Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 Menning DV Heimasíða Lokal, alþjóðlegrar leiklistarhátíðar í Reykjavík sem haldin verður 5. til 9. mars, hefur verið tekin í gagnið. Slóðin er lokal.is. Dagskrá hátiðarinnar verður kynnt nánar þegar nær dregur en fjölmargir erlendir blaðamenn hafa boðað komu sina á hátíðina. Þar má nefna leikhúsgagnrýnanda The Sun, Time Out, New York Times, Theater Magazine, Variety og Theater Mania. Sigurvegari ljóða- slammsins Halldóra Arsælsdóttir sigraði í fyrstu ljóðaslamms- keppni Borgarbókasafnsins sem haldin var í Grófarhúsi á opnunarkvöldi Vetrarhátíðar á dögunum. Halldóra, sem er 15 ára, söng eigið ljóð sem heitir Verðbréfadrengurinn við lagið Litli trommuleikarinn og spilaði hún undir á gítar. f öðru sæti urðu þeir Gísli Hvanndal og Gunnar Jónsson og í þriðja sæti varð Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir. Alls tóku sautján ungmenni á aldrinum 14 til 22 ára þátt í keppninni. Hugtakið ljóðaslamm var frjálslega túlkað í keppninni og í raun eina krafan sú að flutt væri frumsamið ljóð eða stuttur prósi og ekki væri um hefðbundinn upplestur að ræða heldur einhvers konar skapandi ffamsetningu á Hinsegin pólitík Valsað um valdið - hinsegin pólitfk og samfélagsvélin er yfirskrift fyrirlesturs sem Björn Þorsteinsson heimspekingur heldur við Háskóla íslands ídag, föstudag. f fyrirlestrin- umspyr Björn meðal annars hvort jijö einstaklingn- umsémögu- legt að vera sjálfum sér trúr innan samfélagsins með hliðsjón af kenningum heim- spekinga á borð við Hegel, Fouc- ault og Zizek. Erindið er hluti af fyrirlestraröð sem Samtökin '78 standa fyrir í tilefni af þrjátíu ára afmæli sínu á þessu ári í samvinnu við ýmsar deildir og stofnanir skólans. Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 101 íOdda oghefstkl. 12.15. Nína Dögg Filippusdóttir hefur notið mikillar velgengni undanfarin ár líkt ogfélagar hennar í Vesturportshópnum. Nýjasta verkefni þeirra er leikritið Kommúnan, sem byggt er á hinni vinsælu kvikmynd Tillsammans, en það verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í næstu viku. Kristján Hrafn Guðmundsson spjallaði við Nínu á Kaffivagninum í vikunni. ísland árið 1975. Húsmóðirin Elísabet flýr undan drukknum ofbeld- ishneigðum eiginmanni sínum Ró- bertí, ásamt dóttur sinni Evu, á náðir bróður síns sem býr í hippakommún- unni „Gleym mér ei" á milli Selfoss og Hveragerðis. f kommúnunni búa auk bróðurins Georgs, Lena, spænsk kærasta hans, Anna sem er nýorðin lesbía, Franco-hatarinn Salvatore og sonur þeirra Ted, miðaldra homminn Ragnar og ofstækisfulli uppreisnars- inninn Eiríkur. Þetta er litríkur hópur sem vegsamar frelsið og fyrirlítur efn- ishyggju og smáborgarhátt. Þrátt fyrir ffelsið gengur misvel fýrir hópinn að búa saman, þau rökræða um flesta hluti og eru ekki alltaf sammál en allir eiga að brosa í Gleym mér ei. Nokkurn veginn svona hljómar lýs- ingin á Kommúnunni, nýrri sýningu Vesturports í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur, á heimasíðu Borgarleik- hússins en verkið verður frumsýnt á Nýja sviðinu þar næsta miðvikudag. Margir lesendur kannast efalítið við lýsinguna þar sem sýningin er byggð á verðlaunamyndinni Tillsammans eftir Svíann Lukas Moodysson. Þetta hefur verið æðisiegt Nína Dögg Filippusdóttir, sem leikur eitt aðalhlutverkanna í sýning- unni, segir þetta vera grátbroslega kómedíu. Upphafið að því að ákveð- ið var að setja upp leiksýningu byggða á myndinni segir Nína að megi rekja allt aftur til þess þegar hún og Gísli Örn Garðarsson, eiginmaður henn- ar og leikstjóri sýningarinnar, sáu myndina á sínum tíma en hún var frumsýnd árið 2000. „Þá hugsuðum við hvað þetta gæti verið skemmtileg leiksýning sem leiddi til þess að Gísli bara tékkaði á því hvort rétturinn væri laus, sem hann var út um allan heim. í kjölfarið keyptum við réttinn og síðan þá hefur verkið alltaf verið viðloðandi þegar við höfum rætt hugmyndir um hvað við ætlum að gera," segir Nína en þau kýldu svo loks á það á síðasta ári. En hvað er það við myndina og umfjöllunarefni hennar sem fékk ykkur til að hugsa að þetta gæti orðið góð leiksýning? „Þetta er svo mikil „feel-good" mynd og fær mann til að hugsa um hippatímann og ég held að hippatíminn sé eitthvað sem við hugsum öll um svona „ah, þetta hefur verið æðislegt". Og flestir sem ég þekki langar eða langaði einhvern tímann að búa í kommúnu með fullt af fólki," segir Nína og bætir við að hún og Gísli hafi búið í nokkurs konar kommúnu í Noregi einu sinni. „Þessi mynd er svo dásamleg speglun á þennan tíma en samt er það líka eitthvað sorglegt að þessi hreyfing gekk ekki upp af því að Nína Dögg Filippusdóttir „Þótt það sé