Peningamál - 01.02.2002, Page 40

Peningamál - 01.02.2002, Page 40
hann er skuldbundinn að kaupa þá skerðist þóknun hans hlutfallslega. Einnig njóta aðalmiðlarar þeirra réttinda að vera einu aðilarnir sem fá að kaupa umrædda ríkisvíxla í útboðum hjá Lánasýslu ríkisins. Uppgjör viðskipta Verðbréfaskráning Íslands hf. er miðstöð rafrænnar útgáfu og eignarskráningar verðbréfa. Verðbréfa- skráning starfrækir miðlæga eignarskráningu og vörslu verðbréfa í rafrænu formi. Rafrænni skráningu á öllum helstu verðbréfum skráðum á þinginu er að ljúka. Öll viðskipti með rafræn verðbréf sem gerast með sjálfvirkri pörun á Verðbréfaþingi flytjast sjálf- krafa til Verðbréfaskráningar. Verðbréfaskráning sendir síðan greiðslufyrirmæli til Seðlabanka Íslands, sem er milliliður í greiðslujöfnun þegar verðbréf ganga kaupum og sölum. Aðeins uppgjörsbankar geta tekið þátt í greiðslujöfnun vegna verðbréfavið- skipta. Uppgjörsferlið tekur einn viðskiptadag (T+1), þ.e. öll viðskipti eru gerð upp og eignarréttindi skráð fyrir opnun næsta viðskiptadags. Verðbréfaskráning Íslands er háð eftirliti Fjár- málaeftirlitsins og hefur hlotið vottun hjá nokkrum erlendum vörslubönkum (Custodian Banks) þess efnis að hún uppfylli skilyrði tilskipunar Verðbréfa- eftirlits Bandaríkjanna. Möguleiki er á safnreiknings- fyrirkomulagi. Uppbygging markaðar og helstu markflokkar skulda- bréfa Markflokkar ríkisverðbréfa Fyrir nokkrum árum voru flokkar spariskírteina og ríkisbréfa um 46 talsins. Þessi mikli fjöldi flokka og smæð margra þeirra olli því að viðskipti með hvern og einn urðu fátíð og verulegt ósamræmi myndaðist í verðlagningu. Til þess að treysta myndun markaðs- vaxta á eftirmarkaði og auka söluhæfni var farið út í þá aðgerð að fækka flokkum. Þessar breytingar hafa leitt til þess að núna eru útistandandi átta flokkar sem eru stærri en 1 ma.kr. hver. Fimm þeirra eru mark- flokkar og þrír uppkaupsflokkar. Markflokkarnir fimm heita eftirfarandi nöfnum: Spariskírteini8 Ríkisbréf 9 RIKS 03 0210 RIKB 03 1010 RIKS 05 0410 RIKB 07 0209 RIKS 15 1001 Nýr flokkur væntanlegur 2002 PENINGAMÁL 2002/1 39 Framsetning tilboða Þak viðskipta Verðmunur kaup- og sölutilboða Þóknun Ríkisverðbréf Skuldbinding til að setja fram kaup- og sölu- tilboð að lágmarki 50 m.kr. að markaðsvirði í þá flokka sem samningurinn nær yfir. Ef tilboðum er tekið er skylda að endurnýja tilboðin innan 10 mínútna. Hafi viðskipti náð 400 m.kr. að markaðsvirði í tilteknum flokki á einum degi er heimilt að hætta framsetningu tilboða í þeim flokki þann dag. Verðmunur á kaup- og sölutilboðum haldist innan tiltekinna marka (0,15%-0,50%). Veltuþóknun sem er 0,10% af fjárhæð við- skipta með umrædda flokka og reiknast af mánaðarlegri veltu á Verðbréfaþingi Íslands. Hámarksgreiðsla til hvers viðskiptavaka er 35 m.kr. yfir samningstímann sem er eitt ár. Hús- og húsnæðisbréf Skuldbinding til að setja fram kaup- og sölu- tilboð að lágmarki 40 m.kr. að markaðsvirði í þá flokka sem samningurinn nær yfir. Ef tilboðum er tekið er skylda að endurnýja til- boðin innan 10 mínútna. Hafi viðskipti náð 400 m.kr. að markaðsvirði í tilteknum flokki á einum degi er heimilt að hætta framsetningu tilboða í þeim flokki þann dag. Verðmunur á kaup- og sölutilboðum haldist innan tiltekinna marka (0,45%-0,60%). Veltuþóknun sem er 0,08% af fjárhæð við- skipta með umrædda flokka og reiknast þókn- un af mánaðarlegri veltu á Verðbréfaþingi Íslands. Hámarksgreiðsla til hvers viðskipta- vaka fyrir hvern mánuð er kr. 3.833.333 og nái viðskiptavaki ekki hámarksþóknun í hverjum mánuði skerðist heildarþóknun hans.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.