Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 46
4« FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008
Helgarblaö DV
Umjón: Kolbrún P. Helgadóttir. Netfang kolbrun@dv.is
Þvegið í svefni
Það getur verið margra klukkustunda erfiði að þrífa grillgrind. En með þessari
aðferð er það leikur einn. Smurðu grindina vel með grænsápu og settu hana í
stóran plastpoka. Lokaðu pokanum vandlega svo ekkert loft komist inn. Þá
vinnur sápan betur. Láttu þetta standa yfir nótt og næsta dag ætti að vera
auðvelt að þrífa grindina með svampi. Síðan þarf bara að þvo hana með
uppþvottalegi eða setja hana í uppþvottavélina. Mundu að nota góða gamal-
dags grænsápu - það er ekki hægt að smyrja fljótandi sápu á grindina.
Gerumheimilis-
verkiii skemmtileg
Flestum unglingum finnst hálfleiöin-
legt að sinna heimilisstörfunum. Ef þú
ert foreldri sem átt erfitt með að fá
þinn ungling til að ganga frá eftir
matinn, fara með fötin (óhreina tauið
og svo framvegis skaltu koma upp
einhvers konar kerfi á heimilinu.
Bjóddu unglingnum til dæmis að sjá
um eldhúsið eitt kvöld í viku. Þetta
eina kvöld má unglingurinn elda það
sem hann langar í fyrir sig og
fjölskylduna. f þessu kvöldi felst þó
lika að ganga frá eftir matinn og bera
fulla ábyrgð á öllu því sem fram fer (
eldhúsinu. Unglingurinn mun finna
fyrir ákveðinni ábyrgð og ánægju ef
vel gengur með eldamennskuna.
Hvað þvottinn varðar er ágætis regla
að þvo ekkert sem ekki er farið með
inn í þvottahús. Húsfrúin hefur í nógu
öðru að snúast en að ganga um gólf
og tína upp óhreina sokka og annan
fatnað. Unglingurinn þinn fer fljótt að
finna fyrir fataleysi og verður eflaust
fljótur að snúa við blaðinu. Þetta ráð á
við þá sem eru extra slæmir, hinum
má svo einfaldlega kenna á
þvottavélina.
Að lokum er mjög fljótlegt og þótt
ótrúlegt megl virðast skemmtilegt að
búa til einn dag (viku þar sem öll
fjölskyldan sameinar krafta sína, tekur
til og þrifur. Skiptið með ykkur
verkum, setjið góða og hvetjandi
tónlist á fóninn og ef vel gengur er
tilvalið aö fjölskyldan verðlauni sig
með góðum mat á eftir.
í nýjasta tölublaði Gestgjafans sem tileinkað er börnum og unglingum er
skemmtilegur þáttur með unglingum í Rimaskóla sem hafa matreiðslu sem
valfag. Hér eru þeir félagar Alex Pétursson og Jan Eyþór Páltfflta&eð einn
af sínum unnáhaMsréttum.
0G METALL
TANDOORI-KJUKLINGUR
• 1/2laukur, mjög smátt saxaður
• 2 msk. sítrónusafi
• 2dlab-mjólk
• 2 msk. tandoori-kryddblanda
• 3 skinnlausar kjúklingabringur
Hitið ofninn í 250°C. Blandið öllu
nema kjúklingabringum saman í
skál. Skerið kjúklingabringurnar í
frekar breiða strimla og veltið þeim
upp úr tandoori-blöndunni þannig
að allur kjúklingurinn verði vel hjúp-
aður. Látið standa við stofuhita í 30
mínútur (best er að láta kjúklinginn
bíða í ísskáp í 4-6 tíma eða yfir nótt).
Setjið örlitla olíu í eldfast mót eða
form og dreifið vel um allan botn-
inn. Hellið kjúklingnum og sósunni í
mótið og bakið næstefst í um það bil
20 mínútur. Berið fram með naan-
brauði og soðnum hrísgrjónum.
NAAN-BRAUÐ MEÐ GARAM
MASALA OG HVÍTLAUKSSMJÖRI
• 1 msk. sykur
• 2 tsk. þurrger
• 1 'h dl volg mjólk (hitið í u.þ.b. 'h
mínútu í örbylgjuofni)
• 5 % dl hveiti
• %tsk. salt
1 tsk. lyftiduft
2 msk. ólífuolía
1 'h dl Aab-mjólk
U.þ.b. 1 msk. garam masala-duft
1 tsk. Maldon-salt
Hitið ofninn í 250°C. Mælið syk-
ur og þurrger í skál. Hellið volgri
mjólk yfir og látið standa í 10 mín.
Blandið hveiti, salti, iyftidufti, olíu
og ab-mjólk saman við með sleif.
Bætið meira hveiti saman við ef
deigið er of blautt. Hnoðið vel og
látið lyfta sér á hlýjum stað í 10
mínútur. Skiptið deiginu í 8 hluta
og fletjið með höndunum í frekar
þunnar kökur. Setjið garam mas-
aia og Maldon-salt á disk og þrýstíð
annarri hliðinni á kökunum ofan í
kryddið. Raðið á bökunarplötu með
kryddhliðina upp. Það er mjög gott
að strá kókosflögum ofan á brauðin
en því má sleppa. Bakið næstefst í
ofni í 5-7 mínútur. Penslið brauð-
in með hvítíaukssmjöri um leið
og þau koma úr ofninum og rað-
ið þeim á fat. Berið fram með ind-
verskum réttum.
HVÍTLAUKSSMJÖR:
Til að pensla ofan á nýbökuð brauðin
• 25 g íslenskt smjör
• 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
• 'h tsk. Maldon-salt
Bræðið smjör í örbylgjuofni og
bætið hvítlauk og salti saman við.
Penslið brauðin um leið og þau
koma úr ofninum. Ef eitthvað smjör
verður eftir má bera það fram með
brauðunum og gestir geta bætt við
smjöri eftir smekk.