Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 15. FEBÚAR 2008 Helgarblað PV Fynr faemum öldum voru þúsundir manna í Evrópu teknar af lífi, sakaöar um galdra. Á Noröurlöndum voru um 2.000 menn teknir af lífi, þar á meðal börn. § M M JSSs Hvíldardagurinn Þá töldu menn nornir halda á fund Satans, fórna óskírðum börnum og sækja svallveislur í boði djöfulsins, Gild ástæða til nornaveiða. --v Nútímamaður í leit að framförum og þankagangi liðinna tíma, blönd- uðum dulúðugum vísindum for- feðranna, hlýtur að staðnæmast einna fyrst við galdrafárið. Pyntingar, hengingar, brennur, siðferðileg upplausn og allsheijar móðursýki - og hundruð manna lágu í valnum að lokum. Flestir telja galdrafárið hafa herjað á miðöld- um og að milljónum kvenna hafi verið fórnað á altari djöfulgangsins. Vissulega er ýmislegt til í því. En það er ekki hið eiginlega galdrafár. Myrkur yfir samfélaginu Fyrir fáeinum öldum lá skuggi yfir vestrænum samfélögum. En margt af því sem við teljum okkur vita um forn réttarhöld yflr nornum og galdramönnum er á misskilningi byggt. Stærsti og algengasti mis- skilningurinn er að galdrafárið hafi verið dæmigert fýrir miðaldir. Fár- ið náði hámarki um tvö hundruð árum eftir að miðöldum lauk og rétt áður en nútíminn gekk í garð. Ekki skal þó dregið úr trúnaði miðalda- manna á nornir og galdramenn. Af og til hlutu menn dóma fýrir galdra, jafnt meðal almennings sem valda- stétta. Kirkjufeður og stjórnmála- menn sluppu heldur ekki undan ofsóknum. Biskup sakaður um galdra Eitt athyglisverðasta dæmið um þessar ofsóknir átti sér stað árið 1308. Guichard, biskup í Troyes, var sakaður um að hafa gert vaxbrúðu í líki Frakkadrottningar og vald- ið dauða hennar með því að stinga nálum í brúðuna. Óvinir biskupsins fullyrtu einnig að hann hefði soðið göróttan drykk úr ormum, sporð- drekum, pöddum og eiturköngu- lóm og ætlað með honum að eitra fyrir Frakkaprinsum. Atiagan að Guichard biskupi var hörð en hann stóðst hana, hélt lífi og varð frjáls maðurárið 1313. Hugmyndin þróast Rétt er að benda á mikilvægan mun á þessum galdraofsóknum og því sem koma skyldi. í fornöld og á miðöldum varð fjöldi manna fýrir ofsóknum af þessu tagi. Ekki kom þó til siðferðilegrar upplausnar eða allsheijar móðursýld. Enn hafði mönnum ekki dottið í hug að púsla saman þeim ólíku fýrirbrigðum „Grunur um djöfla- dýrkun og Satans- trú varð nú nægileg ástæða til að ákæra hvern sem var, jafnt dagfarsprúða bændur sem fróðar kerlingar." sem síðar mynduðu skilning þeirra á göldrum. Ekki hvarflaði að þeim að fróðar kerlingar, vísar konur og vitrar í byggðum vesturheims, flygju á kústsköftum á nomaseið. Eða að þær ættu í nánum samskiptum og hefðu samræði við púka helvítis. Engum datt í hug að tengja grasa- lækningar, alþýðuvísindi, sögur um yfirnáttúmleg flug og púka við herr- ann í neðra. Velta þurfti vöngum yfir guðlegum fræðum öldum sam- an áður en lærðir kirkjufeður á 15. öld áttuðu sig á sambandinu milli alls þessa og að djöfullinn stæði í stöðugri baráttu til að ná yfirráð- um á jörðinni með aðstoð norna og galdramanna. Fjölmargir miðalda- prestar trúðu líka að nornir gætu haft mikil áhrif á umhverfi sitt með göldrum. Menn fordæmdu illan viljann að baki meintum gjörðum þeirra en töldu þær ekki hættuleg- ar umhverfi sínu. En allt er breyt- ingum undirorpið. Á 14. og 15. öld tengdu margir kirkjufeður, eink- um þó innan rannsóknardómstóls- ins, andlega bresti og brot göldr- um. Þeir skildu meint brot sumra manna sem viðleitni þeirra til að valda skaða í sínu nánasta umhverfi með göldrum og fuflum stuðningi Satans. Trúvillingar, það er að segja þeir trúmenn sem gagnrýndu kirkj- una og páfa, voru iðulega sakaðir um galdra. Nýjar stéttir ná völdum Á 15. og 16. öld þróaðist ný yf- irheyrslutækni: meintum brota- mönnum var hótað pynting- um nema þeir svöruðu fyTÍr fram ákveðnum spurningum rétt. Smám saman lærðist mönnum að svara hárrétt og komast undan líkamleg- um pyntingum. Grunur um djöfla- dýrkun og Satanstrú varð nú nægi- leg ástæða til að ákæra hvern sem var, jafnt