Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008
Fréttir DV
SANDKORN
■ Eyjubloggarinn Hafrún
Kristjánsdóttir, systir Sigurð-
ar Kára alþingismanns, gef-
ur moggabloggurum tón-
inn vegna auglýsinga Nova
sem eru
á mogga-
bloggunum
þessa dag-
ana. Margir
bloggarar
hafa gripið
til ofsa-
bloggsins
vegna aug-
lýsinganna, meðal annars Árni
Matthísasson, blaðamaður
Morgunblaðsins, sem og Guð-
björg Hildur Kolbeins fjöl-
miðlalektor. Sjálf segist Hafrún
ekki skilja gagnrýnisraddirn-
ar. Hún bendir bloggurum á
að Árvakur sé ekki góðgerðar-
félag. Kallar hún málflutning
sárra moggabloggara væl.
■ Iðnaðarráðherrann Össur
Skarphéðinsson brá sér í líki
Kristjáns Möller samgöngu-
ráðherra um daginn. Kristján
er staddur á fjarskiptaráðstefnu
í Barcelona. Á bloggi sínu seg-
ist Össur hafa haft sérstaklega
gaman af hamskiptunum. í
líki Möllers
hélt Össur
ræðu um
netöryggi og
gerði sjálfur
grín að því
að mesta
óöryggi
núverandi
ríkisstjórn-
arnar væri hans blogg. f lok
færslunnar segist Össur strjúka
yfir „kynþokkafullan" skalla
Möllers í huganum. Augljós-
lega spennandi dagur hjá ráð-
herranum. Þá er bara bíða þess
að hann bregði sér í ham Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur
utanríkisráðherra.
■ Baneitraði bloggpenninn
Óiafur Sindri Ólafsson er
kominn í athyglisverða ritdeilu
við kennslukonuna Hörpu
Hreinsdótt-
ur sem sjálf
heldur úti
opinskáu
bloggi um
þunglyndi
sem hún
berst við.
Ólafi virð-
ist mislíka
skrif kennslukonunnar. Hann
segir hana hafa beðið um
drulluslag og hann hafi Harpa
fengið sem má sín lítils gegn
eitruðum bloggörvum Olafs.
Þess má geta að Ólafur, þá í
líki Mengellu, hefur áður átt í
nokkurs konar ritstríðum. Og
þá ekki við minni menn en
Ágúst Borgþór Sverrisson og
Skúla Tyson, boxara frá Kefla-
vík. Núna er það þunglynda
kennslukonan á Akranesi.
■ Hún er eitruð, pillan sem
Valgerður Sverrisdó ttir
þingkona Framsóknarflokks-
ins, sendir Samfylkingunni
á bloggi sínu. Þar veltir hún
fyrir sér
stóriðju-
stefnu rík-
isstjórnar-
innar. Eina
svarið sem
hún finnur
virðist vera
hjá Helga
Hjörvar
þingmanni Samfylkinging-
arinnar. Að sögn Valgerðar á
hann að hafa sagt við fjölmiðla
að kosningaloforðin gildi ekki
lengur af því að Samfylkingin
fór í samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn. Hún ályktar sem svo
að þá hljóti loforð sjálfstæðis-
manna að ráða för. Slíkt hljóti
að vera heldur niðurlægjandi
fýrir Samfylkinguna. vatur@dv.is
Jón Hjörtur Sigurðarson er einn þeirra fimm sem voru handteknir í síðustu viku
vegna gruns um að svíkja út vörur fyrir tólf og hálfa milljón króna. Sjálfur segist Jón
Hjörtur ekki sekur um Qársvikin. Hann þurfti að dúsa í varðhaldi í fimm daga án
þess að fá að fara undir bert loft.
» 11
■ ->• áiáliÖaíllWB.IlSiw ■'■- ávaS tMtó'
-;.V ;
KLESSTIBÍL, REKINN ÚR
VINNU 0G HANDTEKINN
„Þetta hefur verið ömurleg vika," seg-
ir Jón Hjörtur Sigurðarson. Hann er
grunaður um að hafa svikið tólf og
hálfa milljón út úr rafvöruverslun-
um á höfuðborgarsvæðinu en sjálfur
segist hann engan þátt eiga í fjársvik-
unum.
Vikan hjá Jóni Hirti hefur verið
heldur léleg. Hann klessti bílinn sinn,
var rekinn úr vinnunni og svo hand-
tekinn fyrir fjársvik. Hann þurfti að
dúsa í óhreinum fötum með vísinda-
skáldsögu í tæpa viku í gæsluvarð-
haldi. Sjálfur telur hann lögregluna
hafa brotið á honum í varðhaldinu.
Hlutirnir sem sviknir voru út úr versl-
unum fundust heima hjá Jóni en þar
býr hann með öðrum manni.
