Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 27
DV Menning FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 27 IAN McEWAN FRIÐÞÆGING íslandssýning í Köben Textillistakonan Heidi Strand sýnir nú verk sín á einkasýningu í ráðhúsinu í Hoje-Taastrup í Kaupmannahöfn þar sem þemað er (sland og íslensk náttúra, ís, líf og land. Heidi sýnir þar 33 vegg- verk, flest unnin á árunum 2004 til 2008. Sýningin stendur út febrúarmánuð og þeir sem ieið eiga um Kaupmannahöfn fyrir mánaðamót eru hvattir til að líta við. Myndir úr fslandssögunni Þrándur Þórarinsson opnar sina fyrstu einkasýningu í gömlu kaffíbrennslu Ó. Johnsson & Kaaber við Sæbraut á morgun, laugardag, kl. 14. Á sýningunni eru valin verk sem Þrándur hefur unnið á síðustu árum. Um er að ræða stór olíumálverk þangað sem Þrándur sækir meðal annars viðfangsefni í íslenska sögu, þjóðsögurnar og (slendingasögurnar. •'/Á Sýningin stendurtil 1. mars. Listasafn Reykjavíkur er með veglega dagskrá um helgina: Vatnsmýrarskipulag, listasmiðja og tónleikar Spennandi dagskrá er fram und- an um helgina í Listasafni Reykja- víkur en frítt er í öll söfn þess. Mik- il áhersla verður á sýninguna um skipulag Vatnsmýrarinnar sem var opnuð í Hafnarhúsinu í gær en í tengslum við hana verður fjölbreytt dagskrá ffá fimmtudegi tíl sunnu- dags. Á Kjarvalsstöðum verður lista- smiðja fýrir börn og fjölskyldufólk og einnig verða þar tónleikar á veg- um kammerhópsinsNordic Affect. Verðlaunahafar í hugmynda- samkeppninni um Vamsmýrina kynna tillögur sínar í Hafnarhúsi kl. 16 til 18 í dag og dómnefnd ger- ir grein fyrir niðurstöðum sínum. Hjálmar Sveinsson verður með beina útsendingu ffá Hafnarhúsinu á þætti sínum Krossgötum á Rás 1 á morgun klukkan 13 þar sem rætt er um framtíðarskipulag borgar- innar með áherslu á Vatnsmýrina. Guja Dögg Hauksdóttir annast svo leiðsögn um Vamsmýrarsýninguna klukkan 14. Kammerhópurinn Nordic Affect leikur tónlist sem innblásin er af kunnri tónleikaröð Abels og Bachs á Kjarvalsstöðum klukkan 15.30 á morgun. Á sunnudaginn kl. 14 verður Ste- ve Christer arkitekt með leiðsögn um Vatnsmýrarsýninguna í Hafn- arhúsi. Á sama tíma á Kjarvalsstöð- um hefst listasmiðja fyrir börn og fullorðna þar sem óvæntu ljósi er brugðið á byggingarlist og nánasta umhverfi. , Vatnsmýri Sýning á verðlaunatillögum um framtíð Vatnsmýrarinnar er á meðal þess sem sjá má í Hafnarhúsi um helgina. þeim karakterum sem þú hefur leikið hingað tíl. „Jaá," segir Nína og dregur seiminn örlítið. „Kannski af því að ég hef svo mikið verið að leika litlu stelp- una. Það er kannski aðeins að breyt- ast," segir Nína og hlær stutt. Nína segir hópinn hafa kafað ofan í áttunda áratuginn við undirbúning sýningarinnar. „Hann Goddur [Guð- mundur Oddur Magnússon], kennari uppi í LÍH, ræddi við okkur síðastliðið sumar en hann er með ákveðinn fýr- irlestur sem harm hefur flutt margoft um hippakynslóðina, um upphafið, hvemig þetta allt fer, hvemig þetta allt hrynur. Þetta er algjörlega frábær fyrirlestur og Goddur tekur inn í þetta myndlist, tónlist, gjörninga, alla lista- mennina sem koma inn í þetta, alla pólitíkusana og hvaðeina. Við feng- um eiginlega besta útdrátt sem við hefðum getað fengið um þetta tíma- bil þar sem við dvöldumst í viku á Kolsstöðum í Húsafelli, sem er eins konar listamannasetur sem Helgi í Lumex á, og þetta var mikil inspera- sjón fyrir okkur. Svo hef ég verið að lesa rauðsokkubækur bækur um baráttu kvenna og allt þetta. Anna er nefnilega á þeim stað í lífinu að það skiptir hana miklu máli að konur fái frelsi til að vera þær sjálfar og á jöfh- um grundvelli og karlmaðurinn. Það var voðalega gaman að fara þangað." Tvær stjörnur Eins og greint hefur verið frá eru tvö þokkalega þekkt nöfn í kvik- myndaheiminum hluti af Komm- únuteyminu, hinn mexíkóski Gael Garcia Bemal, sem meðal annars lék í Amores Perros og