Peningamál - 01.02.2002, Side 28

Peningamál - 01.02.2002, Side 28
Seðlabankar hafa víða lækkað vexti til að örva hagvöxt Nokkrar vaxtabreytingar hafa verið hjá seðlabönkum erlendis, í flestum tilvikum til lækkunar. Bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,25% þann 12. desember sl. og í 11 vaxtalækkunum á síðasta ári lækkaði bankinn stýrivexti sína um 4,75 prósentu- stig. Evrópski seðlabankinn og sá danski sem yfirleitt fylgir vaxtabreytingum Evrópska seðlabankans fast eftir, lækkuðu vexti sína þann 8. nóvember sl. um ½ prósentustig. Það sama gerði breski seðlabankinn. Kanadíski seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína sömuleiðis um ½ prósentustig 27. nóvember, einnig sá svissneski hinn 7. desember og sá norski hinn 13. desember. Í allflestum tilvikum er verðbólga lítil og seðlabankar að lækka vexti til að örva hagvöxt en verðbólga er ekki vandamál. Ástandið hér á landi er þveröfugt þar sem ofþensla hefur ríkt og verðbólga er úr böndum. Vaxtamunur á milli Íslands og grann- landa er nú um 7% þegar horft er til þriggja mánaða ríkisvíxla. Vaxtamunur á millibankamarkaði er hins vegar 9,3%. Tíðindalítið á skuldabréfamarkaði ... Vextir á verðtryggðum skuldabréfum lækkuðu strax eftir vaxtalækkun Seðlabankans en stigu síðan á ný. Ávöxtun húsbréfa var undir lok janúar áþekk ávöxt- un í nóvemberbyrjun en ávöxtun spariskírteina hafði lækkað um u.þ.b. 0,2 prósentustig. Vextir óverð- tryggðra skuldabréfa lækkuðu einnig skarpt við vaxtalækkun Seðlabankans en hækkuðu síðan aftur. Frá nóvember fram undir lok janúar lækkaði þó ávöxtun ríkisbréfa með gjalddaga árið 2003 um u.þ.b. ½ prósentustig en ávöxtun ríkisbréfa með gjalddaga 2007 hefur einungis lækkað um 0,1 prósentustig. Útgáfa húsbréfa var mikil á síðasta ári en í desember varð nokkurt lát á. ... en hlutabréfamarkaðurinn hefur vaknað til lífsins Mikil umskipti hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Viðskipti hafa aukist og verð hefur hækkað í flestum tilvikum. Yfir árið 2001 lækkaði úrvalsvísitala Verðbréfaþings Íslands um 11%. Frá byrjun nóvem- ber hefur vísitalan hins vegar hækkað um rúmlega 13%. Vísitölur sjávarútvegsfyrirtækja og lyfjafyrir- tækja hafa hækkað á sama tíma um rúmlega 16% en vísitölur fyrirtækja í upplýsingaiðnaði og byggingar- iðnaði hafa lækkað um 2% til 3%. Snúningur á verði fyrirtækja í sjávarútvegi markast af betri afkomu þeirra vegna lægra gengis krónunnar á undanförnum misserum auk hás afurðaverðs og góðra aflabragða. Mynd 6 sýnir þróun úrvalsvísitölunnar frá ársbyrjun 2001. PENINGAMÁL 2002/1 27 J F M A M J J Á S O N D J 950 1.000 1.050 1.100 1.150 1.200 1.250 1.300 31. des. 1997=100 Mynd 6 Úrvalsvísitala hlutabréfa 3. jan. 2001 - 25. jan. 2002 (dagleg gildi) Heimild: Verðbréfaþing Íslands.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.