Hræðileg meðferð
„Hún er hræðilega meðferðin
á gæsluvarðhaldsföngunum," seg-
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynur samkvæmt nýrri skoðanakönnun:
Níu prósent treysta Vilhjálmi
Sjálfstæðisflokkurinn nýt-
ur minna fylgis en nokkru sinni
fyrr samkvæmt þessari skoðana-
könnun. 22 prósent segjast myndu
styðja flokkinn ef gengið yrði til
kosninga í dag. Þetta er aðeins
rétt rúmlega helmingur þess fylg-
is sem hann hafði í síðustu kosn-
ingum. Hins vegar segjast 42 pró-
sent myndu styðja Samfylkinguna
sem yrði þar með langstærsti flokk-
urinn í borgarstjórn. Vinstri græn
njóta stuðnings fjórtán prósenta
aðspurðra. Aðrir flokkar njóta mun
minni hylli. Framsókn nýtur stuðn-
ings fimm prósenta, F-listi þriggja
prósenta svarenda og íslandshreyf-
ingin eins prósents. Athygli er vak-
in á að hvort tveggja Reykvíkingar
og fólk annars staðar á landinu var
spurt álits.
Einungis fimmti hver kjósandi,
samanlagt, treystir Ólafi F. Magn-
ússyni og Vilhjálmi Þ. Vilhjálms-
syni best til að gegna embætti
borgarstjóra samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun fyrir DV. Níu prósent
segjast treysta Vilhjálmi, oddvita
sjálfstæðismanna í Reykjavík, best
til að vera borgarstjóri. Núverandi
borgarstjóri, Ólafur F. Magnússon,
nýtur litlu meira trausts því ellefu
prósent treysta honum best til að
vera borgarstjóri.
Sá sem nýtur áberandi mest
trausts er Dagur B. Eggertsson. 79
prósent aðspurðra treysta honum
best fyrir borgarstjóraembættinu.
Plúsinn framkvæmdi skoðana-
könnunina og svöruðu 4.158 manns
á landinu öllu spurningunni um
hverjum þeir treystu best til að vera
borgarstjóri. 66 prósent þeirra búa á
höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur
að konur eru 72 prósent þeirra sem
tóku afstöðu og getur það haft áhrif
á niðurstöðuna. Þá er aðeins fimmt-
ungur svarenda yfir fimmtugu.
VALUR GRETTISSON
blaðamaður skrifar: valumt'dv.is
„í versta falli fæ ég frítt
húsnæði og mat, ann-
ars held ég að ég fái
ekki þungan dóm."
ir Jón Hjörtur en honum var neitað
um allan munað á meðan hann sat
inni. Hann var vistaður á lögreglu-
stöðinni á Hverfisgötu allan tímann.
Hann segist aldrei hafa fengið að fara
undir bert loft á þessum fimm dög-
um sem hann dvaldi þar. Hann telur
það beinlínis mannréttindabrot að
meina honum um slíkt. Þá fékk hann
ekki hrein föt á meðan hann gisti
fangageymslur en var boðin sturta
á fjórða degi. Hann segist ekki hafa
séð tilganginn með því þar sem hann
hefði þurft að fara aftur í óhreinu föt-
in.
Ævintýri í gæsluvarðhaldi
„Þeir neituðu mér um sjónvarp og
útvarp," segir Jón en bætir við hlæj-
andi að eina dægrastyttingin sem
hann fékk hafi verið ævintýraskáld-
sagan Dragons of autumn twilight.
„Ágæt bók svo sem, dálítið löng - en
ég hafði tímann."
Hann segist þó ekki leggja í að lesa
hana aftur. Þá sérstaklega í ljósi þess
að hann las hana í gæsluvarðhaldi.
Jón segir tímann hafa verið lengi
að líða í gæsluvarðhaldinu. Hann
var aðeins yfirheyrður einu sinni og
þurfti svo að dúsa í klefanum þar til
síðdegis í gær.
Ömurleg vika
Jón hefur lítinn áhuga á að upplifa
síðustu viku aftur. Áður en hann var
handtekinn klessti hann bílinn sinn.
Sjálfúr var hann í órétti og þarf því að
borga fimmtíu þúsund krónur í sjálfs-
ábyrgð. Síðan var hann handtekinn
nokkrum dögum síðar. Að lokum var
hann rekinn úr vinnunrii eftir að lög-
reglan hafði samband við vinnuveit-
anda hans. Jón Hjörtur segist ekki
sáttur við yfirlýsingu lögreglunnar
um málið. Jón bendir á að hann hafi
játað að hafa komið að undirbúningi
fjársvikanna en kom að eigin sögn
ekki nálægt svikunum sjálfum.
Frítt húsnæði
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni sviku mennirnir, sem eru á
þrítugsaldri, út alls tólf og hálfa millj-
ón. Þeir náðu að svíkja 1,3 milljónir
út úr einni verslun. Upp um þá komst
þegar árvökulir starfsmenn versl-
ana áttuðu sig á því að ekki væri allt
með felldu. í tilkynningu lögreglunn-
ar segir að fjársvikin hafi verið þaul-
skipulögð með löngum fyrirvara.
Meðal annars voru seljendur blekkt-
ir með fölsuðum millifærslustaðfest-
ingum úr heimabönkum sem sendar
voru með tölvupósti sem breytt hafði
verið með þeim hætti að hann virtíst
koma frá banka.
Jón Hjörtur er með hreina saka-
skrá og drekkur hvorki né neytir fíkni-
efna. Aðspurður hvort hann óttist
framhaldið segir hann: „1 versta falli
fæ ég frítt húsnæði og mat, annars
held ég að ég fái ekki þungan dóm."