Peningamál - 01.02.2002, Qupperneq 32

Peningamál - 01.02.2002, Qupperneq 32
PENINGAMÁL 2002/1 31 gegna mikilvægu hlutverki í því ferli. Einu sinni í mánuði að jafnaði skal sérstaklega metið hvort peningastefnan samrýmist verðbólgumarkmiði bank- ans. Bankastjórn staðfestir verðbólguspá og tekur ákvarðanir í peningamálum. Reglurnar fela ekki í sér að bankastjórn taki ákvarðanir í peningamálum á fyrirfram tilgreindum dögum. Reglurnar kveða svo á að aðgerðir í peninga- málum og meginforsendur þeirra skuli kynntar opin- berlega svo fljótt sem verða má. Þó skuli þess gætt að þær verði ekki birtar á meðan innlendir markaðir eru opnir fyrir viðskipti. Í þessu sambandi er rétt að taka fram að þetta ferli getur ekki gilt að fullu um inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði. Þau verða að sjálfsögðu á meðan markaðir eru opnir og verða ekki tilkynnt fyrirfram eðli máls samkvæmt. Að endingu er í reglunum kveðið á um mikilvægi þess að í Seðlabankanum verði sinnt ítarlegum rann- sóknum á þáttum sem varða stefnuna í peninga- málum og framkvæmd hennar. Sem fyrr segir kveða ný lög um Seðlabanka Íslands á um setningu reglna af þessu tagi. Enda þótt undirbúningur þeirra hafi staðið nokkurn tíma fela reglurnar í megindráttum í sér að nú hefur verið færð í letur lýsing á vinnubrögðum sem þegar hafa verið viðhöfð í bankanum um nokkurt skeið. Reglurnar verða endurskoðaðar eftir því sem tilefni gefst til. Meðal annars kemur til álita þegar tímar líða að ákveða fyrirfram og tilkynna opinberlega daga þegar bankastjórn metur og ákveður hvort aðgerða sé þörf í peningamálum líkt og gert er víða annars staðar. Starfsreglurnar eru eftirfarandi: Starfsreglur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum Starfsreglur þessar eru settar með hliðsjón af ákvæðum 3. málsgreinar 24. greinar laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Þær byggjast á eftirfarandi meginsjónarmiðum: • Að tryggt sé eftir föngum að við ákvarðanir í peningamálum nýtist upplýsingar sem máli skipta og þekking starfsmanna Seðlabankans. • Að við ákvarðanir í peningamálum séu viðhöfð bestu fagleg vinnubrögð og að þær séu vel grund- aðar og í samræmi við markmið bankans. • Að ákvörðunarferlið auki gagnsæi peninga- stefnunnar og auðveldi kynningu á henni. • Að fyrir liggi eftirá hvernig einstakar ákvarðanir voru teknar og hvaða ráð og rök lágu að baki. Vinnuferli 1. Samkvæmt ákvæðum 1. málsgreinar 23. greinar laga nr. 36/2001 fer bankastjórn Seðlabanka Íslands með ákvörðunarvald í peningamálum. 2. Samkvæmt 3. grein laga nr. 36/2001 er megin- markmið Seðlabanka Íslands að stuðla að stöðugu verðlagi. Með samþykki forsætisráð- herra hefur Seðlabankinn sett tölulegt markmið um verðbólgu sem er að jafnaði sem næst 2½% hækkun vísitölu neysluverðs á 12 mánuðum. 3. Seðlabanki Íslands gerir ársfjórðungslega verð- bólguspá sem skal birt í Peningamálum. Verð- bólguspáin sem gerð er á ábyrgð bankastjórnar skal undirbúin á hagfræðisviði bankans. Við gerð hennar skal stuðst við spálíkön sem hagfræðisvið ræður yfir og þróar. Ákvörðun bankastjórnar um staðfestingu verðbólguspár skal vera skrifleg. Ítarleg grein skal hverju sinni gerð fyrir for- sendum hennar. 4. Bankastjórn fylgist stöðugt með framvindu og horfum í efnahags- og peningamálum og metur peningastefnuna á grundvelli þess og í samhengi við verðbólgumarkmið bankans. Bankastjórn byggir á upplýsingum frá hinum ýmsu sviðum bankans og mati þeirra á gögnum sem þau safna og leggja meðal annars fyrir peninga- og fjár- málafundi, sbr. lið 5. Þá styðst bankastjórn einnig við upplýsingar sem aflað er með samtölum við fulltrúa ýmissa samtaka, stofnana og fyrirtækja. 5. Bankastjórn heldur peninga- og fjármálafundi að jafnaði tvisvar í mánuði en þó eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði með aðstoðarbankastjóra, aðalhagfræðingi og framkvæmdastjórum al- þjóðasviðs, fjármálasviðs, peningamálasviðs og tölfræðisviðs. Á peninga- og fjármálafundum skulu meðal annars lagðar fram eftirfarandi upp- lýsingar frá einstökum sviðum bankans:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.