Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 Helgarblað PV Sífellt fleiri fóstrum sem greinast með Downs-heilkenni er eytt á meðgöngu. Þeim hefur fjölgað gríðarlega frá þvi fósturskimun hófst hér á landi árið 1999. Bætt tækni hefur orðið til þess að mun fleiri fósturgallar greinast á meðgöngu en áður og kýs yf- irgnæfandi meirihluti kvenna að eyða fóstrinu ef litningagalli finnst. Aðstandend- ur barna með Downs telja að bæta megi upplýsingagjöf til verðandi foreldra. Sig- urður Guðmundsson landlæknir segir fósturskimun bjóða foreldrum upp á aukið val, en fósturgallar geti oft leitt til mikilla líkamlegra vandamála. Sigurður Krist- insson heimspekingur spyr hvort þarna séu gerðar vafasamar kynbætur. i [ ■ DSPíTAí f Kvennadeildir FÓSTUREYÐINGAR Downs-börnum mun að öllum líkindum fækka verulega (kjölfar þess að æ fleiri konur kjósa að eyða fóstrinu ef upp kemur litningagalli. Mun fleiri fósturgallar greinast en áður vegna bættrartækni. ‘ Fóstrum allra nema tveggja þeirra kvenna sem greindust með Downs- heilkenni með fórturskimun og greiningarprófi árin 2002 til 2006 var eytt. 27 fóstur greindust með Downs-heilkenni og 25 þeirra var eytt. 23 fóstur greindust með aðra litningagalla og var öllum nema tveimur eytt. Þetta má að miklu leyti rekja til bættrar tækni í að greina fóstur- galla. Æ fleiri konur kjósa að leita í fósturskimun sem sker úr um líkur á að fóstur hafi einhvers konar fóst- urgalla. í kjölfar hennar býðst kon- um upp á fósturgreiningu, eða leg- vatnsástungu, sem segir til um með nákvæmum hætti um hvernig galla er að ræð. Vafasamar kynbætur Sigurður Kristinsson, dósent í heimspeki við Háskólann á Ak- ureyri, segir tvær siðfræðilegar spurningar koma upp þegar kem- ur að þessari þróun. Annars veg- ar megi spyrja hvort það að skima eftir Downs-heilkenni megi teljast vanvirðing við ákveðna hópa. Þar sé á vissan hátt farið út í vafasam- ar kynbætur á hópum fólks ef slík- ar greiningar leiða síðan nær alltaf til fóstureyðingar. Þarna verði að gera greinarmun á hvort verið sé að uppræta böl eins og þegar fóst- ur greinast með galla sem gera að verkum að þau verði annaðhvort lífvana eða muni eiga mjög erfitt uppdráttar, líkt og ef þau myndu fæðast án heila. Þetta eigi aftur á móti ekki við um þegar kemur að Downs-heilkenni. Sigurður segir einnig megi líta á málið út frá nytjastefnunni svo- kölluðu. Hún feli í sér að aðgerð- ir séu réttar eftir því sem þær leiði til ánægju eða hamingju íyrir sem flesta, en rangar eftir því sem leiði i Fósturgreiningar: 450 118 til hins gagnstæða. „Þar verður að horfa til þess hvort skimunin skili meiri ávinningi eða áhættu fyrir samfélagið. Hverju er fólk bættara ef það ákveður að eyða fóstri þeg- ar kemur upp galli? Og þótt hægt sé að færa rök fyrir ávinningi vegna þessarar nýju þróunar, til dæmis í því að hnakkaþykktarmæling felur í sér minni áhættu en legvatnsá- stunga, má segja samt sem áður að vafasamar kynbætur eigi sér stað," segir Sigurður. Hugsanlega byggt á hugsunarleysi Sigurður segir nauðsynlegt að velta vöngum yfir því hver sjálfs- mynd samfélagsins sé þegar kemur að þessum fóstureyðingum. Þarna hafi tæknin gert mönnum kleift að gera þetta og er þróunin kannski byggð á hugsunarleysi. „Þetta kem- ur fleirum við en viðkomandi for- eldrum. Þetta snýst um hvort sam- félagið skrifi undir að þeir sem séu með Downs-heilkennið séu álitnir minni en aðrir," segir Sigurður. Aðspurður hvort samfélagið sé að þróast í átt að hugmyndafræði sem kemur fram í bókum á borð við Brave New World, þar sem fólk sé flokkað eftir ákveðnum leið- um, segist Sigurður ekki telja svo vera. „Það er auðvelt að fara á flug í þessu. Þar var miklu meira á bak við þetta. Samt sem áður má fmna þarna sömu undirstöðuatriði þar sem gripið er inn í ferlið, oft og tíð- um á grundvelli vanhugsaðra hug- mynda eða jafnvel fordóma," segir Sigurður. Aðspurður hvort bæta mætti upplýsingar sem snúa að þess- um hópi fólks segist Sigurður val- ið vissulega eiga að vera vel upp- lýst, en þó ekki svo að það ýti undir sektarkennd fólks. I stað þess að | Aðrir litningagallar 21 (þ.a m. Turner) *Auk þessa greindust sjö tilfelli litningagalla eftir meðgöngu á timabilinu. verðandi foreldrar ræði eingöngu við heilbrigðisstarfsfólk