Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 13

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 13
GLÓÐAFEYKIR 13 Samvinnuspjall I allri verzlun ber tvö höfuðmið hæst. Annað er að safna fé á eins eða fárra manna hendur, stunda verzlun í hagsmunaskyni fyrir eig- anda, einn eða fáa, hitt, að reka verzlunina með hagsmuni viðskipta- manna fyrir augum, dreifa verzlunararðinum meðal þeirra og bæta alla þjónustu við þá. Aður en kaupfélögin komu til sögunnar var hið fyrra sjónarmið alls ráðandi í allri verzlun hér á landi, allt frá dögum hinnar ill- ræmdu einokunarverzlunar. Hér var við ramman að rjá. Bændur voru flestir reyrðir skuldafjötrum við selstöðukaupmenn svo römm- um, að eigi var auðgert að rjúfa. þeir (þ. e. kaupmenn) voru svo framsýnir að lána flestum sem vildu og létu þá undirskrifa skuldbindingar um fram haldandi verzlun. Urðu þeir sem undir- skrifuðu að afsala sér sínu eigin varnarþingi. Dæmi voru og til þess að menn lofuðu að verzla við lánardrottin sinn ævilangt. Sumir — einkum efnamenn — voru keyptir með ,,launprísum“. Stefnufarir voru hér tíðar og verzlunarskuldamálin voru útkljáð fyrir gestarétti á Skagaströnd. Þó kröfðu kaupmenn ekki inn allar skuldir, eða slepptu mönnum ekki alveg úr skuldafjötrunum.“ Þannig farast Birni Sigfússyni á Kornsá orð í Sögu Kaupfél. Hún- vetninga (Tímarit ísl. samvinnufélaga, 16. ár, 2. h.). Með tilkomu kaupfélaganna gerbreyttust allir verzlunarhættir smátt og smátt. Þó voru kaupfélögin næsta veikburða framan af ár- um, sem von var til. Það eru þessi frumbýlings- og fátæktarár félag- anna, þegar flest var af vanefnum, sem andstæðingar þeirra nú á dögum vitna til sem hinnar einu og sönnu fyrirmyndar, þegar þeir af sinni hjartagæzku hyggjast taka samvinnumenn á kné sér og kenna þeim hvernig kaupfélög eigi að vera. Kaupmannaverzlanir voru þá margar gamlar og grónar, en félögin févana. Að þeim stóðu fátækir bændur. Félögin áttu enga sjóði til þess að mæta óhjákvæmi- legum skakkaföllum. Þau áttu litlum skilningi að mæta hjá ýmsum þeim, sem mest máttu sín — og er raunar ekki trútt um að svo sé enn í dag. Þau áttu við harðsnúna andstæðinga að etja, sem einskis svifust til þess að koma þeint á kné. Þó gengu þau með sigur af hólmi. Af því er mikil saga. Nú er löngu svo komið, að kaupfélög-

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.