Peningamál - 01.02.2002, Síða 52

Peningamál - 01.02.2002, Síða 52
Bandaríkjunum. Um fjárhagsvanda Japana var getið hér að framan. Umtalsverður afgangur hefur verið á rekstri hins opinbera í Bandaríkjunum undanfarin ár. Afgangur- inn í fyrra var þó aðeins þriðjungur þess sem upphaflega var gert ráð fyrir. Strax í kjölfar atburð- anna 11. september voru tilkynntar aðgerðir til endurreisnar þeirra svæða sem urðu fyrir tjóni. Skattalækkanir sem bandaríska ríkisstjórnin hefur lagt til hafa hins vegar mætt andstöðu á Bandaríkja- þingi. Á móti örvunaraðgerðum mun einnig vega að ýmis ríki í Bandaríkjunum eiga í fjárhagslegum erfiðleikum um þessar mundir þar sem afgangur sem myndaðist á tímum góðæris var víða notaður til að lækka skatta, en tekjur hafa skroppið saman. Þar sem lántökur eru þeim ekki heimilar blasir við erfiður niðurskurður eða skattahækkanir. Horfur: samtímis efnahagslægð í helstu ríkjum heims gerir hana erfiðari viðfangs Efnahagslægðin sem nú gengur yfir heiminn er að mörgu leyti óvenjuleg miðað við þær sem gengið hafa yfir sl. 3 áratugi. Verðbólga er nú minni í upphafi samdráttarins en þegar fyrri samdráttarskeið hófust. Í ýmsum löndum hefur beinlínis verið um verðhjöðnun að ræða. Það hefur ekki gerst í jafn miklum mæli frá því á fjórða áratug 20. aldar. Hættan á verðhjöðnun er vandamál sem vekur upp gamal- kunnar spurningar sem ekki hafa verið í brennidepli lengi, t.d. þá hvort hætta sé á að slökun í peninga- málum hætti að virka þegar vextir eru nálægt núlli.7 Reynsla Japana er áminning um að verðhjöðnun getur orðið enn stærra vandamál en verðbólga. Hversu útbreidd niðursveiflan er að þessu sinni vekur einnig nokkurn ugg. Lönd í niðursveiflu geta því síður reitt sig á hagvöxt í viðskiptalöndum og lækkun á gengi til að komast upp úr efnahags- lægðinni. Í nokkrum löndum, sem fyrir skömmu hefðu ekki þótt líkleg til að leiða hagvöxt í heimin- um, hefur þó verið þokkalegur hagvöxtur. Má þar nefna Kína, Indland og Rússland. Þessi lönd vega þó enn sem komið er ekki nægilega þungt í heims- búskapnum til þess að vera dráttarvagn hagvaxtar á heimsvísu. Annað sem veldur áhyggjum er töluvert ójafn- vægi í utanríkisviðskiptum stóru efnahagsveldanna, einkum Bandaríkjanna og Japans, og misgengi gjald- miðla. Halli á viðskiptajöfnuði Bandaríkjanna var u.þ.b. 4½% af landsframleiðslu í fyrra og raungengi Bandaríkjadals með hæsta móti. Styrkur Banda- ríkjadals hefur verið mönnum nokkur ráðgáta af þessum sökum, en hugsanleg snörp lækkun síðar jafnframt áhyggjuefni. Samkvæmt flestum spám mun efnahagsbati hefjast síðar á árinu. Bæði í Bandaríkjunum og Evrópu hafa að undanförnu komið fram vísbendingar um að botni efnahagslægðarinnar sé u.þ.b. að verða náð. Þessar vísbendingar geta þó tæpast talist afger- andi. Kannanir á væntingum neytenda og fyrirtækja benda til heldur minni svartsýni, hlutabréf hafa hækkað í verði, umtalsverð birgðalækkun átt sér stað og vísitala leiðandi hagvísa í Bandaríkjunum hækkað þrjá mánuði í röð. Binda má vonir við að tímanleg slökum peningalegs aðhalds stuðli að því að sam- dráttarskeiðið verði fremur stutt og vari ekki lengur en þrjá ársfjórðunga. Á móti kemur að mikil umfram- framleiðslugeta kann að leiða til þess að fjárfesting sé ekki mjög næm fyrir lækkun vaxta. Einnig má benda á að lækkun skammtímavaxta hefur ekki enn PENINGAMÁL 2002/1 51 Tafla 3 Hagvöxtur á nokkrum svæðum Áætlun Spá % á ári 1998 1999 2000 2001 2002 Heimsframleiðslan ....... 2,8 3,6 4,7 2,4 2,4 Þróuð ríki...................... 2,7 3,3 3,9 1,1 0,8 Bandaríkin.................. 4,3 4,1 4,1 1,0 0,7 Evrusvæði................... 2,9 2,6 3,4 1,5 1,2 Japan........................... -1,0 0,7 2,2 -0,4 -1,0 Nýiðnvædd lönd Asíu -2,4 7,9 8,2 0,4 2,0 Þróunarríki.................... 3,6 3,9 5,8 4,0 4,4 í Afríku ....................... 3,5 2,5 2,8 3,5 3,5 í Asíu .......................... 4,0 6,2 6,8 5,6 5,6 á vesturhveli ............... 2,3 0,1 4,1 1,0 1,7 Umskiptaríki................. -0,8 3,6 6,3 4,9 3,6 í Mið- og A-Evrópu ... 2,3 2,0 3,8 3,0 3,2 Rússland ..................... -4,9 5,4 8,3 5,8 3,6 Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. World Economic Outlook, desember 2001. 7. Verðhjöðnun þýðir að jafnvel 0-vextir geta falið í sér töluverða raun- vexti. Vextir geta hins vegar tæpast farið niður fyrir 0 því að þá væri hagstæðara fyrir eigendur sparifjár að eiga fé í formi seðla og myntar (burtséð frá áhættunni). Þeir myndu því bregðast við með því að taka út innstæður og þar með draga úr útlánagetu banka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.