Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 UmræBa DV By Mikael Wulff & Anders Morgenthaler HVAÐ BAR HÆSTIVIKUNNI? Krónan og Samfylkingin „Það eru án efa tíðindi frá viðskipta- þinginu þar sem fram kom að 60 prósent af forsvarsmönnum viðskiptalífsins eru fylgj- andi öðrum gjaldmiðli en krónunni. Einnig telur svipað hlutfall sig verða fyrir viðbótar- kostnaði vegna krónunnar. Viðskiptalífið er greinilega búið að gera upp sinn hug varð- andi gjaldeyrismál. Atburðarrásin í borginni hlýtur líka að teljast með stærri tíðindum vikunnar. Útgáfa REI-skýrslunnar og umræðan um stöðu Sjálfstæðisflokksins í borginni hafa verið mjög athyglisverð. Flugslysið í vik- unni voru hryggilega fréttir og sem betur fer eru slíkar íréttir afar fátíðar hér við land. Hins vegar var gleðilegt að fá þau tíðindi að samkvæmt skoðanakönnun Talnakönnun- ar mælist Samfylkingin stærsti stjórnmála- flokkur landsins. Það má lesa úr könnunni að staða ríkisstjórnarflokkanna sé góð." Agúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar Kjánalegar fréttir áberandi Það tíðindamesta var aðallega blaða- mannafundurinn hans Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar. Ég held að anddyrið í Valhöll sé eflaust það frægasta sem megi finna hér á landi, ef frá er talið anddyrið á Höfða. Sjálf var ég á fundi varðandi málefni utan- garðsfólks og fúndurinn leystist eiginlega upp vegna fundarins. Svo þótti mér nú dá- h'tið fyndið að heyra um handalögmálið á milli blaðamanna og dyravarðar sem mein- aði þeim að sitja fundinn. Það er greini- lega margt sem gerðist á þessum magnaða fundi. Fyndnasta frétt dagsins er sennilega vitíaust kjör sjálfstæðismanna í umhverf- isnefnd. Þau ætluðu að kjósa frjálslyndan í formanninn en slógu því föstu að kona Úmars Ragnarssonar, Helga Jóhannesdótt- ir, væri frjáslynd. Hún er náttúrulega búinn að vera í Sjálfstæðisflokknum heillengi. Þetta er bráðfyndinn skrípaleikur og er tví- mælalaust það fyndnasta sem ég hef heyrrt lengi. Marsibil Sæmundardóttir, varaborgarfulltrúi Eljusemi Helga í Góu „Hjá mér bar allra hæst að ég frumsýndi söngleikinn Kræ beibí með Verslunarskól- anum. Við hófum æfingar í október og síðan fór allt á fullt í janúar. Það er ótrúlegt hæfileikafólk í þessum skóla og ég held hreinlega að þeir sem stefna hátt á þessu sviði safnist þarna saman. Við höfum séð fjölda ungstirna spretta þarna fram. Vegna erilsins vegna frumsýningarinnar hef ég ekki mikið fylgst með fjölmiðlum. Ég las þó yndislega frétt í DV um hann Helga í Góu. Ég hef tvisvar lesið fféttir um að hann berjist fyrir uppbyggingu íbúða fyrir aldr- aða og nú var hann á fundi með Jóhönnu Sigurðardóttir. Ég hreinlega dáist að fólki sem er tilbúið til að eyða eigin tíma í að berjast fyrir aðra líkt og Helgi gerir. Hann er þarna að setja elju og kraft í málefni sem munu nýtast mér eftir þrjátíu ár. Ég vil bara þakka honum kærlega fyrir." Björk Jakobsdóttir, leikkona Borgarmálin algjör sápuópera „Auðvitað eru borgarmálin orðin mikil sápuópera. Þetta er eins og að fylgjast með Dynasty og Dallas þegar það var sem fá- ranlegast. Ég hef líka veitt því athygli hvað það er hugguleg lausn að láta ekki ná í sig í síma þegar maður þarf að svara áleitum spurningum sem þjóðin bíður eftir. At- hyglivert að skríða út um bakdyr á kjallara. Það hefur vakið svo mikla furðu hjá mér að kjálkinn á mér hefur dottið niður í gólf. Ég er nú með áleita spurningu til þeirra sem ráða yfir borginni. Á virkilega að fara rífa síðasta félagsheimili Reykjavíkur, Nasa við Austuvöll? Það er mikið hitamál fyrir mér núna, ekki það að ég hafi bara lifi- brauð af því að koma fram þarna þá ber ég taugar til staðarins. Finnst þetta einstak- lega falleg bygging. Ef að þessu verður og með þessar fréttir að það standi til að búa til hótel þá eru það skelfilegustu fréttir sem ég hef fengið. Ég hélt ég hefði fengið nóg af fáranlegum fréttum að undanfömu." Páll Oskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður Medal efnis: • Fermingarbömin • Veislan • Fötin • Gjafimar • Trúin • Foreldrar femingarbamanna • Minningamar • Fermingarmyndimar Beygja til vinstri...Haha! Aprilgabb! Auglýsendur! Pantið tímanlega eða jyrir kl. 12.00 fimmtndaginn 21. febrúar. Upplýsbtgar: audurm@du.is, anu@dv.is, asthildia@du.is valdis@du.is eðaísíma5127000 Fyrsta GPS tækið var með innbyggða grínstillingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.