Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 33

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 33
GLOÐAFEYKIR 33 Jólœuísa. Svört þótt Njóla svæfi drótt sumir í bóli vaka. Oft um jólin furðu fljótt fer í kjólinn staka. Nýjársvísa. Enn er komin nýjársnótt, nýt eg þess að hátta. Sátt við lífið, sætt og rótt, sef á milli þátta. Maður varð bráðkvaddur að rnorgunverði. Björn hefur skipt um bústaðinn, bjó sig skjótt til ferðar. í himnaríki hetjan inn hélt til morgunverðar. Við leslur Ijóða eftir Friðrik Hansen. Lít ég Friðrik Hansen hjá hugsýn göfga og prúða. Líkt og vorsins vökul þrá vefur hann allt í skrúða. Páll Zóphóntasson. Páll er horfinn. Hjartans yl hans var gott að finna. Framar ei hann talar til tryggðavina sinna. Gömul vinkona mín. Ei því brestur innir frá, engum veldur harmi, þó að fölt og fíngert strá falli að rnoldar barmi.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.