standi því einnig til boða að tala við einhvern með meiri þekkingu á uppeldi barna með þroskahömlun. Myndi finna 90 prósent fósturgalla Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans, segir að ef allar barnshafandi konur myndu gangast undir fósturskimun væri hægt að finna í kringum 90 prósent af fósturgöllum á meðgöngu í stað 30 prósenta áður. Boðið hefur ver- ið upp á fósturgreiningu allt frá ár- inu 1975 en fósturskimun var tekin í gagnið árið 1999. Áður en fóstur- sldmunin bauðst var einungis kon- um yfir 35 ára aldri leyft að fara í fósturgreiningu vegna áhættu sem henni fylgir, en hundraðasta hver ástunga leiðir til fósturláts. Áður en fósturskimun tók við sem forskoðun vegna fósturgrein- ingar voru gerðar um 500 legvatns- ástungur að jafnaði á ári hverju. Það sem hefur breyst er að allar konur geta nú gengist undir fóstur- skimun og hefur fósturgreiningum fækkað snarlega samhliða fjölgun í skimuninni. „Stóri ávinningur- inn af þessu er að ef skimunin hefði ekki tekið við hefði þeim sem gang- ast undir fósturgreiningu fjölgað jafnt og þétt. Auk þess fjölgar allt- af þeim konum yfir 35 ára aldri sem ganga með barn. Við hefðum séð fyrir okkur að þær væru í kringum 700 talsins nú til dags á ári hverju ef ekki hefði komið til fósturskimun- ar," segir Hulda. Fósturgreining er ekki sjálfsagt framhald af fósturskimun þrátt fyr- ir að auknar líkur á fósturgalla komi út úr rannsóknum. Árið 2006 tóku til að mynda tæplega 80% kvenna þá ákvörðun að fara í fósturgrein- FÓSTURSKIMUN 0G FÓSTURGREINING Fósturskimun er aðferð til að meta líkur á fósturgalla og var tekin í gagnið á fslandi í desember árið 1999. Hún er gerð með ómskoðun og blóðrann- sókn þar sem útkoman gefur til kynna hvort auknar líkur séu á göllum á borð við Downs-heilkenni. Við ellefu til fjórtán vikna meðgöngu býðst fósturskimun með samþættu líkindamati þar sem mæld er hnakkaþykkt fósturs, skoðað hvort nefbein er til staðar og mældir eru tveir lífefnavísar í blóði móður. Ef fósturskimun gefur til kynna auknar líkur á fósturgalla stendur fósturgreining til boða. Greiningin er gerð með ástungu á legi og sýnatöku frá fylgju eða legvatni, sem gefur til kynna hvort fóstrið hafi galla eða ekki. '-'M ingu eftir að fóstur þeirra höfðu verið greind með auknar líkur á fæðingargöllum. Skoðun mótuð fyrir fósturskimun Rúmlega 4.000 börn fæðast að jafnaði á fslandi á ári hverju en um 800 til 1.000 fóstrum er eytt. Af þeim eru um 20 til 25 tilfelli sem rekja má til einhvers konar fósturgalla. Stór hluti af þeim er gerður vegna alvar- legra galla þar sem börnunum er vart hugað líf. Árið 2006 var til að mynda þriðjungi þeirra fóstra sem greindust með byggingargalla eytt. Ekki liggur fyrir hversu mikið fæðingum barna með Downs hef- ur fækkað frá því að fósturskimun var tekin upp í heilbrigðiskerfinu. Miðað við fjölgun þeirra kvenna sem leita í fósturskimun og hlutfall þeirra sem kjósa að halda fóstrinu ef upp kemur litningargalli, má aft- ur á móti leiða að því líkum að þeim hafi fækkað verulega síðustu árin. Hulda segir flesta verðandi for- eldra sem fari í fósturskimun hafa mótað sér fýrirfram skoðun um framhaldið ef niðurstöðurnar reyn- ast vera þær að fóstrið búi yfir ein- hvers konar galla. „Það er ekki hægt að segja fyrir víst hvers vegna for- eldrarnir taka afstöðuna. Sumir hafa persónulega reynslu af hlut- um eins og Downs-heilkenni, en aðrir ekki. Við ræðum alltaf mögu- leikana í stöðunni við pörin þegar kemur upp fósturgalli. Þótt grein- ingin liggi fyrir er það alls ekki svo að konurnar séu undir pressu um ákvörðun sína og við reynum að styðja þær eftir fremsta megni hver sem hún er. í hinum fullkomna heimi ætti niðurstaða sem þessi ekki að skipta máli. En þetta getur breytt lífi fjölskyldunnar og svo er óvissa mikil um hver þroski barn- anna verður í framtíðinni. Þá er einhverfa algeng meðal barna með Downs og líkamleg vandamál eru oft mikil. Sumir leita eftir því að ræða stöðuna nákvæmlega við sína nánustu eða fólk sem hefur per- sónulega reynslu af börnum með Downs," segir Hulda. Hulda segir ljóst að ákvörðunin um að binda enda á meðgöngu sé ávallt erfið fýrir verðandi foreldra, hvort sem um ræðir vegna ákveð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.