Babel, og spænska leikkonan Elena Anaya sem til dæm- is hefur leikið í Van Helsing og mynd Pedro Almodóvars, Hable con ella. Að sögn Nínu var það ekki mjög mikl- um vandkvæðum bundið að fá þau tvöíverkefnið. „Við kynntums Gael þegar hann var að vinna með Birni Hlyni [Har- aldssyni, Vesturportsmanni] úti í London í leikrití sem heitir Blóðbrúð- kaup. Upp fr á því byrjuðum við að tala um að það væri gaman að vinna sam- an, og hann langaði virkilega að leika á sviði, en hann er alltaf svo upptek- inn við að leika í bíómyndum útí um allan heim. Svo vann hann með okk- ur fyrstu vikurnar þegar við settum upp Woyzeck og kom síðan að sjá Hamskiptin og þá sagðist Gísli vera kominn með réttínn að Tillsamm- ans. Gael var mjög áhugasamur um að vera með í því og þá fórum við að púsla saman hvar og hvenær hann væri laus," segir Nína og bætir við að Elena sé síðan miki] vinkona Gaels og því hæg heimatökin að fá hana til liðs við hópinn. Þýski leikarinn Daniel Bruhl og ein frönsk leikkona ætluðu líka upp- haflega að leika í Kommúnunni en heltust úr lestinni vegna anna. „Sem í rauninni er fínt því það hefði verið svolítið mikið af útlendingum í sýn- ingunni, svona eftír á að hyggja," seg- Friðþæging á toppnum Slcálasagan Friðþæging eftir Ian McEwan trónir á toppi metsölulista bókabúða Eymundsson og Máls og menn- ingar þessa vikuna. Það kemur kannski ekki á óvart í ljósi þess að kvikmynd byggð á sögunni er nú í íslenskum bíóhúsum en myndin reið nokkuð feitum hestí frá Golden Globe og Bafta-verðlaunahátíðunum á dögunum. í öðru sætí listans er Harðskafi eftír Amald Indriða- son og í þriðja sætínu situr Full- næging eftír Katerinu Janouch. í fjórða og fimmta sæti eru svo Minnisbók og Ljóðhús sem hlutu nýverið Islensku bókmenntaverðlaunin. Nornir og Sírenur Næstu fimm sunnudaga verður á dagskrá Útvarps- leikhússins framhaldsleik- ritíð Nornirnar eftír Roald Dahl. Nornirnar eru Hanna María Karlsdóttír, Brynhildur Guðjónsdóttír, Jóhanna Vig- dís Arnardóttir, Bryndís Petra Bragadóttir og Guðlaug Elísa- bet Ólafsdóttir. Á eftir hverjum þætti leikritsins á ung listakona einleik þar sem hún kuklar í útvarp, ein hveiju sinni. Þær eru fimm og nefnast Sírenur og eru Ingibjörg Magnadótt- ir myndlistarmaður, Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndlistarmað- ur, Kristín Eiríksdóttír, skáld og myndlistarmaður, Rikke Houd útvarpslistamaður og Kristín Björk Kristjánsdóttír (Kira Kira) tónlistarmaður. Flickr-flakk ogheljarstökk Lj ósmyndasýningunni Flickr-flakk og heljarstökk lýk- ur í Ljós- myndasafni Reykjavíkur á sunnudag- inn. Á sýn- ingunni er sjónum beint að íslenskum ljósmyndur- um og ljós- myndaáhugamönnum sem lifa og hrærast í ljósmyndarasam- félaginu Flickr á netínu. Síðasta sumar setti Ljósmyndasafn- ið upp síðu á Flickr sem opin var í um tvo mánuði. Alls voru sendar inn vel á þriðja þúsund mynda en á sýningunni eru um 220 myndir og eiga 94 ljós- myndarar prent á sýnlngunni. ir Nína. „Þá hefðum ekki getað not- að svona mikið íslensku. Sýningin er bæði á ensku og íslensku, og við látum eins og Gael og Elena skilji ís- lensku, en ef það hefðu verið fleiri út- lendingar í leikarahópnum hefði það verið svolítíð skrítíð." Anna, er stórkostlegur karakter að sögn Nínu. „Hún stendur fyrir baráttu kvenna og að konur taki sér pláss í veröldinni. Og hún er leitandi." Sýna í Mexíkó og London Leikstjóri Tillsammans, Lukas Moodysson, kom til íslands í ág- úst síðastliðnum að hitta Gael tíl að reyna að fá hann tíl að leika í nýj- ustu mynd sinni. „Við hittum hann þá og það var mjög gaman. Hann er mjög áhugaverð manneskja. Og hann hvattí okkur eindregið til að gera hvað sem við vildum við þetta og var rosa glaður yfir því að það væri verið að setja þetta á svið," segir Nína en hún kveðst ekki vita hvort Lukas hafi tök á því að sjá sýningu Vesturports. Von- andi verði þó