Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 41
GLOÐAFEYKIR
41
og kona hans Monika Sigurlaug Indriðadóttir, bónda á írafelli,
Arnasonar. Fékkst Sigmundur, faðir Magnúsar nokkuð við smá-
skammtalækningar, svo sem og gerði sr.
Magnús bróðir hans Andrésson, prestur
og alþm. á Gilsbakka í Hvítársíðu.
Magnús ólst upp með foreldrunr sínum,
fyrst á Irafelli og Lýtingsstöðum og síðan
á Vindheimum frá 11 ára aldri. Búfræð-
ingur frá Hólum 1913. Bóndi á Vindheim-
um frá 1920 og bjó þar hinu mesta mynd-
arbúi meðan dagur entist. Kvæntist 1924
Önnu Jóhannesdóttur bónda á Neðra-Nesi
á Skaga, Jóhannessonar, og konu hans
Margrétar Stefánsdóttur. Þrjú eru börn
þeirra hjóna: Ragnheiður, frú í Reykjavík,
Sigurlaug, húsfreyja og ljósmóðir á Bíldu-
dal, og Sigmundur, bóndi á Vindheimum.
Magnús Sigmundsson var hár maður og beinvaxinn, grannleitur,
festulegur á svip, stilltur, orðvar, prúður og viðmótshlýr. Allur var
maðurinn þannig, að hann vakti óskorað traust. Að honum stóðu
gildar bændaættir á báða bóga, önnur úr Arnesþingi, hin skagfirzk,
enda var hann búinn mörgum beztu eðliskostum hins íslenzka
bónda: góðri greind og farsælli, miklum manndómi, æðrulausum
huga, ríkri ábyrgðartilfinningu og þeirri höfuðdyggð, að gera um
alla hluti hærri kröfur til sjálfs sín en annarra.
Magnús á Vindheimum var vammlaus maður, enda naut hann
hvers manns virðingar. Hann gegndi ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, sat
m. a. lengi í hreppsnefnd og var hvarvetna
vel metinn, enda jafnan tillögugóður.
Margrét Valdimarsdóttir, húsfreyja á
Sauðárkróki, andaðist 19. dag júnímán.
1952. Fædd var hún á Flateyri við Önund-
arfjörð 7. jan. 1922 og var því aðeins
þrítug að aldri, er hún lézt. Voru foreldr-
ar hennar af hinni kunnu Arnardalsætt.
Óx hún upp með þeim vestur þar á Flat-
eyri. Arið 1946 gekk luin að eiga Kristján
Margrét Valdimarsclóttir. Skarphéðinsson bifvélavirkja frá Hvammi