ævintýralegt og skemmtilegt að fara til útlanda að leika finnst manni alltaf skemmtilegast að leika fyrir sína, á sínu tungumáli og svona." hún er svo falleg, þetta allir saman, friður á jörðu og afit það. Mér finnst það miður af því að auðvitað væri það fallegast efvið næðum áhrifum og friði á jörðunni bara með ffiðsamlegum mótmælum; alfir að haldast í hendur og maðurinn er eitt. En það virkaði ekki og pönkið tók við." Meira djúsí en myndin Myndin gerist í Svíþjóð árið 1975 og gerist leiksýningin á sama tíma, en atburðarásin hefur verið færð til fslands. „Það er bara nær okkur og speglar það samfélag sem við Ufum í. Ég held því að það sé skemmtilegra að horfa á sýninguna ef hún gerist á ís- landi," segir Nína og bendir á að það hafi líka verið kommúnur hér á landi á þessum tíma eins og í Svíþjóð og víðar. „1 rauninni notum við grunninn af myndinni í þetta en karakterarnir í leikritinu eru til dæmis allt öðruvísi en í myndinni. Við tökum elementin eða essensinn úr karakterunum en svo þurfum við auðvitað að bæta og bæta ofan á. Síðan er að sjálfsögðu ákveðin saga í gangi um ferðalag þessa fólks, og aðallega er þetta ferðalag EU'sa- betar sem kemur inn í kommúnuna. Hvernig hún breytist við að koma þama inn og hvernig við breytumst vegna áhrifa ffá henni, hvernig hún vekur okkur í rauninni upp til Ufsins." Að sögn Nínu hræra þau þó ekk- ert að ráði í söguþræðinum. „f raun- inni gerum við það ekki. Við fylgjum þessari beinagrind en þetta er - hvað á maður að segja - meira djúsí, með- al annars vegna þess að aUir leikar- amir eru sýnilegir allan tímann, eru á sviðinu allt leikritið. Þú gætir eigin- lega séð þetta sjö sinnum og valið þér í hvert sinn hvaða persónu þú ætl- ar að fylgja eftir. í bíómynd geturðu bara kfippt inn í einhverja sitúasjón, inn í eitthvað samtal, en það er erf- iðara að gera það í leikhúsi. Þú þarft að finna brúna yfir í það af hverju og hvers vegna og með því að hafa allar persónurnar á sviðinu frá upphafi til enda ertu með samskipti fólksins fyrir ffaman þig aUan tímann. Samböndin verða þannig sterkari og þetta er meiri djús," segir Nína og hlær. Mikið leikið litlar stelpur Persónan sem Nína leikur, Anna, er stórkostlegur karakter að sögn leik- konunar. „Hún stendur fyrir baráttu kvenna og að konur taki sér pláss í veröldinni. Og hún er leitandi. Ann- ars vil ég mest lítið segja um hana heldur frekar að fólk komi bara og sjái hana og finni, meti sjálft hvað það finnur út úr henni." Er Anna mjög ólík Gagnog fegurð Út er komin ljósmyndabók- in Til gagns og til fegurðar eftír Æsu Sigurjónsdóttur Ustfræðing. Bókin er gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Myndasal Þjóðminjasafnsins. í bókinni er varpað fram spumingum um klæðnað og útlit fslendinga árin 1860-1960 og sýnt hvemig ljósmyndir endurspegla sjálfs- mynd þjóðarinnar á hverjum tíma. Bókin fæst í Safnbúð Þjóðminjasafnsins. Leikritið Sólarferð verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld: Skoplegir íslendingar á sólarströnd fslendingar á sólarströnd em oft skondin sjón efris og margir kannast við. Leikritíð Sólarferð, sem verður ffumsýnt á Stóra sviði Þj óðleikhússins í kvöld, föstudag, segir ffá hópi íslenskra ferða- LEIKHUS manna sem em samankomn- ir á spænskri sólarströnd. Þessa dugnaðarforka, afkomendur vfldng- anna, þyrstír í að njóta Ufsins lysti- semda á þessum heita, ffamandi stað þar sem aUt flóir í ódým áfengi og boð og bönn hins venjubundna h'fs em víðs fjarri. Leit ferðafelaganna að lífshamingju í þessu „himnaríki holdsins" birtíst áhorfendum á bráðfyndinn hátt, en undir niðri kraumar sársauld sem erfitt er að leyna. Sólarferð er eftir Guðmund Steinsson og leikstjórn er í höndum Benedikts Erlingssonar. Leikritíð er eitt vinsælasta verk Guðmundar en það var ffumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1976 við frábærar undirtektír. I verkinu dregur höfundur upp stór- skemmtílega mynd af sólarlanda- ferðumíslendingaááttundaáratugn- um, en lýsingar hans eiga að mörgu leyti ekki síður við í dag en þegar verk- ið var skrifað. Leikarar í sýningunni em Edda Amljótsdóttir, Esther Talía Casey, HaUdóra Björnsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Juan Camilo Román Estrada, Kjartan Guðjónsson, Ólafi'a Hrönn Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Höfundur leUcmyndar er Ragnar Kjartansson en þeir Benedikt vinna nú í fyrsta sinn í Þjóðleikliúsinu sem leikstjóri og leikmyndahöfundur, en þeir unnu meðal annars saman að einleiknum Mr. Skallagrímsson sem Benedikt samdi og lék. Benedikt hlaut Grímuverðlaunin á liðnu vori fýrir hvort tveggja, leik og leikverk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.