Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 9

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 9
GLÓÐAFEYIÍIR 9 verði héraði okkar og menningu til sóma. Það hefur nú þegar vakið mikla athygli út á við og hvort það heldur áfram á sömu braut, er ekki sízt undir því komið, hve sannir samvinnumenn Skagfirðingar sjálfir reynast í þessum efnum. Hið síðasta af verkefnum Sögufélagsins er Skagfirðingabók. Stjórn félagsins er ljóst, að ekki má binda útgáfustarfsemina við æviskrárn- ar einar. Margvíslegur annar fróðleikur þarf að komast fyrir al- menningssjónir og því þarf félagið að ráða yfir ársriti. Skagfirðinga- bók er slíkt ársrit, og hafa tveir áhugasamir Skagfirðingar í Reykja- vík, þeir Sigurjón Björnsson, sálfræðingur, og Hannes Pétursson, skáld, tekið að sér ritstjórnina ásamt einum heimamanni Krist- mundi Bjarnasyni á Sjávarborg. Fyrsta bindi Skagfirðingabókar kom út sl. haust og lofar góðu um framhaldið. Það starf, sem Sömifélao' Skarfirðinafa hefur unnið á undanförn- um árum, er að mestu unnið af héraðsmönnum sjálfum og ber órækan vott merkilegri héraðsmenningu, sem er sjáifri sér nóg um marga hluti, en sækir ekki allt í menntabúr höfuðstaðarins. Skagfirðingar, við þurfum að standa traustan vörð um menningu okkar. \hð gerðum það m. a. og ekki sízt með því að efla menning- arsamtök okkar og þar á meðal Sögufélag Skagfirðina. Stjórn Sögufélagsins skipa nú: Bjarni Halldórsson, Uppsölum, formaður, Björn Daníelsson, Sauðárkróki, Björn Egilsson, Sveinsstöðum, Friðrik Margeirsson, Sauðárkróki, Kristján C. Magnússon, Sauðárkróki, Kristmundur Bjarnason, Sjávarborg, og sr. Þórir Stephensen, Sauðárkróki. Utgáfunefnd fyrir Æviskrár Skagfirðinga skipa nú: Eiríkur Kristinsson, Tungukoti, form. og ritstjóri, sr. Þórir Stephensen, Sauðárkróki, Jón Sigurðsson, Reynistað, Kristján C. Magnússon, Sauðárkróki, Stefán Magnússon, Sauðárkróki, Pétur Jónasson, Sauðárkróki, Sigurður Ólafsson, Kárastöðum, og Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum. RITASKRÁ: 1. Magnús Jónsson, Ásbirningar. 2. Ólafur Lárusson, Lanclnám í Skagafirði. 3. Margeir Jónsson, Frá Miðdölum i Skagafirði. 4—5. Brynleifur Tobíasson, Heim að Hólum. 6. Glóðafeykir. 7. Magnús Jónsson, Ríki Skagfirðinga.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.