Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008
Helgarblað DV
Umsjón: Jón Ingi Stefánsson joningi@dv.is
P á 11 Svansson p a 11 i @ d v. i s
EASTAÐFESTIR LEIKI
Leikjarisinn EA gaf innsýn í framtíðina á miðvikudaginn þegar hann tilkynnti
útgáfu á nokkrum af stærstu leikjum sínum næsta árið. Burnout, sem sló rækilega
í gegn eftir endurhönnun, kemur út aftur sem og framhald af leiknum Skate.
Leikirnir koma snemma árs 2009. Þá mun EA einnig gefa úr Mass Effect 2 og 3 og
fullkomnar þríleikinn á Xbox360 og á PC. Síðast en ekki síst er von nýjum Lord of
the Rings leik.
YAH00!HAFNAR
MICR0S0FT
Yahoo! hefur hafnað yfirtökutilboði
tölvurisans Microsoft sem lagt var
fram í fyrir nokkru á þeim forsendum
að það sé alltof lágt. Sögðu Yahoo!
menn að tilboðið gerði í raun lítið úr
starfsemi fyrirtækisins og að það
þjónaði ekki hagsmunum hluthafa.
Tilboð Microsoft hljóðaði upp á 2.907
milljarða króna, eða 2.072 krónur á
hlut. Það er 62% yfir verði á hvern hlut
daginn sem tilboðið var lagt fram.
Talið er fullvíst að Microsoft hækki
tilboð sitt, en verði af yfirtökunni mun
eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar
verða til.
ETERNAL
DARKNESS2?
Fyrirtækið The Ontario Media
Development Corporation hefur
fjárfest í tveimur frumgerðum leikja
fyrir 65 milljónir króna. Önnur er frá
leikjaframleiðandanum Silicon
Knights sem gerði hinn vinsæla
Eternal Darkness á GameCube og Too
Human sem er væntanlegur á
Xbox360. Aðdáendur Eternal Darkness
vonast til að um framhald sé að ræða
en hin frumgerðin sem OMDC keypti
er frá Digital Extremes sem gerði Dark
Sector og mun þar vera á ferðinni
þriðju persónu skotleikur með
hryllingsþema af gamla skólanum.
APPLE UPPFÆRIR
Apple afhjúpaði á miðvikudag
uppfærslu fyrir nýja Leopard-stýri-
kerfið sem auka á stöðugleika og
öryggi þess. Uppfærslan kemur í
kjölfar kvartana Apple-notenda á
spjallborðum um heim allan. Mælt er
með uppfærslunni, sem er 180 MB að
stærð, fyrir alla notendur Mac OS X
10.5 og Leopard 10.5.1 stýrikerfanna.
Uppfærslan vinnur meðal annars á
forritunum Safari, Time Machine, iCal,
iChat, iSync og Finder svo eitthvað sé
nefnt.
Lítur nokkuð vel út.
OG SATANISKARVELBYSSUR
Skotleikurinn Conflict: Denied Ops kemur út innan skamms. Um er að ræða fimmta
hlutann í Conflict-seríunni og segir framleiðandinn að þessi muni slá hinum við. Leik-
menn fara í hlutverk tveggja CIA-manna sem elta bófa um þrjár heimsálfur.
Skotleikurinn Conflict: Denied Ops kemur
út á næstunni fyrir PlayStation 3, Xbox 360 og
Windows. Um er að ræða svokallaðan Co Ops-
skotleik, sem er skemmtilegastur þegar tveir
spila saman og að sama markmiði. Leikmenn
fara í hlutverk þeirra Graves og Lang, sem báð-
ir starfa með háleynilegum hópi hjá CIA. Þegar
þeir komast á snoðir um að illmenni hafi und-
ir höndum kjarnavopn, neyðast þeir til að elta
hann þvert yfir þrjár heimsálfur aðeins til þess
hafa hendur í hári hans. Leikurinn gerist í fjór-
um löndum, Rússlandi, Síberíu, Venesúela og
Rúanda. Þeir Graves og Land sérhæfa sig í mis-
munandi vopnum, bæði þungavopnum og riffl-
um, sem gerir leikmanninum kleift að vinna
verkefnin eftir eigin höfði. Til dæmis er hægt að
senda einn Graves í návígi að óvininum þar sem
hann sallar hann niður með hríðskotabyssu, á
meðan Lang er í öruggu skjóli með riffilinn og
sér um að ekkert óvænt gerist. Grafík leiksins lít-
ur ansi vel út og stendur í yfirlýsingu frá fram-
leiðandanum að umhverfi leiksins sé hægt að
rústa með kúlnahríð, en það er ansi vinsælt í
tölvuleikjum. Þá spilast leikurinn einnig á net-
inu, en allt upp undir 15 leikmenn geta spilað
hann í einu, í þremur mismunandi útgáfum af
netleikjum. Er þetta fimmti leikurinn í Conflict-
seríunni, sem hefur notið mikilla vinsælda. Fyrri
leikir eru Conflict: Vietnam, Desert Storm, Des-
ert Storm 2 og Global Storm. Fyrri leikir hafa all-
ir spilast sem þriðju persónu skotleikir, en sá nýi
er í fyrstu persónu. Ekki láta þennan framhjá þér
fara, lítur virkilega vel út og gæti orðið góð upp-
hitun fyrir Army of Two sem kemur út seinna í ár
og margir hafa bundið mildar vonir við.
dori@dv.is
Ég er enginn sérlegur aðdáandi bíla-
leikja, en læt mig samt hafa það að
spila þá allra bestu. Hingað til hef ég
skammast mín fyrir að sjá ekki feg-
urðina í að þeysast um götur og
brautir á vel smurðum og skæsleg-
um dreka, og hef í samtölum við vini
mína stórlega ýkt þann tíma sem ég
eyði í bílaleiki. Þess gerist þó ekki
þörf í Burnout Paradise, sem slær
við Motorstorm, sem var síðasti bíla-
leikur sem ég fann mér snertiflöt á.
Leikurinn er talsvert öðruvísi en
fyrri Burnout-leikir. Nú hafa menn
heila borg til þess að þvælast um og
svo geta menn valið sér „race".
Burnout * - , PARAD'á:
Paradise y
Bilaleikur É ' iSS
PS3/XBOX360 l _ T*Cý&'
44,4. O : '
TÖLVÖLEIKUR
„road-rage", „stunt" eða svipaða
keppni á nánast hvaða Ijósi sem er.
En það gerir leikinn að mun heil-
steyptari og gildari pakka en áður
var. Borgin, Paradise City, er ein-
staklega flott, eins og öll grafik leiks-
ins. Hljóðhönnun frábær og spilun
til fyrirmyndar, þótt ég þekki bíla- finnst mér samt vanta einhverjar
leikiekkertofsalega vel. Þáermulti- byssur eða bófa eins og vanalega,
player fídus leiksins, einhver sá besti en þessi bætir hressir og kætir. Tón-
sem hefur sést í bílaleik og enn betri listin var hins vegar ógeðsleg,
ef leikmenn eiga myndavél á babar- pungarokk, eða jafnvel einhvers
inn. Burnout er æði, persónulega konar bílarokk. dori@dv.is