dagfarsprúða bændur sem fróðar kerlingar. Mönnum lærðist að nota galdraákærur til að styrkja eigin stöðu í samfélaginu, ekki síst þegar nágrannar deildu. Trú á norn- ir og fordæður varð hluti af daglegu lífi fólks þangað til nýjar stéttir náðu völdum í samfélaginu. Á 15. og 16. öld var grunnurinn lagður að þeirri borgarmenningu sem við búum við í dag og borgaryfirvöld náðu víða tökum á kirkju, her og dómstólum. Borgarstjórnarmenn kröfðust rétt- trúnaðar borgaranna og takmarka- lausrar hlýðni við yfirvöld. Skylda hvers manns við konung og land skyldi vera að vinna á syndinni í rík- Vatnssönnunin Varsérlega vinsæl á meðan á galdra- fárinu stóð. Meint norn var bundin á höndum og fótum og henni sökkt í vatn. Ef hún flaut upp var hún sek. ?mmr :■ inu og draga úr áhrifum djöfulsins. Andi dómstólanna breyttist, dauða- refsingum fjölgaði. Byrjað í Sviss Fyrsta umfangsmikla galdrafár- ið braust út í Sviss um miðja 15. öld. Móðursýkin breiddist út til nærhggj- andi sveita í Frakklandi, Þýskalandi og á Italíu. Dómarar og yfirheyrslu- meistarar höfðu handbækur sér til halds og trausts, merkust og ár- angursríkust þótti Malleus malefi- carum eða Nornahamarinn en hún var skrifuð um 1480. Þar var kom- inn á eina bók allur sá ffóðleikur sem nýttist mönnum best á galdra- veiðum komandi alda: gandreiðar norna á fund djöfufsins, djöfladýrk- un þeirra á hvíldardögum, barna- fórnir þeirra tíðar og ýmislegt fleira. Þetta var upphaf nánast farsóttar- legrar útbreiðslu galdraofsókna. í hverri sveit spruttu upp máfaferli vegna galdramála. Grunaðar nornir og galdramenn voru dregin ffam og yfirheyrð. Og jafnvel þótt þau stæð- ust pyntingar og meiðingar og ját- uðu ekkert var alls ekki víst að þau lifðu af og slyppu. í sumum löndum voru það almælt tíðindi að þetta fólk nyti aðstoðar djöfulsins við að þola óbærilegan, líkamlegan sársauka. Þýskaland verst úti Galdrafárið náði hámarki á ár- unum 1570-1650. Þýskaland varð einna verst úti en í kaþólskum löndum við Miðjarðarhafið varð HVILDARDAGURINN ANNADAGURNORNA Frásagnir af líferni dæmigerörar nornar má lesa á handritum frá 15. og 16. öld. Samkvæmt þeim hóf norn daginn með venjulegum hvunndagsgöldrum. Sumir fengu að kenna á illkvittni hennar, aðrir góðmennsku. Þegar djöfullinn vitjaði hennar til að taka hana í þjónustu sína, byrjaði hann á að gæla hressilega við hold hennar með klóm sínum. Flann gaf henni einnig horn eða bauk með smyrslum. Hún átti að rjóða sig smyrslunum þegar hún vildi ná fundum hans á ný. Smyrslið gerði henni kleift að fljúga á hans fund og annarra norna. Saman héldu þau svo hvildardaginn hátíðlegan: átu og drukku af lyst, dönsuðu og höfðu kynmök við djöfla og púka af ýmsu tagi. Nornin var mun máttugri en áður þegar hún sneri heim og galdrar hennar sterkari. En að lokum komust menn að sönnu eðli hennar og dæmdu hana til dauða. fárið ekki eins mikið. Rannsókn- ardómarar á ítah'u og Spáni voru ekki eins hneigðir til galdratrúar og dómstólaríMið- ogNorður-Evrópu. Ekki er vitað nákvæmlega hve marg- ir létu lífið eða voru drepnir meðan á þessu stóð en með rannsóknum á fornum heimildum má komast ná- lægt þeirri tölu. Samkvæmt þeim voru í mesta lagi 35.000 menn í Evr- ópu teknir af lífi fyrir galdra, tæp- lega 2.000 á Norðurlöndum. Hröð útbreiðsla Galdraofsóknirnar breiddust eins og eldur í sinu um Vesturlönd. Fjarlægð frá upptökum skipti engu, fárið náði bara seinna til fjærstu staða. Sinubruni þessi náði til Eng- lands, Niðurlanda og Danmerkur á fýrri hluta 17. aldar en hámarki náðu galdraofsóknir í Svíþjóð um 1670. Frægustu galdraofsóknir í BNA - í Salem í Massachusetts - hófust 1692. Á 18. öld dró mjög úr galdraofsóknum þótt þær brytust út hér og hvar, bæði á Norðurlönd- um og á meginlandinu. Hvorki yfir- völd, prestar né forustumenn upp- lýsingarinnar höfðu þá áhuga á gandreiðum og svallveislum norna. Dómstólar tóku að vísa galdra- málum frá í miklum mæli. Lög um galdra voru tekin úr sænskum lög- bókum árið 1779. Birt með leyfi timarltsins Sagan öll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.