svo ætli við lifum ekki bara á einhverjum hrútspungum all- an tímann sem við verðum á íslandi," segir hann hlæjandi og bætir við: „Nei, ég segi nú bara svona, en það gæti verið gaman að prófa." Raflost á tónleikum Þegar Simon er spurður út í undarlegustu tónleika sem Munich hafi leildð á er hann ekki lengi að svara: „Vlð vorum einú sinni að spila gigg með félaga okkar sem leikur á selló. Þegar við vorum búin að spila ein- hver fjögur lög sáum við allt í einu bara mikla neista út ffá honum eins og það hefði slegið niður í hann eld- ingu og hátt öskur. Hann hafði þá fengið raflost frá sell- óinu sínu og það þurfti sjúkrabíl á svæðið sem fluttí hann á sjúkrahús, sem betur fer fór allt á besta veg." Spurður um draumatónleikastaðinn segir Simon: „Bara alls staðar þar sem fólk vill hlusta á tónlistina okkar. Við höfum í alvöru talað spilað á alveg hræði- legum stöðum í gegnum tíðina en það hafa oft verið mun betri og skemmtilegri tónleikar heldur en þeir sem við höfum haldið á stórum og flottum tónleika- stöðum, þetta veltur bara allt á stemningunni í saln- um hveiju sinni. Núna hlökkum við bara til að koma og halda frábæra tónleika á íslandi!" Áhugasömum er bent á að kynna sér þessa stór- skemmtilegu hljómsveit betur á myspace.com/mun- ich.dk þar sem heyra má nokkur lög frá hljómsveit- inni. krísta@dv.is Masteruðu lag í Abbey Road Dagur Kári og Orri Jónsson í Slowblow masteruðu lag fyrir sjö tommu plötu í „Bítla-stúdíóinu“ Abbey Road: „VIÐVILDUM KOMAST HJÁ ÞVl AÐ LAGIÐ KÆMIST I SNERTINGU VIÐ STAFRÆNAR GRÆJUR." „Útgáfufyrirtæki í Bretlandi sem heitír Hidden Hive er að gefa út seríu af sjö tommu vfnylplötum. Það er einn tónlistarmaður eða hljómsveit á hverri hlið þannig að hver smáskífa er með tveimur lögum eftir tvo flytjendur og við sem sagt tókum þátt í þessari seríu," segir Dagur Kári Pétursson, annar hlutí tvíeykisins Slowblow, en félagarnir tóku upp sína útgáfu af Dire Straits-slagaranum Brothers in Arms. Lagið masteruðu þeir svo í hinu margrómaða Abbey Road-stúdíói í London þar sem Bítlarnir tóku upp flest sín lög á árunum 1962 tíl 1970. „Ég var bara í London til þess að mastera þessa smáskífu en við tökum allt upp á segulband svo þetta var algjörlega óstafrænn prósess. Þá er masterað beint af segulbandinu yfir á eins konar vínilköku sem plöturnar eru síðan ffamleiddar eftír." Dagur segir það helst hafa verið af sér- viskunni einni saman sem hann fór í Abbey Road að mastera lagið: „Við vildum komast hjá þvf að þetta kæmist nokkurn tíma í snert- ingu við stafrænar græjur. Það taka náttúru- lega flestir upp á tölvur nú til dags en við tök- um alltaf upp á segulband og við vildum halda þessum analóg alveg frá A til Ö og það er hægt þarna með því að mastera beint frá segul- bandi yfir á vínylplötuna.Það er meiri dýpt, hlýja, mýkt og gæði í segulbandsupptökunum sem okkur hefur ekki tekist að finna í hinum stafrænu miðlum." Dagur segir gaman að koma í Abbey Road- stúdíóið sem er stútfullt af sögufrægum græjum og hljóðfærum sem Bítlarnir spiluðu á. „Það eru ennþá píanó og orgel sem þeir spiluðu á. Stúdíóið sem Bítlarnir tóku alltaf upp í er með stórum stúdíógeim og háum stíga upp í upptökuklefann og það var einn tæknimaðurinn sem sagði að það væri misskilningur að Yoko Ono hefði tvístrað Bítl- unum, það hefði verið þessi stigi." krista@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.