af því. Leikhópurinn hóf æfingar í síð- asta mánuði og tekur fimm vikur í þær fyrir frumsýninguna í næstu viku. Sýningartíminn er einungis rúmur mánuður en síðan er fyrirhug- að að fara með sýninguna til Mexíkó og svo verður hún að öllum Ifldndum sett upp í Young Vic leikhúsinu í sum- ar þar sem Vesturport sýndi Róm- eó og Júlíu á sínum tíma. Nína segir svo aldrei að vita nema sýningin fari víðar, jafnvel sýnt eitthvað meira hér á lancii seinna, en það fari alveg eft- ir því hvort erlendu stjömumar hafi tíma. „Þær eru alltaf svo bissí í bíó- inu, en maður veit ekld ef þær hafa einhvem tíma aflögu hvort þær séu tíl í að sýna meira. En þetta er alltaf svo mikið púsluspil því það fara allir í einhver önnur verkefni þegar þessari töm er lokið." Nína segir aðspurð alltaf jafii gam- an og spennandi að frumsýna stykki á íslandi þrátt fyrir alla velgengni þeirra í Vesturporti erlendis. „Þótt það sé ævintýralegt og skemmtí- legt að fara til útlanda að leika finnst manni alltaf skemmtilegast að leika fyrir sína, á sínu tungumáli og svona. Og mér finnst þetta fínt eins og þetta er. Við erum alltaf að ferðast með sýningamar okkar, förum nánast út um allan heim, höfum áhrif þama og þama og þama, en komum svo allt- af heim og höldum áfram að vinna og sýna okkar fólki. Og reynum að áhrif héma líka." Verður ekki sjóveik Framundan hjá Nínu og Vest- urporti eru svo tökur á bíómyndinni Brim í leikstjórn Árna Óla Ásgeirs- sonar. Myndin er byggð á samnefndu leikrití Jóns Atla Jónassonar sem leik- hópurinn sýndi við miklar vinsældir fyrir nokkrum árum. Tökur eiga að hefjast í mars og fara að miklu leyti ffam útí á sjó, útí fyrir ströndum Þor- lákshafnar. Óneitanlega er allra veðra von í Norður-Atlanshafi á þessum árstíma en þrátt fyrir það er enginn beygur í Nínu. „Það er töggur í mér, ég verð ekk- ert sjóveik. Ég hugsa frekar um við- kvæma stráka sem eru með mér í Vesturporti," segir Nína og hlær. „En þetta er mjög spennandi og verður mjög forvitnilegt. Maður fær alveg hnút í magann en það þýðir ekkert að verða sjóveikur heilan dag því við verðum að halda áffarn þar sem hver dagur kostar svo mikið. Þá verðurðu bara að vera hvítur í framan og vera með ælafötu við höndina," segir Nína með töffaralegum tón. Sami leikara- hópur og lék í sviðsuppfærslu Brims leikur í myndinni auk þess sem Ólaf- ur Darri Ólafsson bætist við. Stefnt er að frumsýningu myndarinnar næsta haust. Sykurmolar leiklistarinnar? Síðustu tvær myndir Vesturports, Börn og Foreldrar, hafa notíð mildllar velgengni. Börn fékk til að mynda Gyllta svaninn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn og Foreldrar sópaði til sín verðlaunum á síðustu Edduverðlaunahátíð. Að sögn Nínu eru þau núna búin að fara með myndimar á þær kvikmyndahátíðir sem ráðgert var að fara með þær á. „Við tókum alveg tvö ár í það. Nú fara þær bara í sýningar í þeim löndum sem þær hafa verið keyptar tíl, í Danmörku, Frakklandi og Rúmeníu og svo eigum við í viðræðum við aðila í Þýskalandi þannig að þær eiga alveg ennþá líf. Síðan ætlum við að gefa þær báðar út á DVD." Það hefur svolítíð einkennt Vesturportshópinn að kýla á hlutína, svona „do it yourself" aðferðafræði, og minnir hann að því leytinu á Sykurmolana. ErhægtaðkallaVestur- portsfólkið Sykurmola leiklistar- innar? „Ja, erum við ekki bara skap- andi listamenn eins og þau sem eru fullir af hugmyndum, eldmóði og hvata tíl að miðla og skapa?," spyr Nína á móti. „Þá stoppar mann ekkert. Og þegar maður hefur góðan hóp af fólki myndast samstaða þar sem allir halda utan um hver annan og styðja. Við erum ríkust af því." kriítjanh@dv.i$ Tvær stjörnur Hinn mexíkóski Gael Garcia Bernal og spænska leikkonan Elena Anaya, sem til dæmis hefur leikið í Van Helsing og mynd Pedro Almodóvars, Hable con ella, leika í Kommúnunni. m .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.